Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 24.09.2016, Blaðsíða 43
www.naust.is ⁞ Við hlökkum til að sjá þig á bás B17 ATW kerfið, Automatic Trawl Winch kerfið er afrakstur þriggja áratuga þróunarvinnu starfsmanna okkar - alla tíð í náinni samvinnu við íslenska sjómenn. Ekkert annað fyrirtæki í heiminum hefur framleitt stýribúnað fyrir rafknúnar togvindur í jafn mörg og glæsileg fiskiskip og Naust Marine. Yfir 100 ATW kerfi um borð í skipum um allan heim. Er ATW kerfi um borð í þínu skipi? Miðhella 4 | 221 Hafnarfjörður | s: 414 8080 Nýr spurningaleikur og fræðsluvefur um sjávarútveg Mikilvægt að auka áhuga ungs fólks á öllu því er viðkemur hafinu. Fróðleikur af Trillan.is Kolmunni er þorskfiskur sem sker sig úr ættinni vegna þess að hann er uppsjávarfiskur og mikill torfufiskur. Kolmunninn er langur og grannur og er neðri hluti fisksins silfraður. Að innan er munnur kolmunnans svartur og þaðan kemur nafn hans. Mið- að við þorskættina er hann smár, yfirleitt undir 30 cm, en hann verður allt að hálfum metra. Í fæðuleit flakkar kolmunninn mikið um norðaustanvert Atl- antshafið eða allt frá norður af Rússlandi að Grænlandi og alveg niður að Marokkó nyrst í Afríku. Kolmunnastofninn getur orðið mjög stór og er hann á með- al tíu mest veiddu fisktegunda í heiminum. Enn er langmest, eða meira en 95%, af kolmunnanum sem er veiddur við Ísland, brætt í fiskimjöl og lýsi þó að frysting til manneldis aukist. Sæktu appið og spreyttu þig á þekkingu í sjávarútvegi og lífríki sjávar. Þarf að auka áhuga Leikurinn og heimasíðan eru sniðin að ungmennum en fólk á öllum aldri hefur gagn af. Í slenski sjávarklasinn hefur opnað nýjan spurningaleik og fræðsluvef sem tengist sjávar- útvegi og lífríki sjávar. En eitt af markmiðum Sjávarklasans er að vekja áhuga á sjávarútveg- inum og hlutverki hans í íslensku samfélagi. Leikurinn nefnist Trill- an og er hannaður fyrir snjallsíma, spjald- og borðtölvur. Samhljómur í hópnum „Fyrir þremur árum hittust forsvarsmenn þeirra skóla sem sinna framhaldsmenntun í tengsl- um við hafið í Sjávarklasanum. Það var samhljómur um það hjá hópnum að mikilvægast væri að auka áhuga ungs fólks á öllu er viðkemur hafinu. Og í kjölfarið var farið að þróa smáforrit, sem bæði er leikur og hefur upplýsinga- gildi,“ segir Þór Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Húss Sjávarklasans um hvernig smáforritið varð til. Meginuppistaða samfélagsins Í Trillunni reynir á þekkingu á sjávarútvegi og lífríki sjávar á skemmtilegan máta. Þar verður hægt að lesa sér til gagns og gam- ans sem og prófa kunnáttu sína á gagnvirkan og skemmtilegan hátt. Íslendingar hafa líklega margir gott af því að auka þekkingu sína á þessu sviði og í spurningaleiknum er stuðlað að því. Margir gera sér nefnilega kannski ekki grein fyr- ir því að sjávarútvegurinn er ein meginuppistaðan í íslensku samfé- lagi. Leikurinn og heimasíðan eru miðuð að ungmennum en hvort tveggja getur þó verið fróðlegt fyr- ir alla aldurshópa. Ókeypis forrit Leikurinn og síðan eru gerð með það í huga að ungt fólk sjái fjöl- breytileikann og tækifærin sem ís- lenskur sjávarútvegur hefur upp á að bjóða. „Við erum sannfærð um að allar þær atvinnugreinar sem tengjast hafinu, þær fara ekki langt nema unga fólkið sýni áhuga,“ segir Þór. Trillan hefur verið unnin í samstarfi við Rannsóknarsjóð síldarútvegsins og Samtök sjávar- útvegssveitarfélaga. Hægt er að sækja smáforritið ókeypis bæði í Playstore fyrir Androidtæki og í Appstore fyrir iPhone og iPad. Kolmunni Stofninn getur orðið mjög stór og er meðal tíu mest veiddu fisktegunda í heiminum. Mynd | Trillan.is FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2016 3 KYNNINGAR SJÁVARÚTVEGUR

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.