Fréttatíminn - 11.11.2016, Side 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016
5 vinsælustu hlutir
Krónunnar
Losaðu þig við Krónukvíðahnútinn!
Erfitt getur verið að velja hvað á að
fá sér í Krónunni. Margar allskyns
hlutir eru í boði og stundum getur
valið flækst fyrir manni þegar á
að fara velja eitthvað í matinn. Til
að komast hjá í kvíðakasti yfir því
hvað á að kaupa nýtt fyrir heim-
ilið hefur Fréttatíminn ákveðið
að aðstoða við valið með því að
afhjúpa fimm vinsælustu hlutina
í Krónunni:
1 OATLY hafradrykkir
Vinsælasta vara Krónunnar er
vegan haframjólkin OATLY. Til
lukku veganar, það er allt á réttri
leið!
2 Jóla klementínur
Hver elskar ekki að komast í
alvöru jólaskap og vera klístr-
aður á puttunum af yndislegri
jóla klementínulykt. Samkvæmt
Krónunni elska allavega margir
að komast í jólaskap og verða
klístraðir á puttunum. Áfram jóla-
skap!
5 URTEKRAM
kókoshnetu
sjampó & næring
Næring sem er bæði lífræn og
vegan, það verður eiginlega ekki
betra. Leyfðu hárinu þínu að fá
aðeins það besta sem Krónan býð-
ur upp á og stoltið og ánægjan fer
með þér inn í daginn.
4 Lárperur
Lárperumauk með snakki, ristað
brauð með lárperu og
salti, lárperusalat,
lárpera í morgun-
safann, listinn er
endalaus. Það
kemur ekki á
óvart að lárper-
an sé á topplista
yfir mest keyptu
hlutina, enda er
hún dásamleg.
3 Grillaður kjúklingur
Nennirðu ekki að elda og þú
hefur pantað pítsu aðeins of
oft í vikunni? Hlauptu í Krón-
una og náðu þér í einn eldheit-
an kjúkling og málið er dautt.
Nikký
og skuggaþjófurinn
eftir Brynju Sif Skúladóttur
Hún sá eitthvað risastórt koma
út úr þokunni – sem líktist
ógnarstórum ál með haus á stærð
við lítinn fólksbíl. Kjafturinn
á skepnunni var opinn. Nikký
öskraði af lífs og sálarkröftum,
greip um höfuðið og grúfði sig
niður í jörðina. Nú var þetta búið.
Skrímslið ætlaði að gleypa hana.
Nikký og skuggaþjófurinn
er sjálfstætt framhald fyrri
bóka um þessa dugmiklu
stúlku. Nikký er orðin þrettán
ára gömul og fram undan er
æsispennandi sumar. Amma
Mandana og sirkusinn eru
á leiðinni til Íslands. En
þau eru ekki fyrr komin til
landsins þegar dularfullir
hlutir gerast og Nikký og vinir
hennar sogast inn í hringiðu
óhugnanlegra atburða ...
Við vorum að ljúka við afhöggvinn haus,“ segir Arngrímur Guðmunds-son, lærlingur hjá Heimi Sverrissyni leikmynda-
hönnuði og leikmunasmiði. Arn-
grímur hafði samband við Irma
Studio, fyrirtæki Heimis, eftir að
hann sá nafn fyrirtækisins í kredit-
lista þáttanna Ófærð en Heimir og
félagar bjuggu til líkið í þáttunum
sem mörgum landanum er enn
afar minnisstætt.
„Arngrímur sendi mér tölvu-
póst og kynnti sig sem 17 ára
gamlan menntskæling sem langaði
að vinna við kvikmyndir. Hann
sagðist vera handlaginn og sendi
mér myndir af körlum sem hann
hafði tálgað. Mér fannst það svo
rosalega flott að réði hann strax í
vinnu. Ég veit ekki hvernig hann
hafði upp á mér.“
„Ég hafði bara samband þegar
ég sá hverjir hefðu gert líkið í
Ófærð. Hef alltaf verið að smíða,
mála og tálga. Hef svo mikinn
áhuga á að búa til hluti. Áður en ég
sótti um vinnu hjá þeim hafði ég
verið að tálga allskonar karaktera
úr myndum, þáttum og kalla sem
ég bjó bara til. Sendi þeim myndir
af þeim.“ segir Arngrímur.
Heimir tekur til máls: „Ég er
búinn að kenna honum á silíkon
og að búa til áverka. Við vorum að
ljúka við þennan ófrýnilega haus
og erum núna að vinna í bíómynd
sem heitir Ég man þig og er byggð
á bók Yrsu Sigurðardóttur. Við
þurfum að búa til leikmuni fyrir
kirkju sem er rústað tvisvar sinn-
um í myndinni.“
„Kirkjumunirnir þurfa að vera
mjög trúverðugir en þeir eru síðan
brotnir. Svo erum við að smíða
Afhöggvinn haus og
brotnir kirkjumunir
Meistarinn og lærlingurinn.
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Haus og hjarta
sem Heimir
og Arngrímur
hafa búið til
Myndir | Hari
Heimir hefur unnið í kvikmynda-
geiranum í mörg ár.
Arngrímur er handlaginn 17 ára
menntskælingur.
altaristöflur úr tré sem við hand-
málum. Rúður sem hægt er að
kýla í gegnum. Skálar sem hægt er
að brjóta á andliti fólks án þess að
það meiði sig. Búum líka til mikið
af vopnum.“
„Arngrímur er rosalega fljótur
að læra. Það er sama hvað maður
setur honum fyrir hann klárar allt
með glæsibrag. Annað hvort er
maður með þennan hæfileika eða
ekki. Hann er með þetta.“
„Það besta er líklega kennslan
sem maður fær. Heimir kennir
mér flest allt en ég er líka að horfa
á myndbönd á netinu um hvern-
ig maður á að gera hlutina. Efnin
sem maður notar eru svo dýr að
það er ekki hægt að gera neitt
annarsstaðar en í vinnunni. Þetta
er miklu skemmtilegra en mennta-
skóli.“
Ókeypis japönsk veisla
Áhugafólk um japanskan
mat ætti að fá vatn í munninn
um næstu helgi en þá verður
japönsk kvikmyndaveisla í
Háskólabíói.
Kvikmyndirnar eiga það allar
sameiginlegt að fjalla um japanska
matarmenningu á einn eða annan
hátt. Opnunarmynd hátíðarinn-
ar er A tale of a Samurai cooking
frá árinu 2014 en hún fjallar um
Oharu, unga stúlku sem er gift
samúræja-kokkinum Yasanobu.
Yasanobu er alls ekki góður kokk-
ur þó hann vinni við að elda mat
fyrir samúræja og þarf að kyngja
stoltinu þegar Oharu kennir hon-
um hvernig á að fara að í eldhús-
inu. Myndin, sem er ein af fimm
myndum hátíðarinnar, er sjónræn
veisla sem lætur engan áhuga-
mann um japanska menningu
ósnortinn. Það er Íslensk-japanska
félagið sem stendur fyrir hátíðinni
í Háskólabíó
dagana
18. og 19.
nóvember.
Ókeypis
er inn á allar
myndir. | hh