Fréttatíminn - 11.11.2016, Side 1
Þingmenn innan Sjálfstæðis-
flokksins telja varla raunhæft að
mynda meirihluta með Viðreisn
og Bjartri framtíð, of mikið beri í
milli. Því sé líklegast að stjórnar-
myndunarumboðinu verði skilað
aftur á Bessastaði enda hefur
VG hafnað því að hefja stjórnar-
myndunarviðræður við flokkinn.
Viðreisn og Björt framtíð útiloka
þátttöku í ríkisstjórn með Fram-
sóknarflokknum.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Þetta er þungt og það er erfitt að
ná þessu,“ segir Brynjar Níelsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
sem er svartsýnn. Hann sat langan
fund með þingmönnum flokksins í
Valhöll á miðvikudaginn, þar sem
farið var yfir kosti og galla sam-
starfsins. Bjarni Benediktsson, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, sagði
eftir fundinn, að mikið bæri í milli
og að ekki væri útilokað að umboð-
inu yrði skilað aftur á Bessastaði í
þessari umferð.
Þó er spurning hvort formað-
ur Sjálfstæðisflokksins láti reyna á
formlegar samningaviðræður en
það þykir ólíklegt.
Viðreisn og Björt framtíð gera þá
kröfu að fiskveiðistjórnunarkerfið
verði stokkað upp, myntráði komið
á og kosið um áframhaldandi samn-
ingaviðræður um ESB,
„Þetta eru allt risastór mál og gæti
verið erfitt að ná saman um þau,“
segir Brynjar.
Hann segir að lítið gerist nema
menn slái af kröfum sínum, en
hann bendir einnig á að 32 manna
meirihluti sé allt of lítill, það þurfi
meira til.
Nefnir hann þá Framsóknarflokk-
inn til sögunnar sem virðist vera eitt
helsta bitbeinið. Þar sé nægan styrk
að finna en Viðreisn er alfarið á móti
slíku samstarfi.
Það flækir svo ennfrekar stöðuna
að nokkrir þingmenn innan Sjálf-
stæðisflokksins eru mjög andvígir
samstarfinu.
„Menn eru mjög „skeptískir“ á að
þetta gangi upp í fyrstu atrennu,“
segir Brynjar.
Samkvæmt heimildum Fréttatím-
ans stóðu þreifingar yfir í gær á milli
formanna flokkanna. Það var síð-
asta tilraun til þess að finna grund-
völl til samstarfs. Því er ekki útséð
um að flokkarnir láti reyna á stjórn-
armyndunarviðræður, þó sterkar
efasemdarraddir séu um að slíkt
gangi upp innan Sjálfstæðisflokks-
ins. Því er líklegt að umboðinu verði
skilað í dag, föstudag.
frettatiminn.is
ritstjorn@frettatiminn.is
auglysingar@frettatiminn.is
75. tölublað
7. árgangur
Föstudagur 11.11.2016
26 34
22
20
12
VEISLAN
HEFST Í
COMMA,
2. HÆÐ - SMÁRALIND
KRINGLUNNI ISTORE.IS
iStore Kringlunni er
viðurkenndur sölu- og
dreifingaraðili DJI á Íslandi
Sérverslun með Apple vörur
Phantom 4
Frá 169.900 kr.
Forpöntun á
Mavic Pro han
á iStore.is
Ísland er gott fyrir börn
Allir sem Ivan Milankovic
elskar eru á Íslandi
Allir erfiðleikar lífs
míns á bók Aðalbjörg
Stefanía skráir ótrúlegt
lífshlaup sitt og sinna
amk fylgir Fréttatímanum
Arngrímur
býr til lík
Við erum öll skrítin
Þórdís Gísladóttir skáld
segir að enginn vinni í lífinu
Pólland: Land öfganna
Átakasaga Póllands er saga
margra Íslendinga
Þungt hljóð í Sjálfstæðismönnum
Það er þungt hljóðið
í Brynjari Níelssyni
sem segir þingmenn
hafa efasemdir um
að viðræður gangi
upp í fyrstu atrennu.
Meðan formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar héldu sinn fyrsta sameiginlega þingflokksfund, veltu þungaviktarmenn innan Sjálfstæðisflokksins því fyrir sér,
hvort ekki væri réttast að skila inn stjórnarmyndunarumboðinu. Mynd | Rut
Fer Bjarni
einn heim
af ballinu? Heimur án olíu
Olían er á útleið þrátt
fyrr lágt verð