Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 11.11.2016, Side 46

Fréttatíminn - 11.11.2016, Side 46
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is „Mér fannst að ég þyrfti að taka mig aðeins á. Ég hafði verið dugleg að mæta í ræktina í tvö ár en það var mjög ómarkvisst. Ég vissi reyndar ekki að ég væri að fara út í lyftingar, ég ákvað bara að prófa að fara til þjálfara og þetta er það sem hann notar,“ segir Silja Bára Ómarsdótt- ir, aðjúnkt við Stjórnmálafræði- deild Háskóla Íslands, sem æft hef- ur kraftlyftingar síðastliðin þrjú ár, undir dyggri leiðsögn einkaþjálfar- ans Ingimundar Björgvinssonar. Silja Bára fann fljótlega að kraft- lyftingarnar áttu vel við hana og þegar hún komst á bragðið var ekki aftur snúið. Nú tekur hún orðið 100 kíló í réttstöðu, 50 kíló í bekkpressu og stefnir á að ná 100 kílóum í hné- beygju fyrir jól. Rosaleg líkamsrækt Lyftingarnar hafa gert mikið fyr- ir líkamlega heilsu hennar. „Ég er sterkari, með meira þol, mér finnst ég bera mig betur og fæ síður vöðva- bólgu og verki. Svo er þetta mjög góð líkamsrækt að því leytinu að maður þarf að vera viðstaddur í hausnum líka. Hér áður þegar ég fór í ræktina þá kveikti ég á einhverjum þætti og var að gera eitthvað annað á meðan ég var að æfa. En í þessu þarf maður að vera mjög meðvitað- ur um líkamsstöðu og hvernig mað- ur beitir sér. Mér finnst líka gott að þetta er rosaleg líkamsrækt, en ekki beinlínis mikil hreyfing. Maður þarf ekki hraða eða slíkt, það eru engin högg á liði, en maður vinnur samt mikið með líkamann.“ Árangurinn mjög skýr Silju Báru þykir það einnig kostur við lyftingarnar hvað árangurinn er vel mælanlegur. „Ef maður fer í þrektíma þá veit maður ekkert endi- lega hvort maður er að gera meira eða minna en maður gerði síðasta tíma, en í þessu veit ég nákvæmlega hvað ég er að lyfta þungu og það er mjög skýrt þegar markmiðinu hefur verið náð.“ Árangurinn sést þó ekki á einni nóttu og því þarf þolinmæði og elju- semi til að ná markmiðunum. „Ég tók 100 kíló í réttstöðu fyrir ári og ég er enn ekki farin að taka meira, þannig nú er mig farið að langa að bæta við. Mér finnst gott að setja mér markmið fyrir árið og vinna að því smám saman.“ Þarf ekki að vera mjó og létt Ein af ástæðunum fyrir því að Silja Bára hefur haldið sig við lyftingarn- ar er sú að hún vill gera eitthvað styrkjandi, sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt fram á að vöðvamassi kvenna rýrnar mjög hratt eftir fertugt. „Það sem ég fíla líka við þessa íþrótt er að það er engin áhersla á að vera mjó eða létt, þetta snýst um styrk. Svo er líka frá- bært samfélag í kringum lyftingarn- ar og skemmtilegar konur á öllum aldri að lyfta með mér. Þar sem ég er að æfa er þetta mikið kvenna- sport þó það sé einn og einn karl á stangli,“ segir Silja Bára kímin en henni hefur tekist að draga nokkr- ar vinkonur með sér æfingar sem flestar hafa haft gaman af þó þær hafi ekki allar haldið áfram að æfa. En áhuginn á lyftingunum er svo sannarlega að aukast, þá sérstak- lega meðal kvenna og segir Silja Bára það sjást vel á bætti aðstöðu. „Nú er kominn sérsalur þar sem fólk er ekki að gera neitt annað en að lyfta og það eru alltaf að bætast við rekkar þannig það er augljóslega mikil eftirspurn.“ Kraftakona Silja Bára stefnir á að geta tekið 100 kíló í hnébeygju fyrir jól. Mynd | Rut Silja Bára lyftir 100 kílóum Hefur æft lyftingar í þrjú ár og kann vel að meta hvað þær eru rosaleg líkamsrækt án þess að vera mikil hreyfing.CURCUMIN Gullkryddið Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í með liðagigt. „Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar ég missti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.” LIÐIR – BÓLGUR – GIGT Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni balsam.is …heilsa kynningar 6 | amk… FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2016 Fann stressið minnka, náði djúpslökun og vaknaði endurnærð Náttúruleg lausn við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi. Unnið í samstarfi við Balsam Áttu erfitt með svefn, vakn-ar þú oft ósofin/n eða er streitan og kvíðinn að ná tökum á þér? Magnol- ia frá Natural Health Labs er tilvalið fyrir þá sem glíma við svefnvandamál, streitu, kvíða eða depurð. Magnolia stuðlar að heilbrigð- um samfelldum svefni ásamt því að vinna gegn streitu, kvíða og depurð og bætir andlega og líkamlega líðan. Náttúruleg lausn við svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi Börkur af plöntunni Magnolia sem vex í fjallahéruðum Kína hefur verið notaður við svefnvandamál- um, kvíða og þunglyndi í meira en 2000 ár í Asíu. Rekja má ótrúlegan lækningamátt hans til náttúrulega efnanna honokiol og magnolol. Börkurinn virkjar taugaboðefni í heilanum sem hafa slakandi og róandi áhrif og stuðla að heilbrigð- um og samfelldum svefni. Börk- urinn vinnur einnig gríðarlega vel gegn stressi, kvíða og þunglyndi með því að koma jafnvægi á horm- ónið cortisol sem er stundum kall- að stress hormónið. Nýleg rann- sókn frá Landlæknisembættinu sýnir að um þriðjungur Íslendinga á við svefnvandamál eða þung- lyndi að stríða. Natural Health Labs eru hrein náttúru- leg bætiefni sem inni- halda hvorki rotvarn- arefni né fylliefni og eru án allra aukaefna. Magnolia kemur í græn- metishylkjum og telst því vegan. „Vaknaði endurnærð“ „Ég vinn í tarnavinnu, sérstak- lega kringum jól og páska, og þá er lítið sofið og mikið unnið. Svo byrjaði ég að taka inn Magnolia, vinkona mín mælti með því að ég prófaði. Strax fyrstu nóttina sofn- aði ég dýpra, fann stressið minnka og náði djúpslökun – og vakn- aði endurnærð,“ segir Kristín Þorgeirsdóttir ljósmyndari, Krissý. „Ég tek Magnoliu til að sofa betur og til að minnka stress og kvíða yfir daginn. Ég tek það inn yfir daginn ef það það er mikil pressa í vinnunni. Ég mæli með Magnoliu fyrir alla sem eiga erfitt með að sofna eða sofa mjög laust, líka ef það er álag og stress eða kvíði. Ef ég þarf að vinna mikið þá finn ég hvernig Magnolia dregur úr þreytuverkjum í líkamanum og hjálpar mér að vera róleg. Ég elska líka að þetta er 100% nátturulegt.“ hefur þegar notið mikilla vinsælda og hjálpað fjölmörgum íslending- um. Magnolia er fáanlegt í öllum apótekum landsins, Heilsuhúsinu, Heilsuveri, Heilsutorgi Blómavals, verslunum Hagkaupa, Iceland Engihjalla, Fjarðarkaupum, Orkusetrinu, á Heimkaup. is og Heilsulausn.is . 1-2 hylki með vatnsglasi kvölds og eða morgna. Mælt er með 1-2 hylki að morgni við kvíða og depurð. Við svefnvandamálum er mælt með 1-2 hylki með kvöldmat eða um 30-60 mínútum fyrir svefn. Magnolia Ráðlögð notkun: Kristín Þorgeirsdóttir ljósmyndari.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.