Fréttatíminn - 11.11.2016, Qupperneq 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016
Lágt olíuverð hindrar notkun
vistvænni orkugjafa, en framtíðin
lætur ekki bíða eftir sér endalaust.
Volkswagen kynnti nýja kynslóð
rafbíla á einni stærstu bílasýningu
heims í París fyrr í mánuðinum.
Vonast þeir til þess að bílarn-
ir verði það sama fyrir 21. öld og
bjallan var á þeirri síðustu, en í
báðum tilfellum er mótorinn að
aftanverðu sem býður upp á mun
meira geymslurými að framan.
Bíllinn ku vera sá fyrsti þar sem
skrokkurinn er sérhannaður fyrir
rafbíla, en sjálfkeyrandi útgáfa
kemur ekki á markað fyrr en 2025.
Eftir hneykslismál undanfarinna
ára þar sem kom í ljós að fyrir-
tækið hafði svindlað á mælingum
um koltvísýring reyna þeir nú allt
hvað þeir geta til að bæta ímynd
sína og verða leiðandi í framleiðslu
umhverfisvænna bifreiða.
Um miðja 19. öld fundu Banda-
ríkjamenn miklar olíulindir inn-
an landamæra sinna og náði olíu-
framleiðsla þeirra hámarki árið
1970, en tók að minnka upp frá því.
Bandaríski kagginn hvarf af götun-
um og sparneytnari japanskir bílar
komust í tísku. Olíukreppur fylgdu
árin 1973 og 1979 vegna átaka í Mið-
austurlöndum og hernaðaríhlutanir
Bandaríkjanna á svæðinu jukust og
náðu hámarki á síðasta áratug.
En árið 2009 fór þessi þróun að
snúast við. Ný tækni gerði það að
verkum að hægt var að vinna olíu
úr leirsteini og hátt heimsmarkaðs-
verð gerði það jafnframt arðbært.
Talið er að með þessum hætti megi
framleiða samanlagt um
billjón tunnur af olíu.
Um þriðjung þeirra er
að finna í Bandaríkjun-
um og olíuframleiðsla
þar er nú orðinn nálægt
því sem hún var
árið 1970. Til
samanburð-
ar má nefna að
olíu?
Heimur
án
áætlað magn af jarðolíu sem enn má
finna í heiminum er um ein og hálf
billjón tunna. Sádí-Arabar dæla nú
upp svarta gullinu af miklum móð
til að halda heimsmarkaðsverðinu
niðri og gera leirsteinaolíuna þannig
síður samkeppnishæfa.
Ódýr olía erfið fyrir efnahaginn
Fyrir utan Noreg eru Evrópubú-
ar háðir innflutningi á olíu, og þá
mætti ætla að lágt olíuverð kæmi
þeim vel og myndi auka hagvöxt,
en sú hefur ekki orðið reyndin.
Ástæðan er að hluta til sú að hið
lága olíuverð hefur komið sumum
af þeim löndum sem flutt er út til
illa, sem þar af leiðandi kaupa færri
vörur. Einnig hefur það ýtt undir
flóttamannakrísuna, því minni hag-
vöxtur heima fyrir ýtir undir að fólk
leiti frekar að tækifærum erlendis.
Það er þó ekki aðeins þetta mikla
magn af olíu sem hefur lækkað
verðið, heldur fer ef til vill brátt
að sjá fyrir endann á olíuöldinni.
Bandaríski fjárfestingaráðgjafinn
Kirk Spano hjá Market Watch spá-
ir því að einhvern tímann á næsta
áratug muni aukinn notkun rafbíla
fara að hafa veruleg áhrif á eftir-
spurn eftir olíu, en bifreiðar bera í
dag ábyrgð á um 60 prósent af allri
olíunotkun. Hann mælir með því
að fjárfestar í olíugeiranum fari að
huga að verðbréfakaupum í öðrum
orkugjöfum. En hverjir eru þessir
orkugjafar?
Bílar eða matur?
Lífræna orkugjafa, svo sem etanól
eða jurtaolíu, er hægt að rækta og
geta þeir þannig komið í stað þeirra
sem takmarkað magn er til af, svo
sem olíu eða kol. Alþjóða orkumála-
stofnunin hefur sett það sem mark-
mið að árið 2050 verði um fjórð-
ungur farartækja knúinn áfram af
lífrænum orkugjöfum. Meðal helstu
kosta jurtaolíu er sá að með því að
blanda henni saman við díselolíu
er hægt að nota hana á hefðbundna
bíla og því þarf ekki að ráðast í rán-
dýra uppbyggingu á innviðum til að
skipta um kerfi.
Sumir umhverfisverndarsinnar
hafa hinsvegar áhyggjur af því að
ræktun á orkugjöfum muni hafa í
för með sér mikil spjöll fyrir skóga
og lífríki. Aðrir hafa meiri áhyggjur
af að orkugjafar þessir hækki verðið
á matvöru, því þeir keppa við hana
um ræktunarsvæði. Eitthvað er þó
hægt að vinna úr afgangshráefnum
matarvinnslunnar, og lífrænir orku-
gjafar geta að einhverju leyti brúað
bilið á meðan jarðarbúar skipta yfir
í umhverfisvænni orku.
Lestir eru bestar
Vetni er annar möguleiki og hef-
ur meðal annars verið notað til að
knýja strætóa í Reykjavík. Helsti
kostur þess er sá að þegar vetni er
klofið til að knýja farartæki verður
aðeins vatn afgangs, og blása bíl-
arnir frá sér meinlausri vatnsgufu í
stað mengandi koltvísýrings. Sumir
trúa að vetni sé framtíðin og í fyrra
kynnti Toyota fyrsta vetnisdrifna
fólksbílinn. Helsti gallinn við vetni
er hinsvegar sá að það gefur frá sér
tiltölulega litla orku og eru vetn-
isbílar dýrir bæði í framleiðslu og
í notkun. Það myndi þurfa miklar
fjárfestingar í innviðum og enn sem
komið er geta vetnisbílar ekki keyrt
jafn langt og bensínbílar.
Ólíkt vetni er nýtingin af raf-
magni sem orkugjafa afar góð. Um
90 prósent af orkunni kemst til
skila til að knýja bifreiðina áfram,
en þær díselvélar sem nú eru í notk-
un nýta aðeins um 45 prósent og
er afgangurinn losaður sem meng-
un. Hér þarf þó einnig nýtt kerfi
ef skipta á yfir og rafbílar eru ekki
jafn langdrægir og bensínbílar, en
þeir sækja þó óðum á. Lestir eru
þegar knúnar áfram af rafmagni
og hafa Evrópuríki reynt að auka
vægi þeirra í flutningum, en ef ná á
markmiðum Parísarsáttmálans um
losun gróðurhúsalofttegunda þarf
einnig að rafvæða bílaflotann eða
finna honum aðra orkugjafa.
Hið lága heimsmarkaðsverð á
olíu gerir öðrum orkugjöfum erf-
iðara fyrir, þar sem þeir verða þá
dýrari til samanburðar. Þó ber að
hafa í huga að þrátt fyrir lækkun
undanfarið hefur olía eigi að síður
hækkað um 50 prósent frá aldamót-
um. Og hún gæti enn farið hækk-
andi, því Sádí-Arabía, Íran og aðrir
meðlimir í OPEC samtökum olíu-
útflutningsríkja stefna að því að
undirrita samning í nóvember um
að minnka olíuframleiðslu sína og
vilja fá Rússa til að taka þátt. Hvern-
ig sem fer mun leitin að nýjum orku-
gjöfum fyrir 21. öldina halda áfram.
Hvernig gerðist það að lágt olíu-
verð er orðinn einn helsti efna-
hagsvandi heimsins? Norðmenn
eru í fyrsta sinn farnir að taka
út úr olíusjóði sínum í stað þess
að leggja inn á hann. Í olíuríkinu
Rússlandi er neikvæður hag-
vöxtur og í Venesúela ríkir djúp
kreppa. Hvað veldur? Svarið er
tvíþætt, en í báðum tilfellum er
ástæðan sú að ný tækni er komin
til skjalanna.
Valur Gunnarsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Mynd | Getty
„Bæði átök og
hagsæld á 20. öld
snérust að miklu
leyti til um aðgang
að olíu. En nú gæti
sá tími farið að
líða undir lok.“
Mynd | Shutterstock
páska
ferð
Dvalið í höfuðborginni Delhi sem er
sjóðheitur suðupottur menningaráhrifa
frá tímum búddadóms, hindúa, múslima
og Breta. Til Agra sem státar af þremur
stöðum á heimsminjaskrá UNESCO og er
Taj Mahal þeirra frægastur. Til að loka
hinum Gullna þríhyrningi er næst haldið
til Jaipur sem jafnan er kölluð „bleika
borgin“ vegna fjölda bygginga í þeim lit.
Í borginni Varanasi fáum við að kynnast
hinu kaótíska og iðandi mannlífi sem
víða einkennir Indland. Niður hið helga
fljót Ganges og fylgjumst með borginni
vakna. Það er ógleymanleg lífsreynsla
að sjá borgarbúa þvo sér í hinu helga
vatni. Stórkostleg litadýrð, fjölbreytt
mannlíf og fegurstu mannvirki jarðar.
Indland bíður þín.
ÞÉTT OG HNITMIÐUÐ FERÐ UM
GULLNA ÞRÍHYRNING INDLANDS
8.–19. APRÍL, 12 DAGAR
489.000 KR.*
farvel.is farveltravel farvel_travel farvel@farvel.is415 0770
*Verð per mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel.
eldar indlands
FARARSTJÓRN:
PÉTUR HRAFN ÁRNASON
Taj Mahal, Agra, Jaipur og Ganges-fljót