Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 07.10.2016, Síða 44

Fréttatíminn - 07.10.2016, Síða 44
44 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016 „Við kynntumst á seinni önninni á fyrsta ári í MH en síðan samein- uðust borðin sem við vorum við á öðru ári og þá kynntumst við betur,“ segir Steinn Helgi um vin- áttu sína og Didda. „Við vorum á sitt hvoru borði því þau skiptast oft eftir bæjarhlutum. Diddi var úr Kópavogi með Kópa- vogsbúunum og ég var með 101.“ „Þegar við kynntumst föttuðum við báðir hvað við værum ógeðs- lega líkir, bæði útlitslega og með áhugamál. Sömu „konsept“, sömu bíómyndir og svona. Síðan sögðu aðrir: Vá, þið eruð alveg eins! En það er dálítið leiðinlegt núna að ég er krúnurakaður og Diddi er með sítt hár. Þá erum við ekki alveg jafn líkir, eins og kannski sést.“ „Já, við erum ekki alveg ennþá með heyrnartól á höfðinu í plebba- bolum,“ segir Diddi. „Það sem við áttum mest sam- eiginlegt var elektrónísk tónlist og „animate-aðar“ myndir eins og Akira sem er költ-klassík sem við tengdum báðir við.“ „Mig minnir einmitt að þú hafir verið í Akira-bol allt fyrsta árið og ég tók geðveikt mikið eftir því og var bara, vá, ég verð að kynnast þessum gæja,“ bætir Diddi við. „Þegar við erum saman spil- um við bara tölvuleiki og horfum á myndir. Það eru þrjú ár síðan við útskrifuðumst og það er enn alveg eins, geðveikt stabílt, sem er frekar ótrúlegt. Ég er eiginlega ekki í neinu öðru vinasambandi sem er þannig.“ „Við drekkum líka stundum bjór,“ skýtur Diddi inn í. | bg Kynntust með heyrnartól á höfðinu í plebbabolum Steinn og Diddi spila tölvuleiki, horfa á mynd og drekka bjór. Mynd | Rut Steinn og Diddi hafa verið bestu vinir frá því í menntó. Kúahopparinn: Brot úr ferðasögu Frásögn af manndómsvígslu Hamar-ættbálksins. Kúahoppið laðar til sín forvitna túrista í Eþíópíu. Mynd | Kristján Guðjónsson Eftir þrjár vikur af ferða-lagi um austur- og norð-urhluta Eþíópíu, þar sem steinkirkjur og heilagar múslimaborgir bar fyr- ir augu, vorum við komin til suðursins, í Omo-dalinn, svæðis þar sem búa tugir ættbálka. Við þurftum ekki að keyra nema 30 kílómetra frá bænum Turmi, sem minnti helst á smábæ í aust- ur-Evrópu, til Hamar-fólksins, ætt- bálks sem er hvað þekktastur fyrir manndómsvígslur sínar: Nauta- hopp, en þá komast ungir menn í fullorðinna manna tölu þegar þeir hoppa berrassaðir yfir röð nauta, fjórum sinnum í það minnsta. Þegar komið var á áfangastað leið manni eins og maður hefði ferðast aftur í tímann, lifnað- arháttum Hamar-fólksins svipaði ef til vill til íslenskra kotbænda á 19. öldinni, ef ekki frumstæðari. Við stigum út úr bílnum með leiðsögumann okkur við hlið og það fyrsta sem við sáum var verð- andi stjarna kvöldsins, nautahopp- arinn, dálítið stressaður á svip en margs er krafist á stund sem þessari. Mistakist honum hoppin þarf hann að þola fordæmingu og skömm í ár, fram að næstu tilraun. Og nautahopparinn heilsaði túristunum, þessum ókunnugu gestum, vinalega, ánægður með að fjölmennt yrði í veislunni. Allir í móður- og föðurættinni væntan- legir, hér yrði fjölmennt, partíið rétt að byrja. Við gengum í gegnum Hamar- -þorpið og við blöstu strákofar sem minntu á myndir úr barnabók- um og stoppuðum hjá hópi ungra manna sem sátu á hækjum sér og máluðu hvern annan með rauðri og hvítri andlitsmálningu. „Þeir eru búnir að hoppa. Bíða bara eftir að fjölskyldan velji þeim konu til að giftast. Í dag þurfa þeir að hýða kvenkynsskyldmenni þess sem hoppar í dag,“ sagði leiðsögumað- urinn. Skammt frá dönsuðu frænk- ur, systur og ömmur hopparans. „Konurnar sýna ást og væntum- þykja sína á hopparanum þegar ungu mennirnir hýða þær áður en hann hoppar. Því stærri sár og ör, því virðingarmeira, og því ríkari skylda til að gæta þeirra.“ Við gengum að veisluskýlinu og settumst niður með aldursforset- um ættarinnar sem drukku heima- bruggaðan bjór sem mallaði í heit- um pottum. Honum var skenkt í plastfötur sem menn réttu á milli sin og drukku. Við þar með talin. Auðmjúk og þakklát fyrir gest- risnina í okkar garð. Við vorum við feimin við að taka myndir af kurteisi við heimamenn. Þess vegna fylgdi því ákveðin skömm þegar rúta með breska ferðamenn renndi í hlað og út stigu um tutt- ugu manns sem varla heilsuðu veislugestum heldur drógu upp myndavélar og tóku myndir í gríð og erg, jafnvel af þeim sem vildu ekki láta mynda sig. Forðuðust öll önnur samskipti. Og svo hófst fjörið! Frænkur og ömmur færðu sig á veislusvæð- ið, blésu í lúðra og hoppuðu og stöppuðu niður fótum, svo klingdi í bjöllum sem voru bundnar um hendur og fætur þeirra. Á eftir þeim komu karlarnir með svipurn- ar. Allt í einu myndaðist hópur fyr- ir framan sitjandi gestina þar sem karlmennirnir hýddu konurnar sem horfðu ögrandi og uppglennt- um augum til þeirra, biðjandi um hýðingar, og þegar svipan skall á bökin svo blæddi úr sýndu þær engin merki um sársauka. Frekar mátti greina stolt í augum þeirra. Viðkvæmar túristasálir þurftu að taka sig saman í andlitinu og harka þessa skrítnu stund af sér. Vanga- veltur um hvaða merkingu þetta hefði allt saman, hvort þetta væri siðferðilega rétt eða rangt, spruttu upp í hugann en engin bein niður- staða fékkst. Geta ljóshærðir Vest- urlandabúar sett sig í spor frum- stæðra ættbálka í suður-Eþíópíu? Loks tók stundin enda, konurnar stoltar með blóði drifin bök. Þá voru nautin látin laus og þeim hópað saman á miðjan völlinn. Nokkrir ungir karlmenn röðuðu þeim saman, sjö til átta í röð, samsíða, og nautahopp- arinn birtist í öllu sínu veldi – á adamsklæðunum einum saman. Veislugestirnir allir í kring, líklega um hundrað talsins að undanskild- um ferðamönnunum. Kúahopparinn fór af stað. Stökk upp á bak eins nautsins frá jörðu og upp, tiplaði yfir röð nautanna og lenti á báðum fótum hinu megin við. Leikinn endurtók hann sex sinnum og fagnaðarlætin létu á sér kræla. Honum hafði tekist það! Hopparinn orðinn að manni og því skyldi fagnað fram á morgundag. Ættingjar heldu aftur til veislu en túristarnir upp í jeppa, aftur heim á hótel í Turmi. „Konurnar sýna ást og væntumþykja sína á hopparanum þegar ungu mennirnir hýða þær áður en hann hopp- ar. Því stærri sár og ör, því virðingarmeira, og því ríkari skylda til að gæta þeirra.“ 29374 Á morgun opnar tehús á Granda- garði 1 sem ber nafnið Kumiko en um japanskt tehús er að ræða þar sem boðið verður upp á allskyns te og aðrar marglitar kræsingar. Svissneska listakonan Sara Hochuli kom fyrst til landsins árið 2009 þegar hún fór á Iceland Airwaves en nú hefur hún flust búferlum til Reykjavíkur og opn- ar tehúsið. „Við ferðuðumst við um landið og urðum bara ástfangin af Ís- landi. Fengum þá hug- mynd að það væri gaman að opna tehús hér því Íslendingar virðist vera opnir fyrir svona nýjungum.“ Hochuli rekur nú þegar sam- bærilegt tehús í Sviss sem ber nafnið Miyuko. Kumiko verður á Grandagarði, á hafnarsvæðinu þar sem sprottið hefur upp mikið líf og menning á undanförnum árum, en margir listamenn eru þar með vinnustof- ur sínar, auk kaffihúsa og ísbúð- ar, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég get lofað því að þetta verður litríkasti staðurinn á hafnarsvæðinu og við verðum með tuttugu mismun- andi tegundir af tei. Síðan verða allskonar kökur í boði, sumar í mangastíl. Svo verður kaffi svo sem líka á boðstólum en við vinnum saman með Reykjavík Roasters.“ | bg Japanskt Manga-tehús opnar á Granda Yfir 20 tegundir af tei og marglitar kökur. Svissneska listakonan Sara Hochuli opnar á morgun tehús á Grandagarði.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.