Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 07.10.2016, Page 8

Fréttatíminn - 07.10.2016, Page 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016 Eigendur sautján stærstu útgerðanna efnuðust um 38 milljarða króna í fyrra Sautján af tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins greiddu út rúmlega 10 milljarða króna arð í fyrra og en 5.1 milljarð í veiðigjöld. Eiginfjárstaða þessara sautján félaga hækkaði um 28 milljarða á sama tíma. Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja segir ekki nóg að horfa á veiðigjöld fyrirtækisins heldur þurfi að horfa á allar greiðslur þess í ríkiskassann. Miðað við ársreikn- inga sautján stærstu sjávarútvegsfyrir- tækja landsins 2015 námu veiðigjöldin sem þau greiddu rúm- lega þrettán prósent af útgreiddum arði og eiginfjárhækkun sömu fyrirtækja. Veiði- gjöldin námu rúmum fimm milljörðum en fjárhagslegur ávinningur eigenda útgerðanna nam um 38 milljörðum króna. Mynd | Hari Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Arðgreiðslur sautján af tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins í fyrra voru tæplega tvö- falt hærri en þau veiðigjöld sem þessar útgerðir greiddu til ríkisins fyrir fiskveiðiárið 2014 og 2015. Veiðigjöld þessara sautján fyrir- tækja námu rúmlega 5.1 milljarði króna á meðan arðgreiðslurnar út úr þeim námu 10.1 milljarði. Arðgreiðslurnar koma fram í árs- reikningum þessara sautján fyrir- tækja fyrir árið í fyrra og veiðigjöld þessara sautján fyrirtækja fyrir fiskveiðiárið 2014 og 2015 eru birt á vef Fiskistofu. Listinn er byggður upp út frá 20 stærstu kvótahöfum Íslands fyr- ir fiskveiðiárið 2016 til 2017. Árs- reikningar þriggja af stærstu út- gerðunum, Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði, Vísis í Grindavík og Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, eru ekki orðnir opinberir hjá Ríkisskattstjóra og því eru þeir ekki með í úttektinni. Þessi sautján fyrirtæki greiddu rúmlega 66 prósent af þeim 7.7 milljörðum króna sem greiddir voru í veiðigjöld til ríkisins fyrir fiskveiðiárið 2014 og 2015. Veiði- gjöldin voru einungis 7.7 millj- arðar í fyrra eftir að ríkisstjórn Framsóknarf lokksins og Sjálf- stæðisflokksins hafði lækkað því úr 12.8 milljörðum króna fiskveiði- árið 2012 og 2013. Stærsta útgerðarf yr ir tæki landsins, HB Grandi, skilaði mest- um hagnaði og greiddi einnig út mestan arð, rúmlega 2.6 milljarða króna. Síldarvinnslan í Neskaup- stað skilaði næst mestum hagnaði, rúmlega 6.1 milljarði, og greiddi út næst hæsta arðinn, rúma 2.4 millj- arða króna. Næst þar á eftir kom Samherji Ísland ehf. með nærri 3.3 milljarða hagnað og arðgreiðslu upp á nærri 1800 milljónir en tekið skal fram að einungis um þriðjung- ur af starfsemi Samherja er á Ís- landi. Samherji er því langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins þó fyrirtækið sé einungis annað í röð- inni yfir stærstu kvótahafa Íslands. Ávinningurinn sjöfalt meiri Arðgreiðslurnar út úr útgerðar- fyrirtækjunum segja þó einung- is hluta þeirrar sögu um hvernig eigendur þeirra efnuðust á rekstri þeirra árið 2015. Eiginfjárstaða þessara sautján fyrirtækja, eignir þeirra mínus skuldir, efldist nefni- lega um ríflega 28 milljarða króna í fyrra. Þetta þýðir að útgerðarfyr- irtækin sjálf og þar með hluthaf- ar þeirra efnuðust um 28 milljarða króna sem ekki voru greiddir út sem arður heldur urðu eftir inni í fyrirtækjunum. Þannig efnuðust eigendur útgerðarfyrirtækjanna sautján, beint eða óbeint, um samtals rúma 38 milljarða króna í fyrra. Þessi beini og óbeini fjárhagslegi ávinningur eigenda útgerðanna sautján í fyrra er 33 milljörðum krónum hærri, eða rúmlega 7,5 sinnum meiri, en þau veiðigjöld sem þessar útgerðir greiddu í rík- iskassann á fiskveiðiárinu 2014 til 2015. Þannig greiddu eigendur út- Þessi beini og óbeini fjárhagslegi ávinning- ur eigenda útgerðanna sautján í fyrra er 33 millj- örðum krónum hærri, eða rúmlega 7,5 sinnum meiri, en þau veiðigjöld sem þessar útgerðir greiddu í ríkiskassann á fiskveiðiárinu 2014 til 2015. 280cm 98cm 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta L ks ns komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur dagle Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 1-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Fax feni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12- 8 ∙ laug. 11- 6 Frábær verð, smart vöru , góð þjónusta Loksins komnar aftur *leg ings háar í mittinu kr. 5 0 . Tökum upp nýjar vörur dagle a Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mitt nu kr. 5 0 . Tökum pp nýjar vö ur d gl ga Bláu húsin Faxafeni · S. 58 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mitt nu kr. 5 0 . Tökum pp nýjar vö ur daglega ALLTAF Haustið er komið GÓÐ VERÐ TUNIKA KR 5.900 PEYSA KR 8.900 PONSJÓ KR 5.900 RÚLLUKRAGA PONSJÓ KR 8.900

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.