Fréttatíminn - 07.10.2016, Blaðsíða 25
| 25FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016
Tim Kaine og Mike Pence við upphaf sjónvarpskappræðna varaforsetaefnanna.
Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli að Pence hafi staðið sig betur í viðureign
sinni við Kaine en Trump gegn Clinton. Heimildir CNN herma að frekar en að
gleðjast yfir því að Pence hafi bætt eitthvað af þeim skaða sem Trump olli í fyrstu
kappræðum hafi Trump tekið þessum fréttum illa.
bandarískir kjósendur hafa í ár jafn
lítinn áhuga á varaforsetaembættinu
og raun ber vitni. Sérstaklega þegar
haft er í huga að töluverðu máli get-
ur skipt hvort Kaine eða Pence verð-
ur næsti varaforseti Bandaríkjanna.
Valdaminnsta embætti sögunnar
Mikilvægasta hlutverk varaforseta er
enda að vera til taks ef forseti Banda-
ríkjanna fellur frá eða segir af sér,
nokkuð sem hefur gerst níu sinnum
í sögunni. Í ljósi þess að Trump yrði
elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna
næði hann kjöri, og Hillary sá næst
elsti, er þetta hlutverk varaforsetans
nú mikilvægt.
Varaforsetinn er einnig forseti
öldungadeildarinnar og hann getur
greitt oddaatkvæði þar ef fylkingar
eru að öðrum kosti jafnar. Fyrir utan
þetta eru formleg völd varaforseta
engin og lýsti John Adams, fyrsti
varaforseti Bandaríkjanna, emb-
ættinu sem „valdaminnsta embætti
sem mannkyninu hefði nokkru sinni
dottið í hug að skapa.“
Valdameiri varaforsetar
Á síðustu öld tók hlutverk varafor-
setaembættisins hins vegar að breyt-
ast. Samhliða því sem valdsvið for-
setans hefur stækkað og skrifstofa
forsetans þanist út frá því að vera í
raun lítið meira en einn ritari á ofan-
verðri nítjándu öld, í umfangsmik-
ið embættismannakerfi í dag, hefur
embætti varaforsetans vaxið. For-
setaframbjóðendur sem hafa litla
reynslu af gangverki Washington
hafa því valið varaforsetaefni sem
gætu aðstoðað þá við að koma hlut-
um í verk. Walter Mondale, varafor-
seti Jimmy Carter, og George H.W.
Bush, varaforseti Ronald Reagan,
eru góð dæmi, innanbúðarmenn
í þinginu eða stjórnkerfinu, „Was-
hington insiders“, sem gátu bætt
upp reynsluleysi forsetans.
Í dag er varaforsetinn nánasti
samstarfsmaður og ráðgjafi for-
setans í Hvíta húsinu. Hann getur
komið fram fyrir hönd forsetans
á alþjóðlegum vettvangi, er mik-
ilvægasti tengiliður forsetans við
þingið og hann stýrir fjölmörgum
nefndum sem heyra undir forseta-
embættið. Stærstu breytingarnar
á embættinu hafa hins vegar orðið
síðan um aldamót, því sá sem mest
gerði til að færa út valdsvið vara-
forsetaembættisins var Dick Chen-
ey, varaforseti George W. Bush. Í tíð
Cheney, sem margir vildu meina að
réði meira og minna öllu því sem
hann vildi, varð varaforsetaemb-
ættið að nokkurskonar aðstoðarfor-
setaembætti.
Æ róttækari varaforsetaefni
Það er margt sem bendir til þess að
Mike Pence yrði valdamesti varafor-
setinn í sögu Bandaríkjanna, yrði
Donald Trump kjörinn forseti. Don-
ald Trump Jr., elsti sonur Trump,
sem sá um leitina að varaforsetaefni
föður síns, á að hafa lofað væntan-
legum kandídötum að þeir myndu
„hafa yfirumsjón með bæði innan-
ríkis og utanríkismálum“, meðan
Trump myndi einbeita sér að því
að vera talsmaður Bandaríkjanna á
alþjóðavettvangi.
Það er því skiljanlegt að margir
Repúblikanar, sem hafa efasemdir
um Donald Trump, stjórnleysi hans
og stefnumál sem eru oft á tíðum á
skjön við það sem flokkurinn hefur
til þessa fylgt, svo ekki sé talað um
útistöður hans við flokksforystuna,
hafi huggað sig við að Pence hafi
orðið fyrir valinu. Pence er ekki
bara góður og gegn flokksmaður
sem hefur sjaldan gengið gegn vilja
flokksins, heldur hefur hann verið
í miklu uppáhaldi hjá Teboðshreyf-
ingunni. Ólíkt mörgum leiðtogum
flokksins sem hafa vakið reiði gras-
rótarinnar fyrir minnstu viðleitni
til að leita málamiðlana við Obama,
hefur Pence fengið hrós fyrir að
gefa ekkert eftir.
Innmúraður ofstækismaður
Líklega má halda því fram að Pence
sé hægrisinnaðasta varaforsetaefni
í sögu Bandaríkjanna. Fyrir kosn-
ingarnar 2012 sýndi tölfræðigúrúinn
Nate Silver fram á að væru atkvæða-
greiðslur varaforsetaefnis Rom-
ney, Payl Ryan, á Bandaríkjaþingi
bornar saman við atkvæðagreiðslur
annarra varaforsetaefna sem hefðu
setið á þingi frá 1900, kæmi í ljós
að hann væri áberandi íhaldssam-
astur. Silver benti enn fremur á að
varaforsetaefni Repúblikana virtust
hafa færst til hægri síðustu áratugi.
Þannig væri Ryan hægra megin við
Dick Cheney, sem hefði verið hægra
megin við Dan Quayle.
Þetta mynstur hefur haldið
áfram, því Pence er enn íhaldssam-
ari en Ryan. Það sem meira er: Með-
an Pence sat á Bandaríkjaþingi var
hann ýmist einn af allra íhaldssöm-
ustu þingmönnum flokksins eða sá
íhaldssamasti. Ofstækisfólk á borð
við Michele Bachmann og Todd Aik-
in, sem varð frægur í kosningunum
2014 fyrir að velta því fyrir sér hvað
væru raunverulegar nauðganir, „leg-
itimate rape“ og hvað ekki, hafa t.d.
verið með frjálslyndari viðhorf en
Pence.
Það ætti ekki að koma á óvart að
varaforsetaefni Repúblikanaflokks-
ins í ár sé hægrisinnaðra en vara-
forsetaefni flokksins fjórum árum
fyrr, enda hefur flokkurinn færst
æ lengra til hægri síðustu ár, og
fulltrúar hægri jaðarsins í vaxandi
mæli tekið yfir forystuna. Á meðan
Trump er draumakandídat rasista
og jaðarhreyfinga á hægrivængn-
um er Pence draumakandídat
hefðbundnari róttæklinga í grasrót
flokksins, teboðshreyfingarinnar og
sótsvartasta íhaldsins.
Blómabúðadagar
6.-9. október 2016
Líttu við í næstu blómabúð.
Fjölbreytt úrval talandi blóma á frábæru verði.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA