Fréttatíminn - 11.11.2016, Síða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016
valda um miðjan síðasta áratug,
Jaroslaw sem forsætisráðherra og
Lech sem forseti. Þótt þeir litu ná-
kvæmlega eins út skildi skapgerðin
á milli – og þar bættu þeir hvor
annan upp. Jaroslaw þykir snjall-
ari pólitíkus en um leið þykir hann
alls ekki viðkunnalegur, sérlundað-
ur einfari sem kann hvorki á bíl né
tölvu, auk þess sem hann neitar að
halda bankareikning og þarf því
iðulega að fá greitt í reiðufé. Lech
var hins vegar alþýðlegur húmoristi
sem lífið lék við, hann fiskaði at-
kvæðin á meðan Jaroslaw plottaði.
En Jaroslaw tapaði kosningunum
árið 2007 og það var útlit fyrir að
Lech myndi tapa forsetaembættinu
árið 2010. Sem hann og gerði – en
ekki í kosningum.
Flogið yfir blóðuga velli
Ófáar þjóðir Evrópu eiga sína
sorgar vel l i. Gyðingar eiga
Auschwitz og Pólverjar eiga Katyn.
Áður en gyðingum var slátrað af
Þjóðverjum í Póllandi hafði Pól-
verjum nefnilega verið slátrað
í Katyn, skóglendi í vesturhluta
Rússlands. Þar slátraði rússneska
leyniþjónustan meira en 20 þúsund
pólskum hermönnum á vordögum
1940. Rússar kenndu á sínum tíma
Þjóðverjum um voðaverkin og á
kommúnistatímanum var Katyn
bannorð – það gat verið hættulegt
að svo mikið sem minnast á voða-
verkin, en á endanum viðurkenndi
Gorbatstjof þó ábyrgð Sovétmanna
á harmleiknum. Þessu til viðbótar
var Katyn staðurinn sem komm-
únistastjórnin lagði á ráðin um
að koma mörgum helstu mennta-
mönnum Póllands fyrir kattarnef
stuttu eftir stríð. Til þess að breiða
yfir samvinnu sína við nasista þá
máluðu Sovétmenn pólsk stjórn-
völd fyrir stríð sem barbaríska
fasistastjórn og sama gilti um ótal
pólskar stríðshetjur sem urðu
ofsóttar eftir stríð.
Katyn virtist þannig vera skurð-
punkturinn þar sem öll ógæfa Pól-
lands rennur saman í – og sú tilf-
inning ágerðist bara þegar minnast
átti atburðanna 70 árum síðar, árið
2010. En í stað þess að minnast
gamallar sorgar soguðust Pólverjar
inní þoku nýrrar sorgar. Þokan var
svo þykk að það sá ekki út úr augum
þegar flugvél, með Lech Kaczynski
forseta og eiginkonu hans innan-
borðs, brotlenti á leið sinni á minn-
ingarathöfnina. Í vélinni voru líka
seðlabankastjóri Póllands, 18 þing-
menn, flestir yfirmenn hersins og
nokkrir afkomendur fórnarlamba
hins upprunalega harmleiks. Það
voru 96 manns um borð í vélinni og
enginn lifði af. Minningarathöfn gat
af sér aðra minningarathöfn.
Niðurstaðan var einföld; slys.
Einhverjir héldu því þó fram að
Lech forseti hefði beitt óþarfa
þrýstingi, heimtað að reynt yrði að
lenda þrátt fyrir ómöguleg veður-
skilyrði, því hann vildi ekki verða of
seinn. Þetta var upphafið að kosn-
ingabaráttunni og það var útlit fyrir
að hún yrði nógu erfið án þess að
hann myndi missa af eða verða of
seinn á þennan lykilviðburð. Einnig
hefur verið talað um að þeir bræður
hafi verið í símasambandi og Jaros-
law hafi þrýst á Lech að halda för-
inni áfram.
En opinberlega dylgjar Jaroslaw
þó iðulega um að Kreml hafi borið
ábyrgð á slysinu, þótt ekkert benti
til þess. Það passar hins vegar vel
við söguskoðun þar sem Rússar eru
hinn eilífi óvinur og þannig reyndist
þetta slys svo síðasta bragðefnið í
þann eitraða kokteil sem átti eftir
að gera hann að valdamesta manni
Póllands. Eftir slysið hefur hann
ávallt gengið um svartklæddur –
skuggi hins látna bróður hangir yfir
honum og Póllandi öllu.
Konurnar sem mótmæltu
Mögulega var harmleikurinn
akkúrat það sem Jaroslaw þurfti til
þess að ná völdum aftur. Hann fékk
kirkjuna í lið með sér og náði þar
með góðu taki á landsbyggðinni –
og bætti í með útlendingahatri og
paranoju, ýkti upp úr öllu valdi
ógnina sem stóð af Þýskalandi, nú
öflugasta landi Evrópusambands-
ins, og Rússlandi. Það er skautað
vandlega fram hjá því að þetta sé
breyttur heimur – fornir óvinir Pól-
lands bíða enn við hvert fótmál í
heimsmynd Jaroslaws og vilja þar
að auki eyðileggja gömul og góð
pólsk gildi með vafasamri vest-
rænni frjálshyggju.
Regnhlífarnar í Póllandi. Pólskar konur létu rigninguna ekki stöðva sig í að mótmæla. Mynd | Getty
Það er hellingur af Pólverjum í
borgum á borð við Varsjá og Kraká
sem eru hjartanlega ósammála
áherslum Jaroslaws – en bakland
hans er í afskekktum sveitum þar
sem menn telja sig svikna af land-
búnaðarstefnu Evrópusambands-
ins, íhaldssömum samfélögum þar
sem kirkjan ræður og vestrænt
frjálslyndi á lítt upp á pallborðið.
Með þessu náði hann að búa
til eitraðan kokteil þar sem þjóð-
ernishyggja, byggð bæði á raun-
veruleika pólskrar sögu – þegar ná-
grannaríkin réðust á Pólland, sem
og á Moskvulyginni sem ýkti allar
syndir Þjóðverja og dró úr syndum
þeirra sjálfra til að tryggja eigin
stöðu. Þýskaland og Rússland urðu
því grýlurnar, byggðar á eldgamalli
heimsmynd, að ógleymdum flótta-
mönnunum, sem Jaroslaw fullyrðir
að „færi kóleru til grísku eyjanna,
blóðkreppusótt til Vínarborgar og
alls kyns sníkjudýr að auki.“
Með þessa stefnu í farteskinu
tókst flokknum hans, Lög og rétt-
læti (skammstafað PiS), að ná 37,5
prósentum atkvæða – sem dugði til
hreins meirihluta í pólska þinginu
(þar hjálpar að fimm prósenta
þröskuldurinn sem er í gildi hér-
lendis er átta prósent í Póllandi).
Jaroslaw sjálfur gegnir þó engu
embætti öðru en að vera formaður
flokksins. Hann virðist mjög með-
vitaður um eigin skort á kjörþokka,
þannig að hann fær samflokksmenn
sína til þess að taka að sér embætti
forseta og forsætisráðherra – en það
efast þó fáir um að hann ráði því
sem hann vilji ráða bak við tjöldin.
Hér ber þó að taka fram að þótt
flokkurinn sæki í smiðju öfgahægri-
flokka þegar kemur að afturhalds-
sömu siðferði þá hjálpaði mikil
áhersla flokksins á bætt velferðar-
kerfi honum líka að ná kjöri, sér-
staklega stórbættar barnabætur.
Þótt ríkisstjórnin hafi sætt harðri
gagnrýni fyrir að múlbinda fjöl-
miðla og dómstóla landsins þá urðu
það hins vegar pólskar konur sem
urðu loks til þess að ríkisstjórnin
þurfti að hörfa. Kornið sem fyllti
mælinn var frumvarp um hert-
ari fóstureyðingalöggjöf – og er sú
löggjöf nú þegar ein sú strangasta
í Evrópu. Fóstureyðingar eru nú
þegar bannaðar – nema ef líf móð-
ur er í hættu eða ef þungunin varð
vegna nauðgunar eða sifjaspells.
Nú átti meira að segja að girða fyrir
þetta – og um leið hætta lífi fjölda
kvenna. Þess ber að geta að undan-
farin ár er talið að um þúsund
löglegar fóstureyðingar séu fram-
kvæmdar árlega í Póllandi – en
því til viðbótar séu 80 til 190 þús-
und fóstureyðingar sem eru annað
hvort framkvæmdar ólöglega við
misjafnar aðstæður eða á erlendum
spítölum.
Nýju lögin urðu til þess að pólskar
konur fengu nóg. Ekki bara þær
frjálslyndari, heldur líka margar
sem studdu það bann sem þegar
var við fóstureyðingum. Þær mættu
svartklæddar á götur Póllands og
mótmæltu, fóru í verkfall að ís-
lenskri fyrirmynd – og tókst loks að
láta ríkisstjórnina bakka og lögin
voru dregin til baka stuttu síðar.
Mótmælin munu vafalaust
verða vatn á myllu andspyrnu-
hreyfingunnar KOD, sem minn-
ir um margt á Samstöðu en hefur
ekki enn tekist að ná sömu breiðu
samstöðunni meðal mismunandi
þjóðfélagshópa – sem stendur er
hópurinn borinn uppi af menntaðri
millistétt og hefur ekki enn náð til
yngri Pólverja á vinstri vængnum
eða til landsbyggðarinnar.
Það á enn eftir að koma í ljós
hvort þetta var bara hraðahindrun
á valdabraut Jaroslaw Kaczynski
og félaga eða upphafið að endan-
um. Þótt Pólverjar séu margir hallir
undir þjóðernishyggju eru þeir líka
Evrópusinnar – um þrír fjórðu hlut-
ar landsmanna vilja vera áfram í
Evrópusambandinu og tíminn einn
mun leiða í ljós hvort framtíð þeirra
verður þar eða í harðstjórnarfaðmi
Jaroslaws.
Ein af síðustu myndum pólska meistarans Andrzej Wajda fjallaði um
harmleikinn í Katyn.
Andspyrnuleiðtoginn Lech Walesa veitir eiginhandaráritanir árið 1980.
Það er enginn vafi
á því að jólablað
Fréttatímans er góður
staður til þess að kynna
jólavörur og þjónustu. Í
blaðinu verður spennandi
jólatengt efni af ýmsum
toga, skrifað af reyndum
blaðamönnum.
Að auki verða í blaðinu
vörukynningar í samvinnu
við fyrirtæki.
auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300
Jólablaðið
Þann 24. nóvember