Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 11.11.2016, Side 22

Fréttatíminn - 11.11.2016, Side 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016 Ásgeir Ingólfsson asgeir@frettatiminn.is Það að páfinn hafi verið pólskur og barist gegn kommúnismanum hefur örugglega ekki haft lítil áhrif á það að Pólverjar eru um þessar mund- ir lang trúaðasta þjóð Evrópu. En það á sér þó dýpri rætur. Á meðan nágrannar þeirra í Tékklandi, trú- lausasta þjóð álfunnar, fengu að stóru leyti útrás fyrir þjóðfrelsis- baráttu sína í erjum gegn erlendum trúarhöfðingjum og erlendum kirkj- um var þessu öfugt farið í Póllandi, þar var kirkjan iðulega vettvangur fyrir andspyrnu gegn erlendu yfir- valdi. Pólland var stórveldi langt fram á átjándu öld en þegar komið var fram á þá nítjándu var Pólland ekki til lengur til sem ríki, mismun- andi hlutar landsins voru undir yfirráðum Rússa, Prússa og Habs- borgara og þeir voru gjarnir á að banna pólsku í skólum og jafnvel á almannafæri. Pólskir mennta- menn voru margir í útlegð og oft var sveitapresturinn eini mennta- maðurinn til sveita, stundum sá eini sem gat séð um kennslu – og kirkjurnar voru oft einu staðirnir þar sem menn gátu óhræddir talað – og sungið – pólsku. Þessu hlutverki gegndi kaþólska kirkjan líka þegar Þjóðverjar og Rússar hernámu landið í seinni heimstyrjöldinni og áfram á tím- um kommúnismans, þegar kaþ- ólska kirkjan gat sótt aukinn styrk til pólsks páfa. Páfinn þarf samt ekki að vera pólskur til að fólk mæti – það mættu meira en milljón manns til þess að hlusta á ræðu Francis páfa í Pól- landi í fyrrasumar. En það hefur þó ýmislegt breyst. Páfinn hvatti menn til að taka vel á móti flótta- mönnum og fékk sýrlenskan flótta- mann upp á svið með sér til þess að segja sögu sína. Þegar kemur að málefnum flóttamanna þá er páf- inn á öndverðum meiði við pólsku ríkisstjórnina, rétt eins og forveri hans var á öndverðum meiði við kommúnistastjórnina um flest – en það sem hefur hins vegar breyst er að núna er pólska kirkjan með rík- isstjórninni í liði. Hægri stjórninni sem hefur reynt að sölsa undir sig fjölmiðla og gera réttarkerfi lands- ins sér auðsveipt, hægri stjórninni sem Evrópusambandið fylgist með, tilbúið að grípa inn – því sambandið Það var í herbergiskytru á tékkneskri heimavist seint á síðustu öld sem ég fór að átta mig betur á trúmál- um í gamla austrinu. Piotr, pólski herbergisfélaginn minn, var að rifja upp þegar páfinn kom til Póllands árið 1983. Þangað mættu milljónir Pólverja og þetta var hátíðleg stund, þau sungu ættjarðarlög með lag- línum á borð við „Kæri Guð, færðu okkur aftur frjálst föðurland“ - og svo endaði Piotr söguna með þessum orðum: „Þetta var eina skiptið sem okkur fannst við vera frjáls.“ Barnastjörnur, páfar og kvennamótmæli Um pólska alræðisstjórn, valdamikla tvíbura og umdeilda fóstureyðingalöggjöf. óttast það að ríkisstjórnin eyðileggi mögulega lýðræði í Póllandi end- anlega ef hún gengur mikið lengra. Tvíburinn sem stýrir Póllandi Til þess að átta okkur betur á bak- grunni þessarar hægri stjórnar skulum við rifja upp upphaf og endalok kommúnismans í Póllandi. Þýskaland og Sovétríkin lögðu Pól- land í sameiningu undir sig í upp- hafi heimstyrjaldarinnar síðari – en þegar Sovétmenn urðu skyndilega bjargvættir þeirra í lok stríðs þá hófust þeir handa við að endur- skrifa söguna og kenna Þjóðverjum um allt hernámið, gera þá og hin kapítalísku Vesturlönd að óvininum – og festa þar með kommúnismann og sovésk áhrif í sessi, með lepp- stjórn fjarstýrða frá Moskvu. Og þótt hægri stjórnin núverandi telji sig svarna óvini gömlu kommúnist- anna þá nota þeir sömu taktík, rifja upp yfirgang Rússa og Þjóðverja við hvert tækifæri til þess að ala á útlendingahatri og gera Evrópu- sambandið tortryggilegt. Tímarit sem eru höll undir ríkis- stjórnina hafa teiknað Angelu Mer- kel upp í nasistabúningi og illar tungur segja leynilögregluna Stasi hafa komið henni til valda, á meðan raunin er sú að ímyndin um vonda Þýskaland var stór hluti þess sem kom hægri stjórninni til valda. En kommúnisminn leið und- ir lok í Póllandi árið 1989 – og það mátti þakka Samstöðu, sem var líklega öflugasta andspyrnuhreyf- ingin í Austur-Evrópu. Þar var Lech Walesa, eldklár og sjarmer- andi verkamaður, ótvíræður leið- togi. Walesa tók þó ekki við emb- ætti strax. Hann hafði augastað á forsetaembættinu – en málamiðl- anir höfðu hagað því þannig að kommúnistaleiðtoginn Jaruzelski varð áfram forseti um hríð á með- an Tadeusz Mazowiecki, lærifaðir Walesa, varð forsætisráðherra. En umskiptin yfir í markaðshagkerfi voru ekki átakalaus og eins þótti mörgum Samstaða hafa gefið gömlu kommúnistunum of mikið eftir. Gamlir kommúnistar tóku til sín mikið af hagnaðinum þegar ríkis- fyrirtæki voru einkavædd og þegar Jaruzelski yfirgaf loks sviðið í des- ember 1990 var óánægjan mikil, bæði hjá almenningi og hjá lægra settum meðlimum Samstöðu. Með- al þeirra voru tvíburarnir Lech og Jaroslaw Kaczynski. Þeir höfðu ver- ið barnastjörnur eftir að hafa leik- ið í bíómyndinni „Þessir tveir sem stálu tunglinu“ þrettán ára gamlir – og á endanum átti annar þeirra eftir að stela heilu landi. Jaroslaw var ekki hátt settur á þessum tíma, en þetta var hans tækifæri. Hann klauf sig úr flokkn- um og þegar innbyrðisátökin náðu hámarki þegar gömlu baráttufé- lagarnir Tadeusz Mazowiecki og Lech Walesa börðust um forseta- embættið þá hafði hann komið sér í stöðu helsta ráðgjafa Walesa og var verðlaunaður með góðri stöðu innan stjórnarráðsins eftir sigur hans. En Walesa fékk fljótlega nóg af Jaroslaw og losaði sig við hann – og þeir hafa verið svarnir óvinir allar götur síðan. Jaroslaw hefur reynt að grafa undan Walesa með sögum um meint samstarf hans við kommún- ista á áttunda áratugnum og í dag er Walesa einn harðasti andstæðingur Jaroslaws – sem nú er orðinn valda- mesti maður Póllands. Lengst af var hann hluti af öflugu tvíburateymi sem komst fyrst til Rússar drápu yfir 20 þúsund pólska hermenn í Katyn. Jóhannes Páll Páfinn í einni af Póllandsheimsóknum sínum. Þeir Pawel og Jaroslav léku aðalhlut- verkin í bíómynd um drengi sem stálu tunglinu ... ... og urðu svo forseti og forsætisráð- herra Póllands. AFSLÁTTUR UM HELGINA-20% BYKO Grandi 11.11. kl. 16-19 BYKO Breidd 12.11. kl. 13-16 KYNNING

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.