Fréttatíminn - 11.11.2016, Side 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 11. nóvember 2016
Þegar við erum ástfangin eða í
ástar sorg eigum við til að taka
heldur „drastískar“ ákvarðanir
sem oft eru lítið úthugsaðar.
Agnes Björgvinsdóttir deilir
með Fréttatímanum því klikk-
aðasta sem hún hefur gert í
ástarmálum.
„Ég er hvatvís og hef óbilandi trú á
eigin sjarma. Ég kynntist fyrrver
andi kærasta mínum á Ellefunni um
jól þar sem hann var með vinkonu
minni og kærasta hennar. Hann var
frændi vinkonunnar og í heimsókn
á Íslandi en bjó í Svíþjóð. Við fórum
í sleik á Ellefunni, eins og hefð er
fyrir, en kærasti vinkonu minnar
var eitthvað ósáttur við að ég hefði
stokkið á frænda kærustunnar svo
við enduðum á að rífast í tvo tíma
á barnum svo ég týndi gæjanum.
Þegar við vorum búin að sættast
bað ég vinkonu mína að hringja í
frænda sinn og segja að ég væri að
koma að sækja hann. Sem ég og
gerði. Ég tók leigubíl þangað sem
hann gisti í von og óvon um að hann
kæmi út. Ríghélt í leigubílstjórann
allan tímann og var bara: Ohh, ég
er svo stressuð. Hvað á ég að gera ef
hann kemur ekki út? Síðan labbar
hann út úr húsinu og ég segi við
bílstjórann. „Act cool, act cool!“
Þannig að við leigubílstjórinn vor
um ofur slök þegar hann kom inn
í bílinn. Þremur vikum seinna var
ég komin í heimsókn til Stokkhólms
til nýja kærastans míns. Eftir á að
hyggja er fyndið að hugsa til leigu
bílstjórans sem tók fullan þátt í leik
ritinu,“ segir Agnes.
„Einu sinni var ég líka nýbúin að
kynnast strák sem mér leist vel á.
Hann „addaði“ mér á Facebook og
ég sendi honum frumsamið ljóð þar
og óskaði eftir að hann byði mér á
stefnumót. Ljóðinu fylgdi beiðni um
svar í bundnu máli. Við höfum enn
ekki farið á stefnumót.“
Agnes segist líka geta verið
dramatísk. „Þegar ég var í mennta
skóla var ég mjög skotin í vini mín
um. Við fórum á nokkur stefnumót
í september en hann sagði síðan
hreint út að hann væri ekki nógu
skotinn. Í apríl þar á eftir fór ég
á hátíðina Aldrei fór ég suður og
ákvað í ölæði mínu að ég væri enn
skotin í honum. Skrifaði langt og
einlægt sms sem ég sendi. Þegar
ég kom heim um nóttina áttaði
ég mig á að ég hefði ekki sent
á rétt númer. Hefði átt að láta
kyrrt liggja en ákvað að senda
þetta hádramatíska sms í rétt
númer. Við erum vinir í dag
en höfum enn ekki rætt um
rædd skilaboð.“ | bg
Leigubílstjórinn tók fullan þátt í leikritinu
Agnes Björgvinsdóttir er
hvatvís og hefur óbilandi trú
á sjarma sínum. Mynd | Hari
DUO ACTIVE JUNIOR
SLONG JOHNS 205 GR
7.990.kr
DUO ACTIVE JUNIOR
HALF ZIP NECK 205 GR
8.990.kr
Í skítakulda og öskrandi roki
eru Devold MERINO ULLARUNDIRFÖTIN lausnin.
Amma með „fokk it“
hugarfar
Amma og barnabarn tengjast í gegnum spuna.
Agnes og María hafa alltaf verið mjög góðar vinkonur. Mynd | Móa Gustum.
Mynd | Milica Minić
Helga Dögg Ólafsdóttir
helgadogg@frettatiminn.is
Mér finnst að allir ættu að gera eitthvað skemmtilegt með ömmu sinni. Mér finnst
mjög gaman að fá að vera besta
vinkona ömmu minnar. Amma
er með svona „fokk it“ hugar
far og er ekki neitt að spá í
hvað neinum finnst, sem er svo
æðislegt í spunanum,“ segir
Agnes Wild, ömmubarn Maríu
Guðmundsdóttur, en þær
leika saman í spunahópnum
Improv Ísland í Þjóðleikhús
kjallaranum.
Agnes flutti heim til Íslands
árið 2014 eftir að hafa lært
leiklist í Bretlandi. Eftir að hún
kom heim var erfitt að finna
vinnu og datt Agnesi í hug að
fá ömmu sína með sér, sem var
þá á eftirlaunum, á námskeið
hjá Improv Ísland: „Við sáum
auglýst í einhverju blaði nám
skeiðið hjá Haraldinum, nám
skeið sem er haldið á vegum
Improv Ísland og við ákváðum
bara að skella okkur þangað
og nú er ég orðin heiðurspuna
leikari,“ segir María kát.
María og Agnes hafa alltaf
verið mjög góðar vinkonur og
hafa verið lengi saman í leik
listinni: „Við tengjumst mjög
mikið í gegnum leiklistina. Við
skrifum mikið saman og búum
til leikrit og búum til grínsenur
saman. Svo er amma bara svo
ótrúlega hress og skemmtileg
að það er bara ekki annað hægt
en að vera vinkona hennar,“
segir Agnes og María hefur
sömu sögu að segja. „Það er
svo mikill styrkur þegar maður
er orðinn svona gamall eins
og ég, þá getur maður svolítið
ruglast en ég get alltaf stólað
á Agnesi og hennar viðbrögð.
Hún er mjög ákveðin kona,
eins og ég. Hún er frábær leik
stjóri, mjög sanngjörn og frá
bær leikari. Hún er líka alltaf í
góðu skapi og drífur fólk með
sér í hlutina. Hún er yndisleg
manneskja og ég er stolt að
eiga hana sem dótturdóttur,“
segir María um vinskap þeirra.
Nokkur aldursmunur er á
María og unga fólkinu í Improv
hópnum hennar en hún lætur
það ekki stoppa sig og heldur
ótrauð áfram í leiklistinni. „Við
erum alltaf að kynnast meira
og meira og hún hringir oft í
mig til að biðja um hjálp við
allskyns verkefni. Síðast bað
hún mig um aðstoð þegar við
í Improv hópnum vorum öll
að setja inn nýjar myndir fyrir
samfélagsmiðla. Hún segir að
hún geti ekki sett þessa „fokk
ing“ mynd inn á Facebook
og ég bauðst til að koma og
hjálpa henni. Það er allskonar
svona sem ég þarf stundum að
hjálpa henni við,“ segir Agnes
og hlær.
Hvernig finnst þér að vinna með
svona mikið með ungu fólki?
„Þetta eru miklir og góðir
karakterar og ég myndi segja
vinir mínir. Maður finnur
stundum fyrir aldrinum. Það
var afmæli hjá einum í hópn
um um daginn og við Agnes
ákváðum að kíkja. Mér fannst
stundum eins og ég væri á
vöggustofu, þau voru öll svo
ung. En það er meiriháttar
að fá að vinna með þeim. Það
bætir og kætir, eins og sagt er,“
segir María.
Helga Dögg Ólafsdóttir
helgadögg@frettatiminn.is
„Guðrún frá Stígamótum hafði
samband og ég varð mjög spennt
og við ákváðum að gera þetta
saman. Mann langaði strax til að
gera eitthvað gagn því þetta er
mjög mikilvægt málefni,“ segir
Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri
Íslenska dansflokksins sem fór í lið
með Stígamótum í þeim tilgangi að
gera gjörning í tilefni söfnunarátaks
Stígamóta sem ber heitið Styttum
svartnættið. Tíminn sem líður frá
því að kynferðisbrot er framið þar
til brotaþoli leitar sér aðstoðar er oft
langur og reyna Stígamót að beina
ljósi sínu á það með allskyns gjörn
ingum sem landsmenn geta fylgst
með næstu vikuna.
Hreinsunarathöfn
„Ég fékk strax þá hugmynd að vera
með hreinsunarathöfn. Dans sem
ég dansaði áður í gamla daga, sem
byrjaði í gríni en öllu gríni fylgir
alvara. Hugmyndin var að við
gætum öll andað saman, dansað
saman, öskrað saman og faðmast.
Svo kom svo hugmynd að við mynd
um gera þetta beint fyrir framan
héraðsdóm. Þetta var táknrænn
gjörningur þetta með að þrífa.“
Hugmynd Ernu fæddist einn
daginn þar sem hún var að þrífa
íbúð sína en nennti því alls ekki
og nýtti sér þá dansinn til að gera
tiltektina skemmtilegri: „Maður er
að slá tvær flugur í einu höggi, þrífa
skítinn og sálina og hugann. Maður
verður endurnærður andlega og
líkamlega og allt „spikk og span“
heima hjá manni.“
Enn að jafna sig
Það hefur alltaf verið draumur Ernu
að nýta reynslu sína í tilgang sem
gefur áfram: „Það er táknrænt að
gefa þessari byggingu góða orku.
Þetta var eins og nútíma særing,
henda út neikvæðri orku. Þátttak
endur voru þolendur kynferðisof
beldis, dansarar Íslenska dans
flokksins, starfsfólk Stígamóta og
allskonar fólk sem vildi vera með
til þess að styðja þetta góða mál
efni. Það var mjög sterk upplifun
að vinna með þessu fólki og svo að
gera þennan dans fyrir framan allt
þetta fólk sem bjóst ekki við þessu
niður á Lækjartorgi. Það kom eigin
lega á óvart hvað þetta hafði mikil
áhrif, þetta er málefni sem maður
getur verið mjög reiður og leiður
yfir hvernig hlutirnir eru þannig
ég fór að háskæla og ég er enn að
jafna mig.“
Gjörningur Stígamóta:
Nútíma særing
Hún er frábær leik-
stjóri, mjög sann-
gjörn og frábær
leikari. Hún er líka
alltaf í góðu skapi og
drífur fólk með sér í
hlutina. Hún er yndis-
leg manneskja og ég
er stolt að eiga hana
sem dótturdóttur.
María Guðmundsdóttir