Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 28
Morgunn Fyrir þá sem vilja vakna snemma um helgar er gott að nýta tímann og skapa eitthvað fallegt. Gott er að taka upp skissubókina og litina og teikna eitthvað fallegt. Stoltið af góðu verki fer með manni inn í helgina. Hádegi Bráðum fer að líða að því að snjór- inn falli á jörðu. Gott er að taka fjölskylduna eða makann niður á strönd, dúða sig í úlpur og syngja sólskinssöngva og fagna að ekki sé komin snjór. Kvöld Eftir fullan dag af fjöri er gott að spara eldamennskuna og skella sér beint á næsta pylsuvagn og fá sér eina laugardagspylsu. Ódýrt, gott og ekki of fyllandi í magann fyrir laugardags nammihámið. LAUGAR- DAGS- ÞRENNAN Fólkið mælir með… Arnar Eggert Thoroddsen Veitingastað- urinn: Tuk-Tuk í Edinborg. Stórkostlegur strætismatur frá Indlandi, snilldar- lega hannaður og þjónustulundin í hámarki. Lagið með Queen: Breakthrough af plötunni The Miracle frá 1989. Ekki augljóst val en ég er dálítið þreyttur á þessu klassíska tímabili þeirra. Lagið er nett hallærislegt og þess vegna algerlega æðislegt. Tímaritið: Record Collector er fagtímaritið mitt og ég hef verið dyggur lesandi í kvartöld. Þetta er langt í frá svalt tímarit, það er verið að rífast um katalógnúmer á japönskum Bítlaútgáfum en að lesa blaðið er eins og hugleiðsla fyrir mig. Ragna Sveinbjörnsdóttir Veitingastaðurinn: Gló er mitt allra besta uppáhald, hamborgarinn tekur mann til tungls og til baka. Lagið með Queen: One Vision er lag melodíuminninganna, mamma og litli bróðir elskuðu Queen og því var endalaust „blastað“ í minni æsku. Dilli alveg bossa þegar ég heyri þetta lag. Tímaritið: Elska Kinfolk blaðið og hugmyndafræðina þeirra. Þau leitast við að einfalda lífið og búa til fallegar dásemdir með vinum og fjölskyldu. Lilja Kristjánsdóttir Veitingastaður: Coocoo‘s nest er æðislegur staður. Ég mæli sérstak- lega með taco tuesday, súr- deigs pítsunni og dögurðinum. Ég mæli semsagt með öllu. Lagið með Queen: We Are the Champions er uppáhaldslagið mitt með Queen af því að þetta er lag sem fólk setur á í fullri einlægni þegar því finnst það eiga það skilið. Eins og eftir fót- boltaleik eða hundasýningu. Tímaritið: Ég er mjög spennt fyrir tímaritinu Blæti, ég veit ekkert um það en nafnið og Instagramið þeirra er nóg til að kveikja áhuga minn. Duft í kalt vatn, bragðlaust eða hylki Náttúrulegt Þörunga magnesíum ENGIN MAGAÓNOT Mikil virkni ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 LJÓSADÖGUM LÝKUR SUNNUDAGINN 25. SEPTEMBER Cohen-loftljós 25 cm 19.995 kr. 14.995 kr. Sparaðu 5.000 kr. AF ÖLLUM LÖMPUM OG LJÓSUM 25- 50%

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.