Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 44
Eftir frábærar viðtökur í fyrra býður Marel nú fiskframleiðendum öðru sinni á einstakan viðburð, Whitefish ShowHow, sem fer fram þann 10. nóvember í Kaupmannahöfn. Um er að ræða heilsdags viðburð með vandaðri dagskrá þar sem nýjustu tækni- og hugbúnaðarnýjungar Mar- el verða kynntar. Boðið verður upp á umfangsmikla sýningu á háþróuðum tækja- og hugbúnaðarlausnum Marel í raunverulegu vinnsluumhverfi. Áhersla er lögð á hvernig búnaður, kerfi og hugbúnaðarlausnir frá Marel gera framleiðendum kleift að uppfylla kröfur neytenda og fylgja almennum straumum á borð við: meiri áherslu á ferskvöru, virðisaukandi vinnslu og aðlaðandi vörukynningu. Samhliða verður boðið upp á gestafyrir- lestra og málstofur um málefni sem varða iðnaðinn. Á síðasta ári komu ríflega 170 gestir frá 17 löndum á Whitefish ShowHow. Viðburðurinn er einstakt tækifæri fyrir framleiðendur til að kynnast því hvernig lausnir Marel hámarka hráefnisnýtingu, auka mat- vælaöryggi, stytta vinnslutíma, minnka framleiðslukostnað og bæta öll ferli í virðiskeðjunni. Þátttakendur fá einnig dýrmætt tækifæri til þess að hitta aðra forystumenn í hvítfiskiðnaði í heiminum og lagt er upp úr því að skapa áhugaverðan umræðuvettvang. Viðburðurinn fer fram í Progress Point, sýningarhúsnæði Marel Kaupmannahöfn, Danmörku. Sjá nánar á marel.is Marel er í hópi stærstu útflutningsfyrirtækja Íslands og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Marel er alþjóðlegt fyrirtæki og hjá því starfa yfir 4.700 manns um allan heim. Fyrirtækið starfrækir skrifstof- ur og dótturfyrirtæki í fleiri en 30 löndum, auk 100 umboðsmanna og dreifingaraðila. Marel býður heim Í fararbroddi á heimsvísu í fiski, kjöti og kjúklingi Bylting í fiskvinnslu FleXicut eykur sjálfvirkni og bætir nýtingu. Unnið í samstarfi við Marel Frá því að Flexicut vatns-skurðarvélin frá Marel kom á markað fyrir tveimur árum hefur hún vakið mikla eft- irtekt og reynst betur en menn þorðu að vona. Vélin notar há- þróaða röntgentækni til að greina og staðsetja beingarð í ferskum þorsk, ýsu og karfaflökum, sker beingarðinn burt með vatnsskurði af mikilli nákvæmni og hlutar flakið niður í bita eftir ákveðnum skurðar- mynstrum. „Við höfðum unnið að þróun þessarar vélar í mörg ár og sáum mjög mörg tækifæri í henni fólgin, aðallega fyrir íslenska fram- leiðendur til þess að bæta nýtingu, auka sjálfvirkni og fækka handtök- um í snyrtingu,“ segir Stella Björg Kristinsdóttir, markaðsstjóri Marel í fiskiðnaði. „Krafan um aukna sjálf- virknivæðingu úti í heimi er líka mikil, til dæmis í Noregi þar sem vinnuafl er dýrt, er mikið af aflan- um er frystur og sendur til Rúss- lands eða Kína í vinnslu. Þar höfum við verið að sjá gríðarlega stór tækifæri með þessu kerfi og erum svona hægt og rólega að innleiða þetta á fleiri mörkuðum.“ Á Íslandi hefur nýju tækninni verið tekið afar vel og er kerfið nú þegar komið hjá Vísi í Grindavík, Fisk Seafood í Skagafirði og svo hjá Nýfiski og Jakob Valgeir í Bolungarvík auk þess sem ný vél verður sett upp hjá HB Granda í Vopnafirði í næsta mánuði. „Það sem er áhugavert við þessa tækni er möguleikinn að skera niður mannafla sem vinn- ur við þessi einhæfu verk sem eru frekar líkamlega krefjandi. Nú eru tvö ár síðan við innleiddum fyrstu vélarnar og við sjáum alltaf betur og betur hvernig þessi tækni er að nýtast. Mikil sjálfvirkni Upphaflega markmiðið var að auka sjálfvirknina hefur klárlega náðst en það sem markaðurinn er einnig að taka mjög vel á móti er möguleikinn á að skipuleggja niður- hlutun á flakinu mjög vel fyrirfram. Vélin mælir flakið á alla kanta í þrívídd og getur lagt til hvað flak af þessari stærð á að skerast í marga og stóra bita og getur jafn- framt tekið mið af pöntunum við- skiptavinia sem liggja fyrir,“ segir Stella. „Þetta er mikil sjálfvirkni og við erum að sjá mikla aukningu í hávirðishlutfalli á hverju flaki.“ Flexicutvélin ein og sér er tiltölu- lega nett og passar því inn í flest vinnsluhús, en hún skilar þó best- um árangri í heildarkerfi. Slíkt kerfi inniheldur þá Flexisort afurðadreifi- kerfi sem skilur að sporð, hnakka og þunnildi frá hvoru öðru og senda svo hvern bita sjálfvirkt á réttan stað, t.d. í frystingu eða pökkunar- flokkara. Notendavænn hugbúnaður Mjög mikilvægur liður í þessu kerfi er án efa tengingin við Innova hug- búnaðinn en það sem fáir vita er að Marel er eitt stærsta hugbún- aðarhús landsins. „Langflest tæki okkar geta tengst framleiðsluhug- búnaði okkar sem heitir Innova. Innova hugbúnaðurinn getur verið allt í senn, upplýsinga-, pöntunar-, stýri- og samhæfingarhugbúnað- ur sem gerir alla vinnslu skilvirk- ari auk þess sem rekjanleiki er tryggður jafnt í stórum sem litlum framleiðslufyrirtækjum. Innova er afar notendavænt og er hægt er að nota hugbúnaðinn í gegnum spjald- tölvur.“ Stella Kristinsdóttir „Krafan um aukna sjálfvirknivæðingu úti í heimi er mikil.“ Hárnákvæmt „Vélin notar háþróaða röntgentækni til að greina og staðsetja beingarð í ferskum þorsk, ýsu og karfaflökum.“ Heildarkerfi Flexicutvélin ein og sér er tiltölulega nett og passar því inn í flest vinnsluhús, en hún skilar þó bestum árangri í heildarkerfi. Flexicut kynnt Frá því að Flexicut vatnsskurðarvélin frá Marel kom á markað fyrir tveimur árum hefur hún vakið mikla eftirtekt. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 20164 SJÁVARÚTVEGUR KYNNINGAR

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.