Fréttatíminn - 07.10.2016, Síða 48
Plata
Söngkonan Solange Know-
les hefur sent frá sér nýja
plötu, A Seat at the Table, og
má þar hlýða á nokkra góða hittara
eins og Cranes in the Sky, Mad ft. Lil
Wayne og Don’t touch my hair. Mynd-
böndin með tveimur fyrrgreindu lög-
unum hafa fengið mikla athygli fyrir
frumleg- og flottheit.
Rigning
Eftir sumarlega daga, hita
og sól hefur rigningin
ákveðið að koma í heim-
sókn til landsins. Síðustu daga
hefur rignt meira en lands-
menn fengu að venjast í sumar en jamm og
jú, þannig er það. Regnhlífar eru gott svar
við þessu. Við skulum vinna meira með töff
regnhlífar á næstunni.
Konfektmoli
Nýr konfektmoli frá Síríus súkkulaði í
konfektkassanum. Fylltur með mjúk-
ri saltkaramellu sem bráðnar í munni.
Óþarfi að bíða til jóla. Út í búð
núna, slengjum konfektkass-
anum á afgreiðsluborðið
og hökkum það í okkur á
meðan gengið er frá
greiðslu.
NÝTT
Í BÆNUM
Tölum um …
… kosningar
Adda Þóreyjardóttir
Smáradóttir
Af hverju er kosningaþátttaka
ungs fólks svona dræm? Getum
við kennt unga fólkinu um það
eða er þetta sameiginleg ábyrgð
þjóðfélagsins. Er ekki nauðsynlegt
að sameinast í því að auka áhuga
ungs fólks á pólitík og kenna því
að nota röddina sína.
Nína Hjálmarsdóttir
Á kjördag fara foreldrar mínir í sitt
fínasta púss og hafa miðlað því til
mín. En þegar ég ber mig saman
við flesta jafnaldra mína í Ráðhús-
inu, finnst mér ég vera út úr, svona
of hátíðleg í hælum með varalit.
Kári Ólafsson
Elínarson
Samfélagið hefur gott af fleiri
kosningum en þær geta kostað sitt
í núverandi mynd. Ég sé framtíð
þar sem öruggt internet mun auka
þátttöku í rafrænum kosningum
og minnka kostnað mikið.