Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 29.10.2016, Side 18

Fréttatíminn - 29.10.2016, Side 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016 sem hafi bjargað þessu hafi verið hversu skýran strúktúr við settum. Segi ég kennarinn,“ segir Þórdís og hlær. „Við vorum með mjög skýr mark- mið og við gerðum öllum það ljóst strax í byrjun að þetta væri ekki frí. Við vöknðuðum snemma og byrjuðum alla daga á því að kenna hvert öðru spænsku. En það var aldrei neinn einn kennari því við vildum brjóta niður þetta hefð- bundna valdafyrirkomulag. Litlu strákarnir áttu líka að kenna og allir lærðu saman. Við vorum líka öll jafn léleg í spænsku svo það var fínt,“ segir Þórdís og hlær. „Við þau eldri skipt- umst svo á að taka litlu tvo í einhverskon- a r ken nslu. Annars vegar að læra eitthvað sem sá fullorðni var sterkari í og svo hins vegar að reyna að elta það sem þeir höfðu sjálfir áhuga á að gera. Við höfum alltaf lagt áherslu á matartím- Þorri, 7 ára „Ég vissi ekkert um Mexíkó þegar ég fór, ég vissi að það hét Mexíkó og að það væri heitt. En ég var ekkert að pæla í því.“ „Á morgnana þá byrjuðum við alltaf á að leika okkur á spænsku og það var mjög gaman. Svo var gaman að ganga hátt upp í fjöllin með Kára. Það var engin snjór en mjög mikið af blómum og brúnni möl. Einu sinni sáum við gamlan mann með hund og exi. Og einu sinni datt Flóki á kaktus og öskr- aði svo hátt að það komu verka- menn og hjálpuðu honum að taka nálarnar úr. Hann fékk fullt af rauðum doppum. Maturinn var geðveikur. Vin- kona okkar kom stundum og kenndi Kára að elda en í Mexíkó elda strákar ekki svo hún fór pínku að hlæja. En ég bjó oft til djús og ég lærði líka að gera ískaffi.“ ana hér heima en þeir urðu miklu lengri í Mexíkó. Við eyddum góð- um tíma í að fara á markaðinn og velja matinn og það var mikil samvera í eldhús- inu. Allir komu meira að matargerðinni og svo var setið og borðað í róleg- heitum. Svo var mjög mik- ið lesið og á kvöldin vorum við með kvöldvök- ur í stað þess að horfa á sjónvarpið. Það voru alltaf allir saman og oft sýndu strákarnir okk- ur hvað þeir höfðu gert um daginn, myndir eða sögur. Svo enduðum við alltaf á kvöldsögu, lásum til dæmis allar Narníu- -bækurnar, Uppvöxt Litla Trés og fleira skemmtilegt. Það var pínu kalt á kvöldin svo við kveiktum oft upp í arninum,“ segir Þórdís. „Ég bjóst líka alveg við smá cabin-fever en það var alls ekkert þannig. Auðvitað kom fyrir að ein- hver varð pirraður en það var ekk- ert rifist. Það tók svona viku fyrir okkur að átta okkur á stöðunni sem Flóki, 9 ára Hvernig var að vera í skóla heima? „Það var gaman. Mamma er kennari svo hún kann að kenna. Það var skemmtilegast að læra um gríska goðafræði með Vasilis.“ „Maturinn í Mexíkó var rosalega góður en það var rosalega heitt. Strákar eru aldrei með sítt hár í Mexíkó og strákar með sítt hár mega ekki fara í skóla.“ Var erfitt að sleppa tölvuleikjum? „Nei þar var miklu skemmtilegra að vera úti að leika okkur og skoða. Það var skemmtilegt að heimsækja Oaxaca og ég teiknaði mjög mikið. Ég vildi að það mætti taka mat með í skólann á Íslandi, að það mætti vera meiri teikning og meiri íþróttir. Svo langar mig ekki að hafa skólann hvítan og kössóttan. Ég mundi vilja hafa hann skrítinn í laginu og nota fleiri liti, eins og til dæmis bleikan.“ Oaxaca héraðið er þekkt fyrir ríka menn- ingararfleifð sína og má sjá litríkt handverk á hverju götuhorni þorpanna. Frumburðurinn Eyja gerir heimavinnuna á meðan gríski kærastinn Vasilis spilar á gítar. við vorum í, stilla saman strengi, finna sameiginlegt tempó og bara vera í núinu. Maður datt allt í einu í þennan gír sem maður reynir að fálma eftir heima með því að hlaupa í jóga í korter á milli Bónus- -ferða eða lesa bók um mínímalísk- an lífstíl,“ segir Orri og hlær. Skapandi skólastarf Fyrir utan að klippa á neyslu- kapphlaupið, njóta samveru fjöl- skyldunnar og prófa nýjar leiðir að námi var einn tilgangur ferðarinn- ar að skapa innlegg í umræðu um menntamál. Allskyns hugmyndir í samstarfi við listhúsið Mengi eru að þróast í tengslum við það. „Það er ánægjulegt að sjá að umræðan er að verða háværari og að flott ver- kefni á borð við Biofiliu hafa orðið að veruleika,“ segir Orri. „Eitt af því sem við erum að gera núna með Mengi er að vinna úr efninu sem skapaðist því hugmyndin var alltaf að halda sýningu á ljósmyndum og annari myndlist sem varð til á þessum tíma. Núna þegar við höf- um fengið tíma til að melta efnið betur langar okkur líka að vera með vinnusmiðjur með krökkum, bæði ungum börnum og krökkum sem hafa flosnað upp úr framhalds- skóla, í Mengi á næstunni. “ „Ég held að jarðvegurinn sé mjög frjór fyrir breytingar í menntakerf- inu eins og er,“ segir Þórdís. „Nýju námsskrárnar bjóða upp á mun meiri sveigjanleika en áður. Í sam- anburði við mörg nágrannalönd er námsskráin hér mjög flott og kennarar fá töluvert frelsi. Vanda- málið er hvað álagið á kennara er mikið og hvað launin eru enn lág.“ Stór hluti námsins fólst í því að ganga á fjöll og læra um dýr og plöntur. Hér mundar Þorri heimasmíðaða bogann sinn. Yfirdráttur og vöðvabólga Aðspurð um það hvernig gangi svo að detta aftur í íslensku rútínuna eftir slíkt ferðalag horfa Þórdís og Orri á hvert annað og byrja að hlæja. Var erfitt að yfirgefa Mexíkó? „Nei, en það var erfitt að koma heim“, segir Orri án þess að hugsa sig um. „Ég var alls ekki búinn und- ir það að koma til baka. Þarna vor- um við með rými til að hugsa um hlutina og nálgast þá á allskonar vegu. Tíma til að skoða lífið í stærra samhengi í stað þess að vera eins og hamstur í hjóli. En korteri eftir að við lentum vorum við komin með bílaleigubíl, yfirdrátt og vöðva- bólgu. Þetta var algjör brotlending, andleg brotlending í reykvískum raunveruleika,“ segir Orri og nú fer Þórdís aftur að hlæja. „Nei í alvöru,“ segir Orri, „það er bara eitthvað við þessa blessuðu þjóðarsál sem er svo rosalega rangt. Það er svo gegndarlaus efn- ishyggja, einstaklingshyggja og lítil samfélagsvitund í gangi hérna og mér finnst það erfitt. Það eru alls- konar smáatriði úr ferðinni sem hafa blætt yfir í daglega lífið núna. Eitt af því er að losna við þennan tækjafókus og það gerðist bara eðli- lega, við þurftum ekkert að berja í borðið. En rútínan er mjög gleyp- andi og ég er ennþá að glíma við það, að lenda ekki aftur í aðstæð- unum sem við vorum að forðast.“ „Með því að fara í þetta ferða- lag langaði okkur til að vera góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar,“ segir Þórdís. „Það þarf visst hug- rekki til að taka sénsinn og flytja með sjö manna fjölskyldu. Með því að taka þetta skref langaði mig til að sýna krökkunum okkar hvaða gildi við leggjum áherslu á í lífinu, hvað okkur finnist mikilvægt. Okk- ur finnst þau mikilvæg. Við erum til í að eyða tíma með þeim af því að þau skipta okkur máli, frekar en að eiga flottan bíl eða eitthvað álíka. Svo vildum við líka sýna þeim að það er hægt að brjótast út fyr- ir rammann ef maður vill. Það er hægt taka stjórnina og velja að lifa lífinu allskonar og ég vill að þau fái það veganesti.“ „Í samanburði við mörg nágrannalönd er náms- skráin hér mjög flott og kennarar fá töluvert frelsi. Vandamálið er hvað álagið á kennara er mikið og hvað launin eru enn lág.“ Leiguheimili eru byggð á lögum um almennar íbúðir. leiguheimili.ils.is Dreymir þig um lægri leigu? Stígðu fyrsta skrefið og hjálpaðu okkur að meta þörfina fyrir fleiri Leiguheimili Leiguheimili er nýtt kerfi að danskri fyrir- mynd sem gerir meðaltekjufólki kleift að komast í 20–30% lægri langtímaleigu. Kíktu inn á leiguheimili.ils.is og skráðu þig á póstlistann. Við munum senda þér fréttir af framvindu verkefnisins. Segðu okkur í leiðinni hvar þú vilt búa og hversu marga fermetra þú þarft.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.