Fréttatíminn - 11.11.2016, Page 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016
Þórdís Gísladóttir er eitt vinsælasta og
víðlesnasta ljóðskáld landsins, þykir
skemmtileg, beinskeytt og kaldhæðin í ljóðum
sínum, og fjórða ljóðabók hennar, Óvissustig,
er ekki líkleg til að breyta því áliti. Hún er
enn jafn lagin við að sýna okkur það sem við
skömmumst okkar fyrir í eigin fari.
Friðrika Benónýsdóttir
fridrika@frettatiminn.is
Óvissustig er fjórða ljóðabók Þór-
dísar Gísladóttur og sver sig í ætt
hinna fyrri; hér hljómar rödd þeirra
sem yfirleitt heyrast hvorki né sjást
í þjóðfélaginu. Hefur Þórdís tekið
það að sér að gefa þeim rödd?
„Ég veit það nú ekki,“ segir hún
hikandi. „Jú, það má kannski segja
að ég tali fyrir hönd venjulega fólks-
ins án þess ég hafi sérstaklega ætlað
mér það. Mér finnst bara það sem er
undir yfirborðinu yfirleitt skemmti-
legra heldur en það sem er á Face-
book.“
Ljóðskáld mega náttúru-
lega vera mjög skrýtin
eða þá – að því er sumum
finnst – einhvers konar
sjáendur sem skrifa eitt-
hvað gáfulegt og fullkom-
ið sem hægt er að nota í
minningargreinar.“
Það
í lífinu
enginnvinnur
Afkvæmi bloggsamfélagsins
Þórdís byrjaði ritferilinn sem
bloggari, hélt úti geysivinsælu
bloggi sem hét Sól í Norðurmýri og
þau skrif urðu kveikjan að fyrstu
ljóðabókinni, Leyndarmál annarra,
sem hlaut bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar árið
2010. Hún segir það þó kannski
ekki hafa verið fyrstu skrefin á rit-
vellinum. „Ég var búin að skrifa
alls konar skýrslur og fundargerð-
ir og þýða hitt og þetta áður en ég
byrjaði að blogga. En vissulega var
það bloggsíðan sem varð til þess að
fyrsta bókin mín kom út. Það var
skyndiákvörðun hjá mér að senda
handrit inn í Tómasarkeppnina og
þá tók ég eitt og annað af bloggsíð-
unni og vann texta upp úr því, auk
þess sem ég bætti nokkrum text-
um við. En ég er gamalt afkvæmi
bloggmenningarnar, það er engin
spurning.“
Finnst leiðinlegt á fundum
Þórdís er íslenskufræðingur frá
Háskóla Íslands og með próf í nor-
rænum fræðum frá Svíþjóð en það
var þó ekkert endilega meiningin
að fara sjálf að skrifa. Eftir heim-
komu frá Svíþjóð vann hún sem
verkefnastjóri hjá Háskólanum, en
hún segir það ekki hafa átt vel við
sig. „Mér fannst ég bara ekkert góð í
þessu. Ég er ekki góð að skipuleggja
hluti, mér finnst leiðinlegt á fund-
um, en það var ótrúlega skemmti-
legt fólk að vinna hjá Háskólanum
og ég var þarna í fimm ár. Ég var
samt alltaf viss um að ég væri ekki
rétta manneskjan í þetta starf svo
ég bara sagði upp. Fólk trúði ekki
eigin eyrum og allir spurðu hvað
ég ætlaði eiginlega að fara að gera,
en ég vissi ekkert um það. Ég var
samt ekkert stressuð, ég gat þess
vegna alveg hugsað mér að fara
að vinna í blómabúð eða eitthvað.
Ég fékk fljótlega afleysingastarf á
auglýsingastofu þar sem ég vann í
fjóra mánuði, kenndi í menntaskóla
eina önn og fleira. Svo byrjaði ég
að þýða á fullu og tók að mér alls
konar verkefni, gera eina og eina
þáttaröð fyrir útvarp og mér fannst
þessi lausamennska bara henta mér
miklu betur.“
Erum öll skrýtin
Barnabækur Þórdísar um Randa-
lín og Munda hafa notið mikilla
vinsælda, hún þýðir eina til tvær
bækur á ári og auk Óvissustigs er
unglingabókin Doddi – Bók sann-
leikans!, sem hún skrifaði með Hildi
Knútsdóttur að koma út hjá Bóka-
beitunni. Hún hefur verið rithöf-
undur í fullu starfi síðan 2010 og á
sér tryggan aðdáendahóp. Fólkið
sem hún skrifar um í ljóðabókun-
um er allt meira og minna mislukk-
að, er það kannski skýringin á vin-
sældunum, samsama lesendur sig
þessu fólki?
„Það er kannski ekki allt mislukk-
að, þetta fólk sem ég skrifa um,“
segir Þórdís og tekur upp þykkj-
una fyrir sköpunarverk sín. „Eru
ekki allir með alls konar vankanta?
Ég hugsa stundum um þetta þegar
ég er að hugsa um allt þetta sem
þarf að opna umræðuna um, alla
þessa nýju sjúkdóma eins og bak-
flæði og fóbíur og óhamingju og
ástarsorgir, og ég er eiginlega á því
að allir séu meira og minna haldn-
ir af einhverju af þessu – eða öllu.
Ég er kannski svona svartsýn eða
jarðbundin eða eitthvað en ég held
við séum öll skrýtin. Kannski er
það af því ég var nokkur sumur rit-
ari á geðdeild og er bara alltaf að
skrifa um fólkið sem kom á bráða-
geðdeildina, ég skildi það svo vel.
Ég held að persónurnar mínar
séu bara venjulegt fólk. Flestir eru
skrýtnari en maður heldur og mað-
ur sjálfur örugglega líka.“
Er engin Sofi Oksanen
Eitt af því sem Þórdís tekur fyrir í
Óvissustigi er gervilífið sem fólk lifir
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.com
VÖNDUÐ JEPPADEKK
FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT
DEKK UNDIR FLESTAR
GERÐIR JEPPA OG
JEPPLINGA.
STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU.
ÖLL ALMENN
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900
„Það er kannski ekki allt mislukk-
að, þetta fólk sem ég skrifa um,“
segir Þórdís Gísladóttir. Myndir | Hari