Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 29.10.2016, Page 6

Fréttatíminn - 29.10.2016, Page 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016 CLAUDIE: „Það hefur oft verið talað um að íslenska sé lykill að íslensku samfélagi. Þó að íslensku- kunnátta sé afar mikilvæg, get ég ekki tekið undir að hún sé „lykill að íslensku samfélagi“, því það er mikil einföldun á raunveruleik- anum. Ég tel að íslenska sé ein af mörgum hindrunum sem innflytj- endur þurfa að yfirstíga,“ segir Claudie Wilson, lögfræðingur hjá Rétti. Claudie flutti til Íslands árið 2001 frá Jamaica og kýs nú í fjórða sinn til Alþingis. Hún telur sér- staklega mikilvægt að flokkarnir kynni sér það sem brennur á inn- flytjendum, með því að tala meira VIÐ innflytjendur og minna UM innflytjendur. Sjálfri eru henni at- vinnu- og menntamál sérstaklega hugleikin. „Samkvæmt ársskýrslu OECD er atvinnuþátttaka innflytjenda í OECD ríkjum hvergi meiri en á Ís- landi, en hér er hún rúmlega 84%. Enn þann dag í dag fær fólk af er- lendum uppruna þó oft ekki starf við hæfi. Ýmis tilfelli eru um tann- lækna, lögfræðinga og fólk með ýmsar doktorsgráður í láglauna- störfum og ég held að við getum öll verið sammála um að þetta sé ekki góð nýting á mannauði. Eru flokkarnir reiðubúnir til þess að setja viðurkenningu á menntun innflytjenda meðal sinna forgangs- mála?“ Claudie telur einnig mikilvægt að verðandi ríkisstjórn tryggi að nýrri þingsályktun um fram- kvæmdaáætlun í málefnum inn- flytjenda verði fylgt eftir. „Áætlun- in, sem var samþykkt í september, er byggð á grundvelli laga um málefni innflytjenda og á að stuðla að því tryggja jöfn tækifæri allra landsmanna, óháð einstaklings- bundnum þáttum og aðstæðum. Framkvæmdaáætlunin gildir til fjögurra ára og miðar við ráðstöf- un á 25 milljónum kr. á ári. Lög- gjöfin um bann við mismunun er mikilæg í þessu sambandi. Á Norð- urlöndum er alls staðar að finna heildstæða jafnréttislöggjöf sem byggir á tilskipunum Evrópusam- bandsins um jafnrétti án tillits til kynþáttar eða þjóðernisuppruna og jafnrétti í atvinnulífi og starfi. Ísland hefur enn ekki innleitt þessar tilskipanir, þrátt fyrir að Evrópunefnd gegn kynþáttamis- rétti hafi mælst til þess í skýrslu sinni um Ísland árið 2012. Þá hefur Ísland hvorki undirritað né fullgilt 12. viðauka við mannréttinda- sáttmála Evrópu, sem mælir fyrir um almennt bann við mismunun. Ég tel að þörfin fyrir innleiðingu þessara tilskipana og fullgildingu 12. viðauka sé mæta mikil. Að mínu mati er það nauðsynlegt að innleiðing þeirra verði gerð að forgangsmáli hjá verðandi ríkis- stjórninni, enda nauðsynlegt að löggjöfin sé samrýmanleg fram- kvæmdaáætluninni til að tryggja að hún verði sem skilvirkust.“ Þarf að banna mismunun með lögum Ísland kemur ákaflega illa út í samantekt MIPEX, Migrant integration policy index, fyrir árið 2015. Innflytjendastefna 38 landa er könnuð og Ísland lendir í 23. sæti ásamt Ungverjalandi og Tékklandi. Ekkert Vestur-Evrópuland lendir neðar en Ísland á listanum. Þau lönd sem við berum okkur helst saman við eru öll ofar á listanum. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Noregur og Finnland raða sér í efstu sætin ásamt Portúgal og Nýja Sjá- landi. Langvarandi áhrif Þjóðarflokksins á innflytjendastefnu lækkar Danmörk á listanum. En samt ekki nógu mikið til að ýta Danmörku jafn langt niður og Ísland. Einkunn Íslands er um tveir þriðju af meðaleinkunn Norðurlandanna. Ísland er næstum álíka langt á eftir Norðurlöndun- um í innflytjendastefnu og Tyrkland er að baki Íslandi. 1 Svíþjóð 78 2 Portúgal 75 3 Nýja Sjáland 70 4 Finnland 69 - Noregur 69 6 Kanada 68 7 Belgía 67 8 Ástralía 66 9 Bandaríkin 63 10 Þýskaland 61 11 Holland 60 - Spánn 60 13 Danmörk 59 - Ítalía 59 15 Lúxemborg 57 - Bretland 57 17 Frakkland 54 18 Suður Kórea 53 19 Írland 52 20 Austurríki 50 21 Sviss 49 22 Eistland 46 23 Tékkland 45 - Ungverjaland 45 - Ísland 45 - Rúmenía 45 27 Grikkland 44 - Japan 44 - Slóvenía 44 30 Króatía 43 31 Búlgaría 42 32 Pólland 41 33 Malta 40 34 Litháen 37 - Slóvakía 37 36 Kýpur 35 37 Lettland 31 38 Tyrkland 25 Heildareinkunn landa samkvæmt vísitölu yfir innflytjendastefnu, Migrant integration policy index, fyrir árið 2015. Stjórnmálaþátttaka 67 8. sæti Ísland stendur sig best í samanburði við önnur lönd þegar kemur að stjórnmála- þátttöku. Þar er bæði átt við formleg réttindi og aðgengi fólks að ákvarðana- töku og síðan þátttöku fólks af erlendum uppruna í stjórnmálastarfi. Að þessu leyti stendur Ísland betur en Danmörk. Dvalarleyfi 62 16. sæti Það er snúnara fyrir útlendinga að fá dvalarleyfi á Íslandi en í flestum nágrannalöndum, samkvæmt MIPEX. Við skerum okkur þó ekki svo úr. Það er til dæmis erfiðara að fá dvalarleyfi í Frakklandi, Sviss og Írlandi, svo dæmi séu tekin. Ríkisborgararéttur 53 17. sæti Það er yfirleitt erfiðara fyrir erlent fólk að fá ríkisborgararétt á Íslandi en í nágrannalöndunum, en ekki svo mikið. Við erum á eftir, en ekki svo langt. Það er til dæmis ekki auðveldara að fá ríkis- borgararétt í Noregi. Ekki góð í aðlögun Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Um 36 þúsund íslenskir ríkisborgar- ar búa erlendis. Þeir geta haldið kosningarétti sínum. Á Íslandi búa á móti um 27 þúsund manns með erlent ríkisfang. Það fólk hefur fær ekki að kjósa í Alþingiskosningum þótt það hafi til þess aldur, aðeins til sveitastjórna. Yfir 50 þúsund manns hafa erl- endan bakgrunn á Íslandi. Þar af eru um 32 þúsund innflytjendur og rúmlega 4 þúsund börn innflytj- enda fædd á Íslandi. Auk þessa eiga rúmlega 16 þúsund Íslendinga ann- að foreldri erlent. Fyrir 20 árum voru innflytjendur og börn innflytjenda um 2 prósent af íbúum landsins. Í dag telur þessi hópur 11 prósent landsmanna. Það er því ef til vill ekki að undra þótt Íslendingar standi sig illa gagnvart réttindum innflytjenda. Það er stutt síðan að innflytjend- ur voru fámennur hópur og rödd hans heyrðist illa. Á skömmum tíma hefur hópurinn stækkað og ágall- ar veikrar lagasetningar og van- geta helstu stofnanna koma æ bet- ur í ljós. Ísland stendur langt að baki ná- grannalöndunum í móttöku flótta- manna. Hingað koma hlutfallslega fáir flóttamenn og hælisleitend- ur, en miklum mun lægra hlutfall þeirra fær hæli eða varanlegt dval- arleyfi. Aðeins Pólland, Ungverja- land, Lettland og Liechtenstein vísa fleirum frá en Íslendingar. En meginþorri innflytjenda kem- ur hingað af öðrum ástæðum. Til að innflytjendur geti verið virkir í sam- félaginu, notið sömu þjónustu og aðrir og lagt jafnt til, þarf að aðlaga þjónustu helstu stofnana að þörf- um þessa fólks. Það er langt í land með að svo sé á Íslandi, samkvæmt úttekt MIPEX, Migrant integration policy index. Lög sem vernda ættu fólk af erlendu bergi brotið eru veik, stofnanir vanbúnar að veita því þjónustu og lítið gert til að verja það mismunun. Innflytjendur: Afskiptur hópur með veik réttindi Einhver gæti sagt að málefni innflytjenda hefðu blessunarlega ekki verið til umfjöllunar í kosningabaráttunni. En málefni innflytjenda eru brýn mannréttindamál sem ættu að vega þungt í stjórnmálaumræðunni og það er ekki gott ef við forðumst að ræða þau af ótta við heimsku og illsku hinna fordómafullu. Partýbúðin - Faxafeni 11 - s. 534-0534. Opið virka daga 10-18, laugard. 11-17 og sunnud. 12-16. Finndu okkur á Facebook Vid eigum þþurris til solu Opid i dag fra kl. 11 -20

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.