Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 45
Gott starfsfólk og
áratuga reynsla
Heildarlausnir og hagkvæmur valkostur í innanlandsflutningum og vörudreifingu
Unnið í samstarfi við Eimskip
Eimskip Flytjandi býður upp á daglegar ferðir til allra landshluta árið um kring. Að flutninganetinu
standa Eimskip Flytjandi og sam-
starfsaðilar, sem saman veita
samræmda flutningaþjónustu um
land allt. Þjónustumiðstöðvar eru
í öllum helstu þéttbýliskjörnum og
leggur Eimskip Flytjandi kapp á
að veita viðskiptavinum heildar-
þjónustu á hverjum stað.
*Eimskip Flytjandi sérhæfir sig í
flutningi á kæli-og frystivörum og
býður einnig upp á vörudreifingu
til einstaklinga og fyrirtækja á
höfuðborgarsvæðinu og á lands-
byggðinni.
Einnig rekur Eimskip Flytjandi
mjög öflugt fiskflutningakerfi um
land allt hvort sem það er flutn-
ingur af fiskmörkuðum á lands-
byggðinni eða dreifing á höfuð-
borgarsvæðinu.
*Eimskip Flytjandi býður þannig
upp á heildarlausnir í innanlands-
flutningum og vörudreifingu og
leggur áherslu á að mæta kröfum
viðskiptavina um flutningsmáta,
ferðatíðni og hagkvæmni. Mark-
miðið er að vera hagkvæmur val-
kostur í innanlandsflutningum á
Íslandi og að veita framúrskarandi
þjónustu. Eimskip Flytjandi hefur
byggt upp öflugt flutninganet og
flestum áfangastöðum er þjónað
daglega.
*Eimskip Flytjandi leggur mikla
áherslu á að öll vörumeðhöndl-
un á hitastýrðum sendingum
frá móttöku til afhendingar sé í
samræmi við kröfur viðskipta-
vina um órofna kælikeðju. Kæli-og
frystiklefar eru á öllum helstu
þjónustumiðstöðvum og einnig
uppfylla bílar og tæki ströng-
ustu kröfur um vörumeðhöndlun.
Eimskip Flytjandi flytur jafn-
framt smápakka, almenna vöru,
búslóðir og sér einnig um allan
gámaakstur sem tengist inn-
og útflutningi til og frá landinu
með Eimskip. Að flutninganetinu
standa, auk Eimskips Flytjanda,
sjálfstæðir flutningsaðilar sem
veita samræmda þjónustu um allt
land.
*Um 80 viðkomustaðir eru í
flutninga neti Eimskips Flytjanda og
þjónustumiðstöðvar eru starfandi í
öllum landshlutum. Lögð er áhersla
á að koma sendingu til viðskiptavina
örugglega til skila á sem skemmst-
um tíma, hvort sem um er að ræða
lítinn pakka eða stóra vörusendingu.
Styrkur Eimskips Flytjanda liggur í
góðu starfsfólki og áratuga reynslu
á sviði innanlandsflutninga. Hjá Eim-
skip Flytjanda starfa um 230 starfs-
menn um allt land.
*Eimskip Flytjandi rekur mjög
öflugt fiskflutningakerfi um land
allt hvort sem það er flutningur af
fiskmörkuðum á landsbyggðinni
eða dreifing á höfuðborgarsvæð-
inu. Í flutningakerfinu eru fluttar
matvörur, byggingavörur o.fl. út
á land sem og ferskur fiskur og
unnin matvara frá landsbyggðinni.
Fiskflutningar eru því mikilvæg-
ur þáttur í flutninganeti Eimskips
Flytjanda. Mikil áhersla er lögð
á fyrsta flokks vörumeðhöndl-
un og hraða þjónustu, þannig er
t.d. ferskur fiskur sem er seldur á
fiskmörkuðum og er tilbúinn til af-
greiðslu fyrir klukkan 17 á daginn
kominn til móttakanda strax
næsta morgun á Suðvesturhorn-
inu. Veruleg þjónusta er einnig hjá
Eimskip Flytjanda í kringum akstur
á afurðum til útflutnings frá dyrum
framleiðanda til útflutningshafna
Eimskips og einnig eru tíðar áætl-
unarferðir með ferskar sjávar-
afurðir til Keflavíkurflugvallar.
Fyrir tæpum fjórum árum tók Eimskip Flytjandi í notkun Klettakæli –
þjónustumiðstöð
fyrir ferskan fisk, en þar er aðstaða til móttöku og afhendingar á
ferskum fiski frá fiskmörkuðum á landsbyggðinni sem er síðan dreift
áfram til fiskkaupenda í tengslum við áætlunarflutninga Eimskips Flytj-
anda um allt land.
Í Klettakæli er boðið upp á fullkomnustu aðstöðu á Íslandi til að með-
höndla ferskan fisk fyrir dreifingu sem uppfyllir allar kröfur og reglu-
gerðir um meðhöndlun á ferskum fiski. Með tilkomu hússins varð öll
aðstaða varðandi lestun, losun og meðhöndlun á ferskum fiski stórbætt
og í takt við þarfir markaðarins um órofna kælikeðju og fyrsta flokks
vörumeðhöndlun.
Í Klettakæli er öll starfsemi undir einu þaki og meðal annars hleðsluop
undir skyggni sem tryggir hreinlæti og gæði.
Stórbætt aðstaða
FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2016 5 KYNNINGAR SJÁVARÚTVEGUR