Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 42
Niðursuðan góður kostur Einar á sér langa og merka sögu í ný- sköpun tengdri íslenskum matvæla- iðnaði og sjávarútvegi, en hann hóf fyrst störf hjá Ora árið 1972. Þá hafði kviknað hjá honum áhugi á niður- suðufræðum. „Þetta byrjaði þannig að árið 1971 þá tók ríkisstjórnin ákvörðun um að efla matvælaiðnað á Íslandi. Magnús Kjartansson var þá iðnaðarráðherra og við vorum nýgengin í EFTA. Það voru fengnir sérfræðingar frá út- löndum til að segja ríkisstjórninni hvað væri best að gera í þessum efnum. Þar kom fram að niðursuða væri góður kostur fyrir Íslendinga. Ég var þá 18 ára, heyrði þetta, greip á lofti og fannst þetta vera eitthvað fyrir mig,“ segir Einar um hvernig það kom til að hann ákvað að læra niðursuðufræði. Lærði í Noregi Skömmu síðar hélt hann svo til Noregs þar sem hann lærði fræðin við Norges Hermetikkfagskole í Stavangri í Noregi. Þaðan lá leiðin til Vardö í Norður-Noregi til náms í fisktækni við Statens fagskola for fiskeindustri. Einar starfaði sem niðursuðufræðingur í Noregi í sex ár að námi loknu, áður en hann hélt Verðlaunaður fyrir nýsköpun í matvælaiðnaði og sjávarútvegi Aftur til Ora Einar er kominn hringinn. Hann réð sig nýlega til Ora, en þar hóf hann einmitt störf árið 1972. Einar Þór hefur starfað við matvælaiðnað frá árinu 1972. Hann ákvað að niðursuðufræði væru eitt hvað fyrir sig þegar ríkisstjórnin tilkynnti það árið 1971 að efla skyldi mat­ vælaiðnað á Íslandi. Erlendir sérfræðingar mæltu með niðursuðu og Einar greip hug­ myndina á lofti. aftur til Íslands með þekkingu sína, þar sem hann tók við verksmiðju- stjórastöðu hjá nýstofnaðri niður- suðuverksmiðju í Grindavík. Viðurkenningin kom á óvart Einar hefur starfað í Grindavík mest- allan sinn feril ásamt því að sinna vöruþróun hjá ýmsum fyrirtækj- um, bæði hér heima og erlendis, frá aldamótum. Nýlega réð hann sig þó til starfa hjá Ora, Akraborg og Lýsi. „Ég er búinn að fara hringinn,“ segir Einar kíminn og vísar þar til þess að hann er aftur kominn til Ora, þar sem ferillinn hófst. Aðspurður hvort það hafi ekki mikið breyst á þessum rúmu fjörutíu árum, segir Einar að- ferðirnar vera þær sömu, það eina sem hafi breyst sé vélakosturinn. Einar segir það mikinn heiður að fá viðurkenningu fyrir sín störf. „Það segir svo mikið út á við. Ham- ingjuóskum hefur rignt yfir mig, líka frá mönnum sem eiga stóran þátt í því sem ég hef verið að gera. Maður er aldrei einn. Það kom mér reyndar mjög á óvart að fá þessa viðurkenn- ingu. Maður er ekkert að hugsa út í svona lagað, þannig ég var mjög hissa.“ Sjávarútvegur 2016 Sýningin Iceland Fishing Expo fer fram í  Laugardalshöll um næstu helgi. Sýningin Iceland Fishing Expo – Sjávarútvegur 2016 verður haldin í Laugardalshöll dagana 28.-30. september næstkomandi. Um er að ræða vettvang fyrir fagaðila og aðra áhugasama til að kynna sér framfarir og nýjungar innan sjáv- arútvegsgeirans. Áhersla verður lögð á að stilla verði sýningarbása í hóf og einnig verður boðið upp á þá nýjung að sýnendur fá eins marga boðsmiða inn á sýninguna og þeir óska, þeim að kostnaðar- lausu. Þannig gefst fyrirtækjum, jafnt stórum sem smáum, tækifæri til að kynna vörur sínar fyrir inn- lendum sem og erlendum aðilum. Mikil uppsveifla hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Tæknibylting hefur orðið í útgerð og vinnslu sem hefur komið ís- lenskum sjávarútvegi í fremstu röð. Fjöldinn allur af sprotafyr- irtækjum hefur litið dagsins ljós, fyrirtækjum sem þróað hafa að- ferðir til að vinna úr fiskinum hin- ar ýmsu afurðir. Má þar t.d. nefna snyrtivörur, lyf, vítamín og vörur unnar úr fiskroði. Það er því óhætt að fullyrða að það verði af ýmsu að taka á sýningunni. HJALLABREKKA 1 - 200 KÓPAVOGUR SÍMI: 564 3000 - www.loft.is - loft@loft.is Við erum á sjávarútvegs- sýningunni Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þ etta er auðvitað viður- kenning á mínum störfum og gott til að láta vita af mér, þó flestir í þessum bransa viti nú reyndar af mér,“ segir Einar Þór Lárusson sem hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslenska sjávarklasans sem afhent verða við opnun Sjávarútvegssýn- ingarinnar, þann 28. september næstkomandi. Það voru feng­ nir sérfræðingar frá útlöndum til að segja ríkisstjórninni hvað væri best að gera í þessum efnum. Þar kom fram að niðursuða væri góður kostur fyrir Íslendinga. Ég var þá 18 ára, heyrði þetta, greip á lofti og fannst þetta vera eitthvað fyrir mig. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 20162 SJÁVARÚTVEGUR

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.