Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 46
Meirapróf er samheiti yfir nokkrar tegundir ökuprófa. Hægt er að taka meirapróf á leigubíla, hópferðabíla og vöru- og flutningabíla (með eða án eftirvagns). Námið er bæði bóklegt og verklegt og útskrifast nemendur með meirapróf í ákveðnum réttinda- flokki. Fyrri hluti námsins er iðulega bók- legur. Þar eru kenndar ýmsar greinar í bíltækni, umferðarfræði og skyndi- hjálp. Seinni hlutinn er verklegur, en þar eru nemendur þjálfaðir á þeim ökutækjum sem prófið gildir á. Nám- inu lýkur með tveimur prófum; bók- legu prófi í skólanum og verklegu prófi sem tekið er hjá Frumherja. Námið er misjafnlega langt eftir því hvaða réttindi eru tekin: allt frá 20 stundum (leigu- bílapróf) og upp í 60 stundir (hópbifreið). Til að geta tekið meirapróf verða nem- endur að hafa lokið almennu öku- prófi en nemendur verða þar að auki að hafa náð ákveðnum aldri, sem og standast læknisskoðun. Við 18 ára aldur get- ur fólk tekið réttindi á vörubifreið (C1). Við 20 ára aldur getur fólk tekið leigubíla- og sjúkrabílapróf. Við 21 árs aldur opnast möguleikar á að taka hópbifreiðapróf (D1) og vörubifreiðapróf með eftirvagni (CE). Þegar 23 ára aldri er náð öðlast fólk svo réttindi til að taka hópbif- reiðapróf (D). (Upplýsingar fengnar af attavitinn.is) Upplýsingar um meirapróf Til að geta tekið meirapróf þarf að uppfylla ákveðin skilyrði, meðal annars standast læknisskoðun. Stór bíll Til að geta stjórnað þessu ökutæki þarf taka allnokkra tíma í öku- skólanum. Hægt er að læra til meiraprófs hjá eftirfarandi Ökuskólum: Ekill Nýi ökuskólinn Ökuskólinn í Mjódd Ökuskólinn á Akureyri Það er mjög mikið að gera í byggingariðnaðinum og vegagerð svo þessi malarharpa kemur að góðum notum,“ segir Árni Jón Þorgeirsson í Vélsmiðju Árna Jóns og Þorgeir ehf. í Snæ- fellsbæ. Árni og félagar hans festu kaup á nýrri malarhörpu á dögunum sem er trú- lega ein sú öflugasta á landinu. Malarharp- an var keypt frá Englandi en hún er af gerðinni Sandvík QA331 og er árgerð 2013. „Hún harpar 150 rúmmetra á klukkutíma, eða 300 tonn, og er mjög öflug,“ segir Árni Jón sem fram að þessu hafði notast við minni hörpu sem hann hafði á leigu. Sú nýja er um það bil fjórum sinnum öflugri en sú fyrri. Og má líka vera það enda er hún 27 tonn að þyngd og kostaði eitt- hvað í kringum 15 milljónir króna auk virðisaukaskatts. Árni Jón segir að malarharpan sé bæði notuð til að flokka möl fyrir vegagerð en einnig í steypumöl. „Það eru töluverðar lagfæringar hjá Vegagerðinni á vegum hér fyr- ir vestan. Nú á til dæmis að fara að bera ofan í veginn inni á Skógar- strönd,“ segir Árni Jón. „Svo er mjög mikið að gera í byggingariðnaðin- um. Það er mikið verið að steypa.“ Árni Jón hefur rekið vélsmiðjuna í yfir þrjátíu ár og Þorgeir ehf. í ára- tug. Hann segir að verkefnin hafi breyst nokkuð með árunum. „Þetta hefur þróast eitthvað á rúmum þrjá- tíu árum. Það hefur róast í smiðju- vinnunni og við höfum verið að færa okkur meira yfir í steypu- og jarðvinnu. Meiningin er að kaupa malara á næsta ári sem mylur grjót. Við erum alla vega komnir með það á dagskrá. Það er alltaf nóg að gera,“ segir Árni en 8-9 manns vinna hjá fyrirtækinu. Þegar menn eru vel tækjum búnir bætast gjarnan við annars konar verkefni en þeir fást við dags dag- lega. Eitt af því hjá Árna Jóni og fé- lögum er flutningur á sumarbústöð- um en þar kemur að góðum notum 8x8 MAN dráttarbíll með 85 tonn- metra Palfinger krana. Einnig nýtist vel treilerinn sem hann festi kaup á í fyrra, enda er hann 680 hestafla MAN. „Þetta hefur verið að síga upp aft- ur. Ætli við endum ekki á að flytja 15-18 hús í ár. Ég er einmitt að fara að flytja 50 fermetra hús frá Djúpadal, rétt við Teigsskóg, norður í Aðaldal. Við höfum líka verið í bátaflutning- um en það hefur hægst á þeim að undanförnu.“ Gamall og góður Þessi er „antíkin í flotanum“ að sögn Árna Jóns, 34 ára gamall en stendur enn fyrir sínu. Keyptu 27 tonna malarhörpu frá Englandi Nóg að gera hjá Vélsmiðju Árna Jóns í Snæfells- bæ í steypu- og jarðvegsvinnu. Sömuleiðis mikið að gera við að flytja sumarhús. Engin smásmíði Malarharpan sem keypt var frá Englandi er 27 tonn. Ef vel er að gáð sést Árni Jón standa hjá henni hægra megin á myndinni. Flytja sumarhús Árni Jón og hans menn flytja sumarhús reglulega á trukkunum sínum og útlit er fyrir að þau verði 18 í ár. …vinnuvélar 14 | amk… LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2016 „Hún harpar 150 rúmmetra á klukkutíma, e ða 300 tonn, og e r mjög öflug,“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.