Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 29.10.2016, Side 2

Fréttatíminn - 29.10.2016, Side 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016 Stjórnmál Jeb Bush, Mitt Romney, Teboðshreyfingin og fréttastofa bandarískra skot- vopnaeiganda eiga það sameig- inlegt að tengjast með einum eða öðrum hætti auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu fyrr í vikunni. Lögmenn og ráð- gjafar sem hafa unnið fyrir, eða vinna fyrir, vogunarsjóði hér á landi, segjast ekki kannast við auglýsinguna. Þeir segja hana varla þjóna neinum hagsmun- um nema þá helst stjórnmála- manna. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Auglýsingin birtist í Morgunblað- inu á fimmtudaginn og í gær og var lögð heil síða undir. Mynd af Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra, prýddi auglýsinguna en í textanum er vikið að Sturlu Pálssyni, starfs- manni seðlabankans, vegna um- fjöllunar um hann í Kastljósi. Und- ir auglýsinguna skrifar svo Andrew Langer, formaður bandarísku hug- veitunnar, Institute for Liberty (IFL). Hugveitan stofnaði nokkuð sem heitir Iceland Watch, þann 9. ágúst síðastliðinn, og virðist tilgangurinn vera sá að fylgjast með afléttingu hafta til hagsbóta fyrir vogunar- sjóði. Fréttatíminn hefur heimildir fyr- ir því að starfsmaður fjölmiðlafyr- irtækisins Mentzer Media Services hafi keypt auglýsinguna í Morgun- blaðinu. Fyrirtækið er eitt stærsta fjölmiðlafyrirtækið þegar kemur að pólitískum áróðri fyrir fram- bjóðendur Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, en fyrirtækið starfaði fyrir Mitt Romney í for- setakosningunum árið 2012 og vakti landsathygli fyrir. Síðast starf- aði fyrirtækið fyrir Jeb Bush í for- vals-kosningabaráttu Repúblikana- flokksins. Andrew Langer varð áberandi í bandarískum stjórnmálum upp úr 2010 en hann var virkur í Te- boðshreyfingunni þar í landi. Hans helsta baráttumál var aftur á móti að berjast gegn hlutleysi á internetinu, það er, hann vildi að fjar skipta fyr ir tæki mættu hægja á interneti þeirra sem borguðu ekki hærra verð fyrir. Andrew hefur svo verið fastagestur í fréttaveitu lands- samtaka skotvopnaeiganda í Banda- ríkjunum, NRA News. Ekki fer þó mikið fyrir þeirri hugmyndafræði er varðar net-hlut- leysi, þegar farið er á Twitter-síðu Iceland-watch, sem virðist styðja Pírata hvað mest. Í raun er varla fjallað um annað á Twitter-síðunni en Pírata og Framsóknarflokkinn. „Það þjónar ekki hagsmunum eins eða neins að reka svona mál í fjölmiðlum. Ég þekki ekki ástæð- una, eða tilganginn né skil ég hags- munina sem liggja að baki þessu. En við tengjumst þessu ekki með neinum hætti,“ segir lögmaðurinn Pétur Örn Sverrisson, sem gætir hagsmuna tveggja vogunarsjóða hér á landi. Sömu sögu segja ráðgjafar sem Fréttatíminn ræddi við. Einn sagði vogunarsjóði ekki hagnast á svona umræðu. Það gerðu stjórnmála- menn aftur á móti. Benti hann þá á að þeir einu sem virtust vekja athygli á auglýsingunni, væru ráð- herrar og þingmenn Framsóknar- flokksins. Svo virðist sem IFL hafi engar tengingar við vogunarsjóði, en heilmikil tengsl við bandarísk stjórnmál á hægri vængnum. Seðla- bankastjórinn fundaði um málið í gærmorgun í Stjórnarráðshúsinu. Sagði hann í viðtali við RÚV á eftir að auglýsingin stæðist enga skoðun. Vogunarsjóðir kannast ekki við auglýs- inguna, en þeir sem standa á bak við hana hafa ríkari tengsl við bandarísk stjórnmál en alþjóðlega vogunarjóði. Dularfull auglýsing nátengd Repúblikönum og teboðshreyfingunni Auglýsingin tengist frægum stjórnmálamönnum og teboðshreyfingunni. Mannréttindamál Hælisleitandi frá Alsír var rekinn úr húsnæði Reykjavíkurborgar fyrir að brjóta húsreglur og vísað á gisti- skýlið. Arndís Gunnarsdóttir hjá Rauða krossinum segir að hælisleitendur verði að fá skýr- ari aðvaranir áður en þeir eru sendir á götuna. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Mustapha Sebaa, eða Jamal, eins og hann er kallaður hefur fengið að gista á sófum hjá ókunnugu fólki að undanförnu. Hann er 34 ára og segist hafa yf- irgefið heimaland sitt árið 2004. Síðan hafi hann verið á flótta, með- al annars á Írlandi og Grikklandi. Hann sótti um hæli á Íslandi fyrir sex mánuðum og hefur á þeim tíma verið fluttur milli fimm mismun- andi búsetuúrræða á höfuðborgar- svæðinu. Fyrst um sinn dvaldi hann í móttökustöð Útlendingastofnunar, því næst í Arnarholti á Kjalarnesi, og svo í húsnæði fyrir hælisleitend- ur á vegum Reykjavíkurborgar. Þar fékk hann áminningu fyrir að vera með gesti. Fyrir þremur vikum var honum svo vísað úr húsnæðinu fyr- ir að hafa brotið húsreglur. Jamal segist hafa verið beðinn um að yfir- gefa staðinn samstundis. „Fulltrúi Reykjavíkurborgar sagði að ég mætti ekki búa þarna lengur og að leigubíll biði eftir mér. Bílstjórinn skutlaði mér til félagsmálayfirvalda og þar var mér vísað á gistiskýli fyrir heimilis- lausa. Ég stóð því bara úti í grenj- andi rigningu, ekki einu sinni með strætókort.” Arndís Gunnarsdóttir lög- fræðingur hjá Rauða krossinum segir slík atvik færast í aukana, að hælisleitendum sé vísað úr húsnæði á vegum Útlendingastofnunar fyrir brot á húsreglum. „Við höfum far- ið fram á það við Útlendingastofn- un að fólk fái formlega og skriflega viðvörun áður en því er vísað út. Okkur þykir ljóst að hælisleitendur gera sér ekki grein fyrir afleiðing- um þess að brjóta reglurnar. Við viljum að við séum látin vita þegar slíkar aðvaranir eru veittar því við erum í góðu sambandi við okkar skjólstæðinga og getum aðstoðað við að láta hlutina ganga upp. Oft áttar fólk sig ekki á því að það á á hættu að vera rekið úr húsnæði fyrir að brjóta húsreglur og leitar til okkar eftir að það er komið á götuna. Við búum á Íslandi og það er allt annað að vera á götunni hér en í Suður-Evrópu.“ Jamal var vísað úr húsnæði Reykja- víkurborgar fyrir hælisleitendur fyrir brot á húsreglum. Honum var bent á að fara í gistiskýli fyrir heimilislaust fólk. Mynd | Hari Hælisleitanda vísað í gistiskýlið Skólamál Vilja vita hvaða náms- greinar megi missa sín Kennarasamband Íslands hefur óskað eftir skýringum á ummæl- um Áslaugar Örnu Sigurbjörns- dóttur ritara Sjálfstæðisflokksins um að það megi stytta skólanám enn frekar. Minnt er á að stytting fram- haldsskólanna um eitt ár hafi ver- ið harkalega gagnrýnd af forystu kennara og talin rýra innihald námsins. Nú vill kennaraforystan vita hvaða skólstig eigi að stytta og hversu mikið og hvaða kennslu- greinar flokkurinn telji að megi missa sín? Orðrétt segir Áslaug Arna í viðtali í krakkafréttum á RÚV. „Við erum búin að stytta hann um eitt ár og ég held að við megum stytta hann um fleiri ár. Af því að heimurinn er fullur af fólki og peningum og alls konar, en við eigum ekkert nógan tíma.“ | þká Landbúnaður Eitt stærsta útgerðarfélag landsins verður einn stærsti mjólkurframleið- andi landsins í stærsta fjósi Íslands Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes hefur síðastliðin ár verið að koma sér upp stærsta kúabúi og fjósi landsins, Flatey í Austur- Skaftafellsssýslu, og er það nú metið á tæplega 1200 milljónir króna í árs- reikningi fyrirtækisins sem rekur það. Tæplega 50 milljón króna tap var á rekstrinum í fyrra sem ekki er skrít- ið þar sem fram- kvæmdir hafa staðið yfir við kúa- búið. Fjósið er 106 metra langt og er pláss fyrir 300 kýr. Skinney, sem er eitt stærsta og öflugasta útgerðarfélag landsins, verður fyrir vikið einn stærsti mjólkurframleiðandi landsins. Ætlunin hjá útgerðarfélaginu er að tvöfalda mjólkurframleiðsluna úr einni milljón lítra og upp í tvær milljónir lítra. Uppbygging fjóssins er enn eitt dæmið um það á liðnum árum að útgerðarfyrirtæki á Íslandi færi sig yfir í annan rekstur en fiskveiðar sam- hliða þeim. | ifv Kúabú Skinneyjar metið á 1200 milljónir 3l. 10kg. FÖRUM VARLEGA INN Í VETURINN byko.is 5 eða 25kg.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.