Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 36
„Það var gríðarlega lærdómsrík og mótandi reynsla. Það er allt annar hlutur að vera í samkynja sambúð á Indlandi en á Íslandi. Þessi reynsla gaf mér að vissu leyti innsýn í það hvernig það var að vera lesbía á Ís- landi fyrir fáeinum áratugum. Við bjuggum við viðvarandi ótta við af- hjúpun. Við misstum íbúð á einum tímapunkti, vegna þess að það var einhver sem sagði leigusalanum frá því hvernig sambandi okkar væri háttað. Við lentum í lögregluáreiti og vorum stundum lafhræddar um líf og limi. Þegar við misstum íbúð- ina þá drifum við okkur að flytja af ótta við að það breiddist út orðróm- ur um samband okkar í hverfinu, þannig það skapaðist múgæsing eða hreinlega ofbeldi. Ég þekki það því vel á eigin skinni hvernig það er að koma inn í íbúðina sína og þurfa að draga gluggatjöldin fyrir áður en maður kyssir konuna sína,“ seg- ir María um hvernig hún þurfti að haga lífi sínu sem kona í samkynja sambandi á Indlandi. En ólíkt þeirri stöðu sem lesbíur og hommar voru í hér áður fyrr, þá hafði María undankomuleið. Hún gat komist úr þessum aðstæðum og lifað í frjálsara samfélagi. „Fjöl- skyldan mín vissi alveg af þessu, ég hafði rafræn tengsl inn í opnari ver- öld og þegar ég kom í frí til Íslands þá lifði ég í mjög opnu og frjálsu um- hverfi. Þó þetta gefi mér visst sjón- arhorn þá get ég ekki lagt reynslu mína að jöfnu við upplifun fólk sem var algjörlega innmúrað og átti enga undankomuleið hér á árum áður.“ Þurfti ekki að færa allt í orð Foreldrar kærustu Maríu vissu af sambandi þeirra og settu sig ekki upp á móti því. „Þetta var samt aldrei rætt opinskátt og það breytti svolítið sýn minni á alla umræðu um hvað það er mikilvægt að koma út úr skápnum. Sú umræða á sér uppruna í ákveðinni menningu í nærsamfélögum okkar. Á Indlandi eru áherslurnar á það hvernig talað er um um hlutina allt annars eðlis, og líka þessar yfirlýsingar um hver maður er. Við bara vorum saman og það ríkti ákveðinn skilningur okkar á milli um hvert eðli hlutanna væri. Það þurfti ekki alltaf að færa allt í orð.“ Eftir tveggja ára dvöl á Indlandi flutti María heim til Íslands og sam- bandinu við indversku kærustuna lauk á svipuðum tíma. Hún heldur þó enn tengslum við Indland, enda eignaðist hún fjölda vina meðan hún bjó þar. „Svo byrjaði reyndar fyrrverandi tengdamóðir mín að fylgja mér á twitter um daginn,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég sakna Indlands og langar að kom- ast að hitta fólkið mitt sem er á víð og dreif um landið. Indland verð- ur alltaf hluti af mínu lífi og sjálfs- mynd.“ Klæddist strákafötum María hefur æft karate í 17 ár. Hún er í landsliðinu og kennir íþróttina. Aðspurð segist hún ekki hafa orðið fyrir áreiti eða fordómum vegna kynhneigðar sinnar á þeim vett- vangi. En í keppnisferðum í útlönd- um verður hún stundum vör við að gert er grín á kostnað hinsegin fólks. „Allt karate-samfélagið hérna heima veit að ég er hinsegin akti- visti. Það var erfitt að leggja þetta á borð fyrir fólk, en það var góð ákvörðun og ég vona að hún verði til þess að þetta verði auðveldara fyrir aðra,“ segir María. „Ég heyri stundum ennþá hjá krökkum að það er verið að nota orð eins og hommi og lessa til að stríða eða gera lítið úr, en mér finnst það hafa minnkað. Það er alls ekkert í líkingu við hvernig það var þegar ég var í barnaskóla. Það var alveg hræðilegt. Við sem vorum Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þetta var tífalt betri mæting en á góðum að-alfundi, þannig þetta var söguleg stund,“ segir María Helga Guðmunds- dóttir, jarðfræðingur, þýðandi og landsliðskona í karate, sem var kjör- in formaður Samtakanna '78 á aðal- fundi í síðustu viku. Fundurinn var sá langfjölmenn- asti í sögu félagsins, sóttur af um 350 manns. En skýringuna má væntanlega rekja til þeirra deilna sem skapast hafa í kjölfar umsóknar BDSM-samtakanna um hagsmuna- aðild að félaginu. Deilurnar hafa í raun skipt Samtökunum '78 upp í tvo hópa - með og á móti aðild - þó ýmislegt annað komi til. María og hennar fylgismenn eru hlynnt að- ild og kusu með henni á fundinum. Hún vonast þó til að nú verði hægt að lægja öldurnar innan félagsins og ræða málin á yfirvegaðan hátt. Það verðuga verkefni bíður hennar sem nýs formanns. Ekki á öndverðum meiði Þrátt fyrir að tvær fylkingar hafi myndast innan félagsins telur Mar- ía mikilvægt að dvelja ekki of lengi við að skilgreina þær sem með og á móti BDSM. „Þetta er miklu flóknara en það. Ef maður skyggnist undir yfirborðið á þessum tveimur svokölluðu blokkum, þá sér maður að þar er fólk með allskonar skoð- anir, hugmyndir og tilfinningar í garð félagsins. Ég vil því ekki halda of fast í þessa hugmynd um tvær þéttar blokkir á gjörsamlega öndverðum meiði. Ekkert félag er þannig uppbyggt þó það geti litið þannig út í ákveðinn tíma. En að sama skapi getur aldrei verið full- komin eining um allt. Þessi fundur skapar ró um ákveðna hluti, hann tekur út af borðinu deilur um hverj- ir hafa umboð til að stýra félaginu og skapar grundvöll fyrir komandi starf. Það er samt sem áður mjög stórt verk fyrir höndum, að fá ólík- ar raddir upp á yfirborðið og leiða uppbyggilegt samtal um hvert við erum að fara með þetta félag. Það gefur ákveðinn tón þegar tvær fylk- ingar með ólík sjónarmið takast á og önnur þeirra ber sigur úr býtum í kosningum. Það er samt enginn endapunktur. Þetta eru frjáls félaga- samtök og við þurfum að vinna á samstöðugrundvelli, líka með fólki sem er kannski ekki sátt við niður- stöður kosninganna. Mér er mjög mikið í mun að eiga gott samtal við það fólk,“ segir María sem gerir sér þó grein fyrir því að verkefnið verð- ur krefjandi. Sjálf kom hún inn í fé- lagið fyrir þremur árum, eftir að hafa búið erlendis um árabil. Fyrst í Bandaríkjunum og svo á Indlandi. Lærði nepölsku og hindí María er 28 ára, fædd og uppalin í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi. Móðir hennar er bandarísk og faðir hennar íslenskur. Hún segist hafa alist upp með annan fótinn í banda- rískri menningu þrátt fyrir að hafa ekki verið mikið í Bandaríkjunum sem barn. Þegar kom að því að fara í háskóla ákvað hún hins vegar að leita þangað. Hún flutti út árið 2005 og hóf nám í jarðfræði. Þegar María var í grunnnáminu fór hún í mánaðarlanga ferð til Ind- lands sem aðstoðarmaður í rann- sóknarleiðangri í Himalajafjöllun- um. Þekking hennar á jarðfræði var enn takmörkuð en til að geta lagt eitthvað af mörkum í ferðinni þá ákvað hún að læra nokkur orð í nepölsku. „Ég fór á bóksafnið, sótti mér bækur og lærði hrafl í nepölsku. Lærði stafrófið ásamt nokkrum grundvallaratriðum. Ég vildi vera manneskjan sem gæti lesið á götuskilti og boðið góðan daginn. En í þessari dvöl þá hreifst ég svo af landi og þjóð að ég ákvað að ég yrði að koma aftur og geta þá klárað þessi samtöl sem ég var rétt fær um að byrja á.“ Þegar hún sneri aftur heim til Bandaríkjanna, þá skráði hún sig í nám í hindí og lærði tungumálið í tvö ár. Í framhaldi af því fór hún í sumar- skóla í hindí á Indlandi og ílengdist þar í tvö ár, lengst af í Nýju Delí. Hún hélt þar áfram í mastersnáminu sínu í jarðfræði, starfaði við þýðingar, kenndi karate og tók þátt í ýmiskon- ar sjálfboðastarfi. Í sambúð með konu á indlandi Það var einmitt á Indlandi sem María hóf fyrst sambúð með konu. Hún var indversk og þurftu þær að fara huldu höfði með samband sitt. Óttaðist um líf og limi í sambúð með konu á Indlandi María Helga, nýkjörinn formaður Samtakanna '78, bjó í tvö ár á Indlandi og var í sambandi með konu þar í landi. Þær bjuggu við stöðugan ótta um afhjúpun kynhneigðar sinnar, máttu þola lögregluáreiti og voru hraktar úr húsnæði sínu. Sú reynsla gefur henni ákveðna innsýn inn í líf hinsegin fólks fyrir nokkrum áratugum síðan. Upplifði áreiti á Indlandi María og sambýliskona hennar á Indlandi máttu meðal annars þola lögregluáreiti og misstu íbúðina sína vegna kynhneigðar sinnar. Mynd | Rut storkurinn.is | storkurinn@storkurinn.isstork rinn.is | storkurinn@storkurinn.isSíðumúla 20 | S. 551-8258 | …viðtal 4 | amk… LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2016 Þegar við misstum íbúðina þá drifum við okkur að flytja af ótta við að það breiddist út orðróm- ur um samband okkar í hverfinu, þannig það skapaðist múgæsing eða hreinlega ofbeldi. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.