Fréttatíminn - 11.11.2016, Page 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016
Innflytjandinn
Ivan Milenkovic: Hér eru
allir sem ég elska
„Ég held að Ísland hljóti að vera einn besti
staðurinn í heimi til að ala upp börn því
hér er svo mikið öryggi og frelsi,“ segir Ivan
Milenkovic. Mynd | Rut
Eftir að hafa búið hér
í þrettán ár lítur Ivan
á Ísland sem heimili
sitt. Hann kvartar ekki
yfir veðrinu og elskar
að fara í sund yfir
háveturinn.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Það var erfitt að upp-lifa stríðið og ég vil helst ekki tala um það né heldur pólitíkina í Serbíu sem ennþá er
mjög óstöðug. Mig langar frekar
að tala um Ísland, sem er heimilið
mitt í dag,“ segir Ivan Milenkovic.
Ivan er frá lítilli borg í nágrenni
Belgrad en flutti hingað þegar
hann fékk fótboltasamning árið
2003. „Mamma mín var hér þegar
ég kom, hún er hjúkrunarkona
og sá atvinnuauglýsingu um laus
störf. Hún hefur starfað sem hjúkr-
unarkona síðan og er mjög ánægð.
Eftir að faðir minn féll frá heima í
Serbíu þá fluttu systir mín og son-
ur hennar til Íslands og þeim líður
líka mjög vel hérna. Frá því að
pabbi fór hef ég miklu frekar litið á
Ísland sem heimili mitt en Serbíu.
Hér eru allir sem ég elska.“
„Ég byrjaði á samningi hjá Vík-
ingi en spilaði svo um tíma með
Grindavík en fór svo aftur í Víking.
Svo fór ég í háskólanám og byrjaði
að spila með Hamri í Hveragerði á
sama tíma. Það kom að því að ég
þurfti að ákveða hvort ég myndi
halda áfram í boltanum eða klára
nám og ég ákvað að velja námið,“
segir Ivan sem lærði almanna-
tengsl í fjarnámi í háskólanum í
Belgrad og ferðamálafræði í Há-
skóla Íslands. „Þetta var mjög erfið
ákvörðun en ég sé ekki eftir henni.
Ég er samt ekki hættur að spila því
það er nauðsynlegt fyrir sálina og
ég spila alltaf tvisvar í viku með
vinum mínum.“
„Ég held að Ísland hljóti að vera
einn besti staðurinn í heimi til að
ala upp börn því hér er svo mikið
öryggi og frelsi. Ég viðurkenni
að ég sakna þess að hafa gott úr-
val af mat. Og ég sakna stundum
samskiptanna við fólk, sem eru
ekki alveg jafn innileg hér á landi.
Íslendingar eru mjög kurteisir en
þeir eru ekki vanir því að snerta
annað fólk. Ég var lengi að venjast
því að faðma ekki og kyssa vini og
kunningja,“ segir Ivan og hlær.
„Svo myndi ég vilja að íslenska
sumarið væri aðeins lengra en ég
kvarta ekki yfir veðrinu. Fólk er
alltaf hissa á því að maður búi hér,
út af veðrinu. Það var erfitt í fyrstu
en veðrið er svo lítill hluti af lífinu
og þú lærir að lifa með því. Það
er líka margt gott bæði við veðrið
og myrkrið, eins og norðurljósin,
sem eru algjörlega ótrúleg. Ég
læt veðrið heldur ekki stoppa
mig í að njóta náttúrunn-
ar og er mjög duglegur
að ganga og fara á fjöll
með vinum mínum.
Mér finnst mikilvægt
að nýta allt það sem
náttúran hefur upp
á að bjóða, eins og
til dæmis allar
þessar sund-
laugar sem ég
nýti mest yfir
hávetur-
inn.“
volundarhus.is · Sími 864-2400
VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m²
með 9 m² yfirbyggðri verönd
kr. 1.699.900,- án fylgihluta.
kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og
byggingarnefndar teiknisetti.
Grunnmynd og nánari
upplýsingar á heimasíðu
volundarhus.is
www.volundarhus.is
Vel valið fyrir húsið þitt
V
H
/1
6-
04
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m²
m/opnanlegum glugga
kr. 189.900,- án fylgihluta
kr. 219.900,- m/fylgihlutum
70 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m²
kr. 299.900,- án fylgihluta
kr. 359.900,- m/fylgihlutum
TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m²
kr. 169.900,- án fylgihluta
kr. 199.900,- m/fylgihlutum
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
50% afsláttur
af flutningi á
GARÐHÚSUM og
GESTAHÚSUM
á allar þjónustu-
stöðvar Flytjanda.
GESTAHÚS og
GARÐHÚS
sérhönnuð fyrir
íslenskar aðstæður
Sjá fleiri
GESTAHÚS og
GARÐHÚS á tilboði
á heimasíðunni
volundarhus.is ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun
RISA HAUSTTILBOÐ
Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM