Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 07.10.2016, Síða 4

Fréttatíminn - 07.10.2016, Síða 4
Stjórnmál Þunn eiginfjár- mögnun alþjóðlegra fyrir- tækja er vandamál á Íslandi þar sem skatttekjur ríkisins minnka. Minni fyrirtæki, eins og Brammer ehf., nota einnig slíkar aðferðir eins og Alcoa og Norðurál. Unnið er að lagasetningu gegn slíkum viðskiptum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Við höfum reynt að stilla þessu þannig upp með okkar endurskoð- endum að við greiðum ekki hærri vexti til móðurfélags okkar en við myndum greiða til viðskipta- banka okkar ef við værum að fjár- magna okkur eins og önnur fyrir- tæki. Það hefur verið prinsippið,“ segir Jóhann Eðvald Benediktsson, framkvæmdastjóri Brammer á Ís- landi ehf., sem er alfarið fjármagn- að af móðurfélagi sínu í Bretlandi, Brammer UK Limited, og skuldar því tæpan milljarð króna. Brammer er alþjóðleg iðnaðarheildsala og við- gerðafyrirtæki sem stofnaði útibú á Íslandi árið 2010. Talsverð umræða hefur verið um það í íslensku samfélagi þegar er- lend stórfyrirtæki fjármagna rekstr- arfélög sín á Íslandi með lánum og rukka þau svo um vexti sem geta verið afar háir. Þetta fyrirkomulag er kallað „þunn eiginfjármögnun“ og geta vaxtagreiðslurnar leitt til þess að íslensk dótturfélög erlendra stórfyrirtækja skili aldrei hagnaði á Íslandi og þurfi því ekki að greiða fyrirtækjaskatta á Íslandi út af tap- rekstri. Efnahags- og viðskiptanefnd vinnur nú að frumvarpi sem er ætlað að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki komi sér hjá skattgreiðslum á Íslandi með þessum hætti. Álfyrirtækin Alcoa, sem rekur álverið í Reyðarfirði, og Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga, hafa einna mest verið í umræðunni út af þessu og fjallaði Kastljósið meðal annars um hið fyrrnefnda í þætti sínum á miðvikudaginn auk þýska byggingarvörufyrirtækisins Bauhaus. í Kastljósinu var meðal annars haft eftir Ásmundi Vilhjálms- syni, lögfræðingi og sérfræðingi í skattarétti, að megintilgangurinn með slíkum viðskiptum íslenskra rekstrarfélaga og móðurfélaga þeirra erlendis væri að komast hjá skattgreiðslum. „Ég hugsa að megin- tilgangurinn sé sá að komast hjá og sleppa við skatta. Ef að lánið hefði ekki verið veitt heldur félaginu í stað- inn verið lagt til framlagsfé. Þá hefði það ekki getað dregið vexti af láninu frá tekjum sem hefði þá þýtt að hagn- aðurinn hefði verið meiri og þar með talið skatturinn. Ef það lánar eigi að síður, jafnvel þó vextirnir séu eðli- legir markaðsvextir, þá getur félagið með þessu móti komist hjá skatti.“ Notkun fyrirtækja á Íslandi á þunnri eiginfjármögnun virðist vera útbreiddari en hingað til hef- ur komið fram en Jóhann Eðvald Benediktsson hjá Brammer segir að vextirnir sem félagið greiði til breska móðurfélagsins séu seðlabankavext- ir og því ekki óeðlilegir. Hann segir að fyrirtækið á Íslandi hafi ekki enn byrjað að greiða lánið til baka þar sem ekki hafi verið forsendur til þess vegna taprekstrar – Brammer á Ís- landi tapaði rúmlega 40 milljónum árið 2013 og nærri 84 milljónum árið 2014. Jóhann segir fyrirtækið muni byrja að greiða vexti til breska móð- urfélagsins á næsta ári. „Sem betur erum við að snúa við rekstrinum.“ Hvort sem Brammer byrjar að skila hagnaði eða ekki mun hluti rekstr- arteknanna alltaf renna upp í lánin við breska móðurfélagið og þar með lækka skattstofn fyrirtækisins. 4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016 Ástríður Magnúsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir BLEIKASLAUFAN.IS Kaupum Bleiku slaufuna #fyrirmömmu ÞÆR HAFA ALLTAF VERIÐ TIL STAÐAR FYRIR OKKUR Húsnæðismál Guðrún Birna Smáradóttir, leigjandi hjá Brynju, hússjóði Öryrkja- bandalagsins, greiðir rúmar hundrað þúsund á mánuði fyrir íbúð hjá hússjóði Brynju en fær engar sérstakar húsnæðisbætur þrátt fyrir að hafa ítrekað sótt um þær. Lögmaður ÖBÍ segir borgina sniðganga dóm Hæstaréttar sem hafi úrskurðað að ekki megi mismuna leigjendum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Öryrkjar sem leigja af Brynju hús- sjóði, fá engar sérstakar húsaleigu- bætur hjá borginni. Þeir sem leigja af Félagsbústöðum borgarinnar fá það hinsvegar. Öryrkjabandalag Íslands hefur verið ósátt við að félagsmönn- um þeirra sé mismunað á þennan hátt og skaut málinu fyrir dóm fyrir hönd Guðrúnar Birnu. Héraðsdóm- ur úrskurðaði að öryrkjar hjá hús- félaginu ættu að fá slíkar greiðslur í apríl í fyrra og Hæstiréttur staðfesti þann dóm í júní. Þrátt fyrir þetta hef- ur Félagsþjónustan ekki breytt fram- kvæmdinni og heldur áfram að synja öryrkjum um sérstakar húsnæðis- bætur.“ „Mér finnst skrítið að fá engin við- brögð og vera ekki virt viðlits þótt hæstiréttur hafi talað í málinu,“ seg- ir Guðrún Birna. „Mig munar um þessa upphæð og ætla ekki að gefa borginni þetta eftir.“ „Félagsþjónustan á að afgreiða málið og óskiljanlegt að hún geri það ekki strax,“ segir Sigurjón Sveinsson, lögmaður ÖBÍ. „Samkvæmt dómi er með því að veita ekki réttinn verið að halda áfram að mismuna fólki þótt dómstólar hafi úrskurðað fram- kvæmdina ólögmæta. Þarna er verið að fjalla um fólk sem á mikla hags- muni undir og er í veikri stöðu fyrir.“ „Þetta er ekkert annað en atlaga gagnvart okkar leigjendum,“ seg- ir Björn Arnar Magnússon, fram- kvæmdastjóri Brynju hússjóðs. „Við erum enn að fá fólk til okkar sem er að framvísa bréfum frá Reykja- víkurborg þar sem því er synjað slík- ar bætur. Margir sóttu um eftir að dómur féll í héraði en beðið var með afgreiðslu þeirra þar til málið fór fyr- ir hæstarétt. Í synjun er oft vísað til félagslegra aðstæðna sem séu of góð- ar en aðstæður eru vel sambærilegar en borgin er að rukka hærri leigu.“ Hann segir að mannréttindaráð borgarinnar ætti að láta málið til sín taka. „Það ætti einungis að horfa til fjárhagsstöðu fólks en ekki hjá hverj- um það er að leigja,“ segir hann. Borgin sniðgengur dóm Hæstaréttar Björn Arnar, framkvæmdastjóri Brynju, vill að mannréttindaráð borgarinnar láti til sín taka. Guðrún Birna Smáradóttir segir skrítið að vera ekki virt viðlits þótt hæstiréttur hafi talað. Kjaramál Flugfélög WOW air hefur ekki enn svarað bréfi Flugfreyjufélags Íslands vegna óánægju félagsmanna um tiltekt í flugvélum félags- ins á áfangastöðum, að því er fram kom í svari upplýs- ingafulltrúa WOW air fyrr í vikunni. Fréttatíminn greindi frá því fyrir viku að nokkur óánægja væri hjá flugfreyjum og -þjónum hjá WOW air vegna fyrirkomulags um að taka til í flugvélum félagsins á áfanga- stöðum. Tilkynnt var um verklagið í lok ágúst og í kjölfarið sendi starfs- fólk WOW air kvörtun til Flugfreyju- félags Íslands. Stéttarfélagið brást við með því að senda flugfélaginu sérstakt er- indi, eins og varaformaður félags- ins, Sturla Óskar Bragason, staðfesti í samtali við Fréttatímann. Í svari upplýsingafulltrúa WOW air, Svanhvítar Friðriksdóttur, seg- ir að ekki standi til að breyta verk- laginu að svo stöddu. Þá ítrekar hún þá meiningu félagsins að verklagið sé hefðbundið hjá lággjaldaflugfé- lögum og jafnframt viðhaft hjá öðr- um íslenskum flugrekanda. Eins og Sturla hefur bent á þá er svipað verklag hjá Flugfélagi Íslands í innanlandsflugi. Þó ekki milli- landaflugi. | vg Flugfreyjur og -þjónar hjá WOW air eru ósátt við að taka til í flugvélum félagsins eftir langt og strangt milli- landaflug. WOW air ekki enn svarað Flugfreyjufélaginu Bresk heildsala notar svipaða fléttu og Alcoa til að fjármagna sig á Íslandi Jóhann Eðvald Benediktsson hjá iðnaðarheildsölunni Brammer segir að vextirnir sem greiddir verða til breska móðurfélagsins séu seðlabankavextir en að fyrir- tækið sé ekki enn byrjað að greiða þá út af taprekstri. Þörf á lagasetningu Fjölmörg lönd sem Ísland ber sig saman við hafa sett lög til að koma í veg fyrir þunna eig- infjármögnun, meðal annars Noregur og Danmörk. Eitt helsta inntakið í lagafrum- vörpum sem eiga að taka á þunnri eiginfjármögnun er að fyrirtæki geta einungis dregið ákveðna hámarkspró- sentu af hagnaði sínum fyrir fjármagnsliði – stundum 25 til 30 prósent – frá skattstofni sínum. Knattspyrna Þó Íslendingar séu komnir með hugann við næsta stórmót, eru Norð- menn enn að reyna að átta sig á því hvernig það gat gerst að Íslendingar yrðu svona góðir í fótbolta. Stærðar umfjöllun birtist í norska dagblaðinu Aftenposten í gær undir fyrirsögnininni „Á Íslandi eru börn með faglega þjálfara frá tólf ára aldri. Hvernig hafa þeir efni á því?“ Rætt er við fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands, Aron Bill Gunnarsson, um hvernig Íslendingum tókst að gera atvinnu- menn í fótbolta að stórútflutnings- vöru. Meðal þess sem Norðmenn furða sig á er að öll börn sem náð hafa 12 ára aldri eigi rétt á þjálfara með UEFA B-próf. Í Noregi stendur yfir algjör nafla- skoðun í fótboltaheiminum. Um- fjöllun Aftenposten er liður í há- værri umræðu sem staðið hefur í allt sumar um hvers vegna Norð- menn eru eftirbátar nágrannaþjóða sinna í íþróttinni. Norðmenn eru í 70. sæti á heimslista FIFA, Svíar í 41. sæti og Danir í 46. | þt Afbrýðisamir Norðmenn HÚH! Norðmenn reyna að skilja hvern- ig Íslendingar hafa náð svona langt í fótbolta. Bætur vegna leitar Lögreglan notar oft fíkniefnahunda við hinar ýmsu aðstæður, svo sem á tónleikum og víðar. Myndin er af vef lögreglu. Lögreglan Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni 120 þúsund krónur í miska- bætur fyrir líkamsleit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um. Maðurinn neitaði að leyfa lögreglu að leita á sér en fíkniefnahundur hafði gefið til kynna að hann gæti haft fíkniefni í fórum sínum. Hann reyndist ekki vera með nein fíkniefni á sér heldur 300 spjöld í nafni borgarasamtakanna Snarrótar, sem eru samtök um borgaraleg réttindi. Samtökin Snarrót hafa mótmælt handahófskenndri líkamsleit lög- reglu á einstaklingum. | vg

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.