Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016 missa hana. Þetta var alveg jafn erfitt þó hún hafi glímt við veikindi alla tíð.“ Tárin streyma niður. Ár er liðið síðan Sólveig kvaddi og Clara er enn í mikilli sorg. „Mér datt aldrei í hug að þessi Íslandsdvöl yrði svona tilfinninga- þrungin og mikill hluti af sorgarferl- inu. Hér finn ég að ég á rætur. Mér finnst ég vera nær mömmu á Ís- landi en í Frakklandi þó hún hafi aldrei búið hérna. Hún leit bara alltaf á sig sem Íslending og í Frakk- landi var hún kynnt sem slík. Þess vegna finnst mér ég þurfa að læra tungumálið og kynnast landinu betur. Það var til dæmis stórkost- legt að fara til Vestmannaeyja, þar sem hún fæddist. Þar hitti ég vingjarnlegt fólk sem sagðist hafa þekkt mömmu, rifjaði upp sögur af henni og sýndi mér hvar hún bjó. Kannski er það þess vegna sem ég upplifi þessa Íslandsferð svona sterkt, því þetta er hennar heimur. Svo er stórkostleg tilviljun að það skuli akkúrat eiga að sýna myndina hennar þegar ég er hérna.“ Sólveig sá aldrei Sundaáhrifin Sólveig varð undir í baráttunni við krabbameinið áður en hún náði að klára sína síðustu kvikmynd, Sunda- áhrifin. Á lokametrunum var hún mjög máttfarin en hélt ótrauð áfram að vinna og koma myndinni heim og saman. Hún lést þegar klippivinnan var langt komin og eftir andlát henn- ar tóku framleiðendur og samstarfs- fólk við. „Hún sá aldrei endanlega útgáfu myndarinnar með tónlist og eftirvinnslu, en hún sá lokaklippið og var ánægð.“ Clara segist því tengjast verk- inu tilfinningalega og fann hjá sér þörf fyrir að fylgja myndinni eft- ir. Hún var að sjálfsögðu viðstödd sýninguna á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. „Ég fann svo sterkt fyrir nálægð hennar á frumsýningunni og fannst eins hún væri þarna með mér. Sýn- ingin var mjög hátíðleg og myndin fékk frábærar viðtökur. Í mínum huga var þetta samt rosalega sorgleg stund.“ Röddin brestur og tárin koma aftur. „Mér fannst þetta vera einskonar endalok.“ Við gerum smá hlé og látum lítið fyrir okkur fara í anddyri Há- skólabíós, þegar grunlausir há- skólanemar taka að streyma út úr kennslustundum. Svo skellir Clara upp úr. „Oh, ég ætlaði nú ekki alveg að missa andlitið. Það skemmtilega er að hugmyndirnar hennar halda áfram að vaxa og stækka. Það eru að minnsta kosti tvær kvikmyndir sem gætu litið dagsins ljós, ef allt geng- ur upp.“ Jean-Luc Gaget, samstarfsmaður Sólveigar til margra ára og meðhöf- undur margra kvikmynda hennar, er að leita að peningum fyrir hand- riti sem þau skrifuðu saman. „Hún var vön að kalla hann eiginmann sinn í kvikmyndagerð. Hann er far- inn á fullt með verkefnið og ætlar að leikstýra myndinni sjálfur.“ Ástarævintýri aldraðrar konu Svo er það annað verkefni sem Clöru liggur mikið á að segja frá. „Og það er sko svakaleg saga.“ Hún lækkar róminn og hallar sér að mér, eins og hún sé að fara kjafta frá leyndar- máli. „Myndin hefur fengið nafnið Just the two of Us, eins og í laginu með Bill Withers. Mamma skrifaði hand- ritið með Agnes De Sacy og hafði þegar fundið leikara í aðalhlut- verkin. Hún ætlaði sér að leikstýra myndinni sjálf en nú mun einhver annar taka við því. Sagan stóð henni afar nærri og hefur mikla tengingu við Ísland. Þetta er ástarsaga vel full- orðinnar íslenskrar konu sem tengd- ist móður minni nánum böndum. Konan trúði henni fyrir því, fyrir nokkrum árum, að hún hefði átt í ástarsambandi við lækninn henn- ar mömmu. Læknirinn var giftur og var rúmlega 40 árum yngri en kon- an. Þegar hún trúði mömmu minni fyrir þessu, var hún sannfærð um að mamma yrði hneyksluð. Þetta var sjóðheit saga um ást og kynlíf eldri konu og miklu yngri manns. En mamma hneykslaðist ekki vit- und. Hún sá strax fegurðina í því að fullorðin kona upplifði sig svona aðlaðandi og ætti í svona innilegu ástarævintýri. Femínistinn móðir mín sá meira í sögunni og ákvað að skrifa handrit sem byggði á þessari frásögn.“ Clara bendir á óteljandi sögur af eldri mönnum sem girnast miklu yngri konur, og ekki þykja mikið til- tökumál. „Að konan skyldi gera ráð fyrir því að mamma yrði hneyksluð á sambandi þeirra, lýsir vel rótgrón- um hugmyndum um kynin. Það sýn- ir að sagan á brýnt erindi.“ Hún segir Sólveigu hafa viljað fjarlægja söguna frá raunveruleik- anum með því að færa sögusviðið til Írlands. Ef allt gengur eftir verður myndin tekin þar upp og til stendur að fá konu til að leikstýra verkinu. „Mamma hreifst af fólki á jaðrin- um. Fólki sem ekki endilega öðlaðist viðurkenningu í umhverfi sínu. Sem var skjön við heiminn og samfélagið. Hún kom auga á það allstaðar og sá fegurðina í því sem aðrir áttu til að fordæma.“ Svo jafnvel eftir andlát hennar halda hugmyndir hennar áfram að vaxa og fá vængi? „Já og vonandi hafa áhrif. Hún vissi að hún fengi aðeins skamman tíma á jörðinni.“ Við sammælumst um að í mynd- um Sólveigar megi greina ákveðin tón, um að lífið sé litríkt og gjöfult. Um fegurðina í litlum, hversdagsleg- um aðstæðum. Og það á sérstaklega vel við um nýjustu kvikmyndina, Sundaáhrifin, sem sýnd verður á RIFF um næstu helgi. Hver var Sólveig Anspach? Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach var með- vituð um að lífið væri hverfult og kepptist því við að nýta sinn tíma á jörðinni til að gera það sem hún elskaði, að leikstýra kvikmyndum. Hún lést í ágúst 2015, aðeins 54 ára gömul eftir langa bar- áttu við krabbamein, og var afkastamesti leik- stjóri íslenskrar kvikmyndasögu. Sólveig fæddist í Vestmannaeyjum árið 1960. Hún lærði kvikmyndagerð í hinum virta La Femis kvikmyndaskóla í París og skilur eftir sig á annan tug kvikmynda og heimildarmynda. Móðir Sólveigar var Högna Sigurðardóttur arkitekt sem löngum hefur verið talin brautryðj- andi á sínu sviði og var fyrsta konan til að hanna byggingu á Íslandi. Faðir hennar, Gerald Anspach, var bandarískur, fæddur í Berlín og kom- inn af þýskum og rúmenskum ættum. Sólveig bjó lengst af í París ásamt dóttur sinni, Clöru Lemaire Anspach. Hún leit þó ávalt á sig sem Íslending og tók upp fjölmargar kvikmyndir hér á landi. Þar á meðal hluta þríleiksins sem voru hennar síðustu verk. Hún var vel þekktur kvikmyndaleikstjóri í Frakklandi og voru myndir hennar sýndar á helstu kvikmyndahátíðum heims. Sundaáhrifin, sem var hennar síðasta kvikmynd, var frumsýnd í Cannes í vor. Jafnvel eftir andlát Sólveigar halda hugmyndir hennar áfram að vaxa og dafna. Að minnsta kosti tvær kvikmyndir sem hún vann að áður en hún lést, stendur til að framleiða og kvikmynda af samstarfsfólki hennar á næstu misserum. Þar á meðal er afar óvenjuleg ástarsaga sem byggir á reynslu- heimi konu sem tengdist Sólveigu fjölskylduböndum. Í viðtali Le Monde við Sólveigu Anspach í upphafi ársins 2014, var hún spurð að því hvað drifi hana áfram. „Kannski það að ég veit, eins og allir aðrir, að lífið getur endað skyndi- lega. Ég hugsa, held ég, einfaldlega meira um það en aðrir.“ Clara er fædd og uppalin í Frakklandi og er með franskt ríkisfang. Sem einka- barn ævintýraþyrstrar móður fékk hún að ferðast og sjá heiminn og ekki síst, kynnast öllu litríka fólkinu sem Sólveig laðaði að sér. Einfaldur og stílhreinn Vönduð íslensk framleiðsla síðan 1959. Stáliðjan er gamalgróið íslenskt fyrirtæki sem framleiðir vandaða vöru fyrir heimilið og vinnustaðinn. Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is Verð 27.900 kr. Fjölbreytt litaúrval.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.