Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 29.10.2016, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 29.10.2016, Qupperneq 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 29. október 2016 Eitt eldfimasta myndlistar- verk í sögu Norðmanna, var sett upp í Frogner-garðin- um í Osló fyrir tveimur árum í tilefni af 200 ára af- mæli norsku stjórnarskár- innar. Verkið var endurgerð á hinu svokallaða Kongó- -þorpi sem reist var á sama stað hundrað árum áður, á 100 ára afmæli stjórnar- skrárinnar. Tromsö, Jens J. Hjort, skrifaði á dögunum um þöggunina í norsku samfélagi á meðhöndlun Norð- manna á Sömum í aldanna rás. Á myndinni sést fulltrúi norska ríkis- ins taka höfuðmál af móðurömmu Hjort, sem var Sami. Mælingin var liður í að sanna þá kenningu að Samar væru líkamlega afbrigðileg- ir og vanþroskaðir. Í greininni sem Hjort skrifar í Nordlys, segir hann ljósmyndina hafi verið vendipunkt í sinni bæjarstjóratíð. Hann hafi byrjað embættistíð sína á að bregð- ast Sömunum á svæðinu en eftir að hann sá ljósmyndina varð honum ljóst að hann yrði að beita áhrifum sínum til að berjast fyrir verndun menningar þeirra og tungumáls. Hann segir tímabært að vinda ofan af mismunun Samanna og veita þeim þann sess í þjóðfélaginu sem þeir eiga skilið, meðal annars með því að tryggja að menningararfur þeirra glatist ekki. Hann nefndi ný- leg dæmi úr skólakerfinu í Tromsö af mismunun Sama. Voru það nem- endur bæði við háskólann í Tromsö og barnaskóla í bænum sem lýstu linnulausri stríðni sem þeir urðu fyrir vegna þess eins að þeir voru Samar. Nemendurnir þorðu ekki lengur að koma í Sama- -fötum í skólann, þeir urðu fyrir ofbeldi og fengu að heyra niður- lægjandi Sama-brandara á hverj- um degi. Hjort lýsir mótlætinu sem hann mætti meðal sinna eig- in flokksmanna, eftir að hann fór að beita sér fyrir málefnum Sama. Hann lýsir rótgrónu viðhorfi sem þurfi að vinda ofan af með því að líta á Sama-kúltúrinn sem auðlind en ekki byrði. Furðuverur í dýragörðum Lifandi norskir Samar voru fyrst sýndir sem furðufyrirbæri af sýn- ingarstjóranum William Bullock í London árið 1822. Þá voru hjón- in Jens og Karen Thomasen Holm frá Röros til sýnis ásamt kornung- um syni þeirra og tólf hreindýrum í Natural History and Pantherion – eða Egyptian Hall, sem Bullock hafði opnað tíu árum áður. Sama- sýningin vakti gríðarlega lukku og laðaði að sér 58 þúsund gesti. Markaði hún upphaf hundrað ára tímabils þar sem Samar voru sýnd- ir í dýragörðum og fjölleikahúsum. Einnig voru þeir vinsæl sýningar- fyrirbæri á svokölluðum heimssýn- ingum sem ruddu sér til rúms um 1889, og haldnar voru af nýlendu- herrum víða um heim. Þá voru Samarnir hafðir í fullum skrúða í litríkum þjóðbúningum sínum, með hreindýrahjarðir sér við hlið. Talið er að fleiri hundruð Samar hafi verið sýndir sem furðuverur á slíkum samkomum. Eitt eldfimasta myndlistarverk í sögu Norðmanna, var sett upp í Frogner-garðinum í Osló fyrir tveimur árum tilefni af 200 ára afmæli norsku stjórnarskárinnar. Verkið var endurgerð á hinu svo- kallaða Kongó-þorpi sem reist var á sama stað hund- rað árum áður, á 100 ára afmæli stjórnarskrárinnar. Endurgerð Kongó-þorpsins var verk listamannanna Mohamed Ali Fadlabi og Lars Cuzner og varpaði ljósi á óþægilegan kaf la í sögu Noregs sem sjaldan er rifjuð upp. Kongó-þorp- ið var hluti af íburðamikilli hátíðarsýningu um norskt samfé- lag, sem átti að draga fram þróun- ina sem átt hafði sér stað í landinu frá bændasamfélagi til iðnvæð- ingar. Einn vinsælasti hluti henn- ar var „negrasýningin“ þar sem Norðmenn gátu virt fyrir sér 80 börn og fullorðna frá Kongó. Fólk- ið var látið klæðast hefðbundnum fatnaði frá heimalandi sínu og búa í stráhúsum í Frogner-garðinum í fimm mánuði. Alls sóttu 1,4 millj- ón manna sýninguna. Myndband af Kongó-þorpinu má sjá á frétta- timinn.is Endurgerð Kongó-þorpsins var aðeins sviðsmynd gamla þorpsins, en upphaflega stóð til að ganga lengra og sýna Afríkubúa með sam- bærilegum hætti og hundrað árum áður. Þó að mildari leiðin hafi verið valin, velti verkið upp spurningum um viðhorf Norðmanna til fram- andi menningar. „Allt verkið snýst um þjóðar- ímynd, rétt eins og Kongó-þorp- ið gerði fyrir 100 árum . Upplifun Norðmanna af sjálfum sér í þessum málum, er afar jákvæð. Mögulega of jákvæð,“ sagði Fadlabi við norska ríkissjónvarpið. „Spurningin sem við vörpum fram, er hvort þjóðin þurfi að gleyma atburðum og afmá þá úr sögunni, til að geta byggt sjálfsmynd þjóðar á góðmennsku, eins og Norðmenn? Verkið var svo umdeilt að það setti norskt samfélag gjörsamlega á hliðina og kveikti í umræðu um birtingamyndir hversdagsrasisma nútímans, í hverju hann fælist, þrátt fyrir að Norðmenn hafi þær hugmyndir um sjálfa sig að þeir séu umburðalyndir og opnir. Fjöl- margir innflytjendur stigu fram og lýstu dæmum um mismunun í daglegu lífi og gagnrýndu óverð- skuldaða upplifun Norðmanna af sjálfum sér. Lifandi norskir Samar voru fyrst sýndir sem furðufyrirbæri af William Bullock í London árið 1822. Þá var hjónunum Jens og Karen Thomasen Holm frá Röros teflt fram ásamt kornungum syni þeirra og tólf hreindýrum í Natural History and Pantherion Samarnir búa nyrst í Noregi og stunda meðal annars hreindýrarækt og fiskveiðar. TCHAIKOVSKY #islenskaoperan MIÐASALA Á OPERA.IS & HARPA.IS 29. OKTÓBER · 6. NÓVEMBER · 12. NÓVEMBER UPPSELT TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! H Ö N N U N : H G M „MAGNAÐUR ÉVGENÍ ONEGIN SLÆR Í GEGN“ „ÉG MÆLI MEÐ ÞESSARI SNILLD“ JÓNAS SEN, FRÉTTABLAÐIÐ „SIGUR FYRIR ÍSLENSKU ÓPERUNA“ SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR, TMM „SÝNING SEM ENGINN ÆTTI AÐ LÁTA FRAMHJÁ SÉR FARA“ MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR, VÍÐSJÁ AUKASÝNING 19. NÓVEMBER

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.