Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 34
Chris Martin býr enn hjá Gwyneth Slúðurvefurinn RadarOnline segir að Gwyneth Paltrow og Chris Martin búi undir sama þaki þrátt fyrir að vera skilin. Þau hafa fyrirkomulag á skilnaði sínum sem þau kalla meðvitaðan aðskilnað. Chris er með lykil af húsinu þeirra, sitt eigið herbergi og hann kemur og fer eins og hann vill. En þau eiga saman tvö börn 10 og 12 ára. Gwyneth er komin með nýjan kærasta, Brad Falchuk, en þau vilja ekki hætta að hafa þetta fyrir- komulag. „Nærvera Chris á heimilinu er mjög mikilvæg í þessu fyrirkomu- lagi,“ segir heimildarmaður RadarOnline. Það er ein mikilvæg regla, Chris verður að senda smáskilaboð til Gwyneth, áður en hann kemur heim, svo hann lendi ekki í vandræðalegum uppákomum. Blac Chyna ætlar að borða fylgjuna Blac Chyna er að fara að eignast barn með Robert Kardashi- an, sem er bróðir Kardashian systranna. Þetta verður fyrsta barn Rob en Blac á barn fyrir. Blac ætlar að gera hlutina aðeins öðruvísi núna en þegar hún átti fyrra barnið. Blac spjallaði við Amber Rose í síðustu viku í þættinum hennar Amber, Loveline with Amber Rose. Þar sagði hún að hún væri reyndari núna en á fyrstu meðgöngunni og hún væri búin að vera að lesa sér til um það að konur borða fylgjuna sína. Blac segist vera til í að skoða það að borða sína fylgju því þetta sé gott fyrir konur og benti á það að flest dýr gera þetta þegar þau hafa eignast afkvæmi. Sharon Osbourne fékk taugaáfall Snemma í vikunni sagði Sharon Osbourne frá því að hún hefði fengið taugaáfall á síðasta ári. „Ég hafði gefist upp og gat ekki tekist á við neitt. Ég var mjög hrædd um hvað væri að gerast í hausnum á mér og allar hugsanirnar sem voru sífellt í huga mér,“ sagði Sharon. Hún sagði frá þessu og sagðist hafa rankað við sér á spítala og ekki hafa vitað neitt í sinn haus í þrjá daga. „Ég vissi ekkert, ég gat ekki hugsað, gat ekki talað eða gert nokkuð. Heilinn á mér var bara í fríi,“ sagði hún. Sharon segir að fjölskyldan hafa reynst henni ómetanleg og staðið við hliðina á henni allan tímann. Ozzy, eiginmaður hennar, kom henni á spítala og sonur hennar, Jack, kom henni til bestu mögulegu læknanna. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Ég fékk bara símtal frá henni Manúelu og hún bað mig um að taka þetta að mér, sem var sjálfsagt mál af minni hálfu,“ segir Eva Ruza Miljevic, sem sló í gegn sem kynnir á Miss Universe Iceland keppninni sem fór fram í Gamla bíó á mánudags- kvöld. En Manúela Ósk Harðar- dóttir var einn af aðstandendum keppninnar. Eva er reyndar ekki óvön því að standa á sviði, en hún var til að mynda kynnir í Color run hlaupinu í sumar, ásamt fleiri. „Ég hafði samt aldrei prófað að gera eitthvað svona og það er alltaf gaman að prófa að gera eitthvað nýtt. Í Color run vorum við þrjú að peppa tólf þúsund manns en þarna var ég ein á sviðinu. Það var ekkert í boði að skíta á sig,“ segir hún og skellir uppúr. Upplifði prinsessudag Eva klæddist glæsilegum silfurlit- uðum pallíettukjól og himinháum hælskóm, en það sem hún óttaðist mest áður en hún steig á svið var að hún myndi detta um sjálfa sig í skónum. Hún er nefnilega ekki vön að klæðast slíkum skóbúnaði. „Ég er alls ekki feimin að vera á sviði en ég hafði töluverðar áhyggjur af þessum hælum. En ég stóð í lappirnar allan tímann. Þetta var annars voðalegur prinsessudag- ur fyrir mig, sem lifi dagsdaglega bara þessu venjulega mömmulífi. Ég er tvíburamamma sem þarf að skutla og sækja á æfingu, þrífa, elda mat, láta krakkana læra og allt það, þannig það er mjög gam- an að fá einn dag þar sem maður er tekinn í greiðslu og förðun og klæðist glimmerkjól. Það er eng- um sem finnst það leiðinlegt.“ Karakterinn fékk að njóta sín Eva fékk staðlað handrit á ensku í hendurnar frá eigendum keppn- innar úti, en hún þurfti í megin- atriðum að fara eftir því. „Þessi Miss Universe keppni er alveg risa- stórt batterí þannig það þarf að fylgja ákveðinni uppskrift að því hvernig þeir vilja að keppnin sé. Keppnin fór samt 97 prósent fram á íslensku, ef ég á að giska á prósentutölur. Ég kynnti stelpurn- ar á ensku, spurði þær spurninga og þær svöruðu á ensku. Ann- að var á íslensku,“ segir Eva sem þýddi handritið sjálf og hennar karakter fékk því að njóta sín. „Ég fékk þau fyrirmæli að ég ætti að gera það. Ástæðan fyrir því að þau fengu mig til gera þetta var sú að þú vildu fá minn karakter. Ég átti að gera þetta að mínu, sem ég gerði.“ Dómararnir skellihlógu Eva segir það hafa verið mjög skemmtilega reynslu að kynna keppnina, en viðurkennir að hún hafi verið pínu stressuð áður en hún steig á svið. „Fyrst þegar ég steig á svið þá fann ég hvernig adrenalínið pumpaði út í æðarnar og ég var aðeins stíf í öxlunum. En fljótlega slaknaði á öllu og ég datt í sjálfa mig. Dómarnir komu einmitt til mín eftir keppnina og hrósuðu mér. Þeir voru skellihlæjandi allan tímann þó þeir skildu ekkert hvað færi fram. Þeir náðu meira að segja að tengja við íslensku brandarana. Mér leið mjög vel að heyra það og ég held að ég geti sagt: „My mission was completed.“ „Það var ekkert í boði að skíta á sig“ Eva Ruza var kynnir á Miss Universe Iceland keppninni og kom dómurunum ítrekað til að hlæja þrátt fyrir að þeir skildu ekkert hvað hún var að segja. Prinsessa í einn dag Eva fékk smá frí frá mömmulífinu, lét farða sig og greiða og klæddist silfurlituðum pallíettukjól. Katy Perry aðstoðaði systur sína við að koma barni heimi í vikunni. Þetta eru nokkrar fréttir en hið fréttnæma er ef til vill að þetta er í annað sinn sem hún hjálpar henni í fæðingu. Eldri systir Perry, Angela Hudson, eignaðist frum- burðinn sinn fyrir rúmum tveim- ur árum og þá var poppstjarnan einnig til staðar til þess að hvetja stóru systur áfram. Perry tvítaði um seinni fæðinguna þegar hún var um garð gengin þar sem hún sagðist hafa tekið á móti barni klukkan 2 eftir hádegi og var kom- in í stúdíó klukkan átta. Þessa dagana er nóg að gera hjá söng- konunni svölu, nýtt efni á leiðinni frá henni hvað úr hverju, auk þess sem hún nýtir frístundir til þess að knúsa kærastann sinn, Orlando Bloom. Sögusagnir þess efnis að samband þeirra hefði liðið undir lok voru stórlega ýktar en Bloom er afar duglegur að birta myndir af þeim turtildúfunum við hin ýmsu athæfi á instagram reikningi sín- um. Þess má geta að Katy breytti nafninu sínu í Katy Perry úr Katy Hudson þegar frægðarsól hennar hóf að sýna glæður sínar þar sem á þeim tíma var fyrir á vellinum Kate Hudson sem var orðin þekkt. Katy Perry tekur á móti öðru barni Aðstoðar systur sína í fæðingu í annað sinn. Fjölhæf Katy Perry tekur á móti börnum milli þess sem hún tekur upp nýtt efni og knúsar Orlando Bloom. Góð viðbrögð Dómararnir skellihlógu af bröndurum Evu og hrósuðu henni í hástert eftir keppnina. …fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2016

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.