Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 46
Heilsudrykkur vekur heimsathygli Inniheldur collagen sem bætir heilsu og hreyfigetu. Alda er nýr heilsudrykkur frá Codland sem kom á markað í sumar. Drykkurinn inniheldur collagen sem búið er til úr þorskroði, en um er að ræða prótein sem við inntöku getur bætt heilsu og hreyfigetu. Það örvar umbrot frumna í brjóski og liðum og stuðlar að endurnýjunarferli í bandvefjum en efnið styður til dæmis vefi í beinum, húð, vöðvum og sinum líkamans. Notkun collagens getur jafnframt dregið úr hrukku- myndun. Alda hefur vakið mikla athygli og lukku meðal neytenda og annarra. Og þá ekki bara drykkurinn sjálfur, heldur líka umbúðirnar. Á dögun- um var til að mynda fjallað um drykkinn í einu áhrifamesta umbúða- og vöruhönnunarveftímariti heims, Dieline. Tímaritið hefur þann tilgang að kynna áhugaverða og flotta hönnun frá öllum heimshornum, en hönnuður umbúða Öldu er Milja Korpela. Kvennakvótinn í góðu lagi Samtökum félaga í sjávarútvegi, SFS, er að stærstum hluta stjórnað af konum sem er nýlunda í þessum iðnaði þar sem karlar hafa gegnum áratugina staðið í brúnni og haldið um stjórnartaumana. Konurnar í brúnni Karen Kjartansdóttir, Hallveig Ólafsdóttir og Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Þ rjár konur standa fremst meðal jafningja hjá SFS; Karen Kjartans- dóttir samskiptastjóri, Hallveig Ólafsdóttir hag- fræðingur og Heiðrún Lind Mart- einsdóttir sem tók við stöðu fram- kvæmdastjóra SFS í ágúst. Auk þeirra þriggja má geta kvenna sem sinna ýmsum störfum innan SFS, til að mynda Helgu Thors sem hefur starfað að kortlagningu markaðsverkefnis og í sama húsi og SFS vinnur Hrefna Karlsdótt- ir að vottunarmálum í fiskveið- um. Þrátt fyrir að alvanalegt sé að konur vinni í sjávarútvegi er jákvætt skref að svo margar konur sitji í stjórnunarstöðum. Að sögn Karenar hefur þessi þróun verið hröð en mikilvæg. „Nútímavæð- ing sjávarútvegsins hefur skapað konum fleiri tækifæri innan hans og tengdum greinum. Það er svo sérlega gleðilegt að sjá hve opn- um örmum atvinnugreinin hefur tekið þessari breytingu ef svo má segja. Konur styðja hver aðra og það hafa karlarnir líka gert. Von- andi heldur þessi þróun áfram og sérstaklega væri gleðilegt væri ef stjórnmálin færu einnig á sömu mið fljótlega,“ segir Karen. Árið 2013 var félag kvenna í sjávarútvegi stofnað, KIS. Félagið var stofnað af 10 konum í sjávar- útvegi og mynduðu þær stjórn þessa félags sem hefur eflst og stækkað frá ári til árs frá stofnun. Tilgangur KIS er að efla og styrkja konur innan iðnaðarins sem og utan. Formaður KIS er Freyja Önundardóttir, útgerðarstjóri Ön- undar ehf. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 20166 SJÁVARÚTVEGUR ÞEGAR GÆÐI SKIPTA MÁLI KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK 590 5100 Lyftarar, loftpressur og bátavélar í hæsta gæðaflokki ásamt bestu þjónustu sem völ er á.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.