Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 11.11.2016, Page 10

Fréttatíminn - 11.11.2016, Page 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Hverfakosning 2016 er hafin á vefnum kosning.reykjavik.is. Þar getur þú valið milli allskyns hugmynda að endurbótum fyrir þitt hverfi sem fram komu í hugmyndasöfnun borgarbúa í vor. Veldu þínar uppáhaldshugmyndir fyrir 17. nóvember. Hvað kýst þú fyrir hverfið þitt? Hverfið mitt Kosning 2016 Signý Björk Ólafsdóttir bjó með börn sín í leiguhúsnæði í Breiðholti þar til leigusalinn hennar seldi ofan af henni íbúð- ina. Hún segir syni sína hafa gefið upp alla von um menntun. Signý var orðin fimm barna móðir fyrir þrítugt. Hún byggði sér 300 fermetra hús í Grafarvoginum og tók hressilega þátt í góðærinu. Árið 2010 varð hún gjaldþrota og flutti með unglingana sína þrjá í leigu- húsnæði. Þegar Fréttatíminn hitti á hana í mars voru nokkrir mánuðir síðan leigusali hennar seldi ofan af henni leiguíbúðina í Breiðholti, og hún var komin á hermannabedda hjá fræknu sinni. „Börnin mín eiga ekki sömu möguleika og önnur börn af því að ég á ekki peninga. Þetta er svo hall- ærislegt.“ Signý segir börnin sín eldskýr. „Ég veit að Mábil, yngstu dóttur mína sem er fyrrum afrekskona á skautum og afgreiðir á kassa í Bón- us í augnablikinu, dreymir um að fara í nám þegar efni leyfa. Hún ætlaði í kvöldskóla núna en svo höfðum við ekki efni á því. Nám- ið reyndist vera of dýrt og ég er ekki með laun núna þar sem ég er dottin af endurhæfingarlífeyri og ekki ennþá komin á örorku. Ég held að strákarnir mínir séu búnir að gefa upp alla von um menntun, þeir eru hörkuduglegir en þeir eiga nóg með leigu og mat ofan í sig. Um daginn brotnaði hokkíkylfan hjá þeim eldri, sem er að keppa, og ég veit ekki hvernig hann ætlar að út- vega sér nýja. En hann hefði aldrei haldið áfram í hokkíi nema af því að það eru einstaklingar sem hafa hlaupið undir bagga með honum.“ María Gísladóttir er 55 ára, býr í Hólahverfinu og lifir á endurhæf- ingarlífeyri. Fátækt hefur nánast alltaf verið hluti af lífi hennar. María sagði sögu sína í Frétta- tímanum í mars en hún er enn að ná sér eftir langt of beldis- samband. Þegar hún fór frá eig- inmanni sínum, með þrjú börn, átti hún því erfitt með að standa á eigin fótum. Afleiðingarnar eru áfallastreituröskun sem veldur margvíslegum kvillum, svo sem minnisleysi. Hún leitaði aðstoðar hjá félagsþjónustunni í Mjódd en áralöng fátækt hefur kennt henni að vera úrræðagóð. „Ég geri ekkert sem kostar, fer hvorki í leikhús né bíó. Sem bet- ur fer er ég mjög heimakær. Ég er nörd og horfi á Dr. Who með stráknum mínum. Netið bjargar mér gjörsamlega. Ég lærði að hekla á netinu og gat heklað jólagjafirnar. Ég heklaði hanska á son minn og saumaði leðurpjötlur í lófana þar sem mesti núningurinn er. Sonur minn lærði að búa til kaffi á netinu. Ég skil ekkert að fólk borgi stór- fé fyrir að fara á námskeið þegar þetta er allt á netinu,“ segir Mar- ía og reiðir fram kaffibolla með flóaðri mjólk og kanil. María er listræn og sinnir marg- víslegum hannyrðum heima hjá sér. Hún sækir einnig styrk og stuðning í Hlutverkasetrið og það- an röltir hún stundum yfir til Sam- hjálpar þar sem hún fær að borða. „Mig langar ekki í neitt, nema þá kannski helst eitthvað sem tengist listinni minni. Kannski að geta far- ið á fleiri sýningar. Ég vel yfirleitt Vildi að ég gæti boðið börnunum í mat eitthvað sem er ókeypis. Ég gæti hugsað mér að heimsækja bróð- ur minn í Svíþjóð en það er bara ekki á dagskrá. Það er ekkert sem mig langar í fyrir mig sjálfa, það er miklu heldur hitt, ef ég gæti gert meira fyrir börnin mín. Ég vildi geta boðið börnunum mínum heim í mat.“ Úr góðærishöll á hermannabedda „Það er ekkert sem mig langar í fyrir mig sjálfa, það er miklu heldur hitt, ef ég gæti gert meira fyrir börnin mín,“ segir María Gísladóttir. Mynd | Alda Lóa „Ég held að strákarnir mínir séu búnir að gefa upp alla von um menntun,“ segir Signý Björk Ólafsdóttir. Mynd | Alda Lóa

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.