Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 29.10.2016, Blaðsíða 46
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þetta byrjaði sem loka-verkefni í margmiðlun-arhönnunarnámi sem ég var. Verkefnið var að gera bók og ég ákvað að fara alla leið með þetta og gerði matreiðslubók,“ segir Hildur Rut Ingimarsdóttir sem var að senda frá sér matreiðslubókina Avocado, en eins og nafnið gefur til kynna þá er þar eingöngu að finna upp- skriftir sem innihalda avókadó. Gerði allt sjálf „Það var ekki ætlunin að gefa bók- ina út strax, en kennararnir voru svo ánægðir að þeir hvöttu mig til að gefa hana út og ég fékk hæstu einkunn fyrir þetta verkefni.“ Hildur eyddi því síðasta sumri í að vinna í bókinni, bæta við upp- skriftum og fínpússa fyrir útgáfu. Hún er sjálf aðeins tengd inn í bóksölubransann því hún starfar á skrifstofu Pennans/Eymundsson, en fyrirtæki föður hennar, Betri lausnir, gaf bókina út. „Mig langaði svo að geta stjórnað þessu öllu sjálf af því ég tók myndirnar, hannaði bókina og samdi textann.“ Hefði getað haldið áfram Hildur hefur alltaf notað avókadó mikið í eldamennsku og uppskrift- irnar í bókinni er allar frá henni sjálfri komnar. „Auðvitað hef ég fengið hugmyndir og innblástur einhvers staðar frá, margar upp- skriftanna átti ég til og svo bætti ég einhverju við. Avókadó er svo hollt og gott. Ég á fjögurra ára son og hef gefið honum avókadó frá því hann byrjaði að borða. Þetta er svo góður matur fyrir börn. Áferðin er svo mjúk og góð og það er hægt að gera svo margt við avókadó. Ég hefði getað haldið áfram að þróa nýjar uppskriftir fyrir bókina en ég varð að setja punktinn einhver staðar, ef ég ætlaði að klára fyrir jól,“ segir Hildur, en miðað við það hvernig bókin fer af stað í sölu þá má búast við að hún komist inn á metsölulistann fyrir jólin. Hollar uppskriftir Hildur segir uppskriftirnar í bók- inni allar hollar, svona tæknilega séð, enda avókadóið mjög hollt. „Þær eru samt ekki þannig að þær séu allar sykurlausar eða eitthvað slíkt. Svo er beikon í einhverjum. Þetta eru eru mjög heimilislegar uppskriftir og allskonar matur með avókadó. Svo er alveg slatti af uppskriftum sem eru svolítið öðruvísi,“ segir Hildur sem bland- ar þá öðrum hráefnum saman við avókadó, hráefnum sem fólki dettur kannski ekki í hug að nota dagsdaglega. Hún segir það alveg koma til greina að gefa út aðra bók og taka eitthvert annað hráefni fyrir. „Mér finnst mjög gaman að taka eitthvað svona fyrir, það hefur ekki mikið verið gert af því hérna heima.“ …fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Vill ekki ganga í brjóstahaldara Khloé Kardashian vill síður ganga í brjósta­ haldara og kippir sér ekkert upp við að brjóst hennar leiki lausum hala. Khloé, sem fræg er fyrir þættina Keeping Up with the Kardashians, segir að stílistinn láti hana stundum hylja geirvörturnar en helst af öllu vilji hún vera alveg frjáls. „Við erum öll með geirvörtur og mér finnst þær ekki móðgandi eins og sumu fólki. Það verður bara að hafa það ef ein­ staka sinnum sést í geirvörturnar á mér.“ Vilja nef eins og Katrín Katrín hertogaynja af Kamrabrú er fyrirmynd margra kvenna enda þykir hún einkar glæsileg. Nú greina breskir fjölmiðlar frá því að sífellt fleiri konur sækist eftir því að fá „fullkomið“ nef hennar. Fimmtán prós­ ent aukning hefur verið í nefaðgerðum þar í landi og æ algengara verður að fólk sem lætur fram­ kvæma slíkar aðgerðir á sér vilji líkjast frægu fólki. Vinsælasta aðgerðin kallast einfaldlega „Hertoga­ ynjan“ í höfuðið á Katrínu og þykir henta báðum kynjum. Aðrar vinsælar stjörnur til að líkjast eru Scarlett Johansson, söngkonan Rihanna, Angelia Jolie og Jennifer Lopez. Engin endurkoma á næstunni Leikstjóri nýrrar heimildarmyndar um hljómsveitina Oasis seg­ ir að ósennilegt sé að sveitin komi saman á ný í náinni framtíð. Mat Whitecross, sem tók löng og ítarleg viðtöl við bræðurna Liam og Noel Gallagher, kallar spurninguna um mögulega endurkomu sveitarinnar „milljarða spurninguna“. „Þeir hafa aldrei sagt nei við endurkomu. Ég held bara að þeir séu mjög uppteknir við sólóferla sína akkúrat núna. Noel er búinn að gefa út plötu og er að fara að gefa út aðra og Liam er á leið í hljóðver. Ég held því að það sé vonlaust næstu tvö ár hið minnsta. En ég vona að þeir komi einhvern tímann saman aftur. Það er eitthvað einstakt við þessa tvo bræður saman á sviði.“ Guacamole með beikonbitum „Mér finnst beikon og avókadó frébær samsetning og ekki skemmir að bæta við uppá- haldinu mánu, parmesanosti. Þetta guacamole er skemmti- lega öðruvísi.“ 1 1/2 dl rifinn parmesanostur 2 avocado safi úr 1/2 lime 1 msk ferskt jalapeno 3 beikonsneiðar salt og pipar • Bakið beikonið í ofni við 190°C þar til það verður vel stökkt og skerið svo í smáa bita. • Setjið allt nema beikonið í matvinnsluvél og blandið vel saman. • Bætið við 2/3 af beikoninu og hrærið með skeið. Stráið svo restinni af beikoninu yfir ásamt parmesanosti. Heimilslegar og öðruvísi uppskriftir með avókadó Hildur Rut sendir frá sér matreiðslubókina Avocado sem byrjaði sem lokaverkefni í margmiðlunarhönnunarnámi. Verkefnið vatt upp á sig og er nú orðið að bók sem mun eflaust slá í gegn fyrir jólin. Bókina gerði hún alveg sjálf frá grunni. Mjúkt og gott Hildur ásamt syni sínum Unnari Aðalsteini, sem kann vel að meta avókadó, enda hefur hann alist upp við að borða það í hinum ýmsu myndum. Hvernig velurðu avókadó? „Mér finnst best að kaupa þroskuð avókadó. Maður sér það yfirleitt á litnum hvort þau eru þroskuð eða ekki. Þessi grænu eru yfirleitt lítið þroskuð á meðan þessi dökkbrúnu er of þroskuð. Best er að fara milli- veginn. Svo finnur maður þetta líka með því að þreifa á þeim. Það má samt ekki ýta of fast því þá myndast þessir dökku blettir sem við sjáum oft. Það sama gerist ef maður missir það, þá getur það eyðilagst. Það er gott að hafa í huga að avókadóin sem hægt er að fá í neti eiga að vera óþroskuð og það tekur oft alveg þrjá til fjóra daga fyrir þau að verða fullþroskuð.“ Ber enn trúlofunarhringinn Mariah Carey og James Packer hafa ekki talast við í mánuð eftir heiftarlegt rifrildi í Grikklandi. Söngkonan Mariah Carey ber ennþá trúlofunarhringinn sem fyrrverandi unnusti hennar, viðskiptajöfurinn Jame Packer gaf henni, þó að það sé meira en mánuður síðan þau hættu saman. Um er að ræða 10 milljón dollara hring sem sérstaklega var hann- aður fyrir unnastann með hana í huga. Carey gerir í því að klæðast djarflega úti á lífinu til að sýna sínum fyrrverandi hverju hann er að missa af, og er alveg óhrædd við að skarta hringnum við vel flegna kjóla. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um sambandsslit þeirra en þau lentu í heiftarlegu rifrildi þar sem þau voru stödd í Grikklandi í fríi og hættu saman í kjölfarið. Ein sagan segir að Packer hafi orðið öfundsjúkur út í danshöfund og dansara hjá Carey og það hafði orsakað mikla spennu á milli þeirra. Talsmaður þeirra hefur þó þvertekið fyrir að trúlofuninni hafi verið slitið vegna ásakana um framhjáhald eða vegna óhóflegrar eyðslu Carey. Talsmaðurinn stað- festir að þau hafi ekki talað saman í rúman mánuð en ætli að reyna að leysa úr ágreiningnum. Hvort þau taki aftur saman er þó óvíst. Sýnir sig Carey er dugl­ ega að sýna sig og sjá aðra um þessar mundir. BARNASKÓR TILBOÐ Opnunartíminn: Virka daga 11-18 og laugardaga 11-16 1500 kr. Ármúla 44 - Sími: 517 2040
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.