Fréttatíminn - 11.11.2016, Page 50
…útivist kynningar 10 | amk… Föstudagur 11. nóvember 2016
Fjölbreytt úrval Í Ullarkistunni fást margar gerðir ullarfatnaðar; Þunn og þægileg ullarföt
sem henta innan undir og þykkari flíkur sem henta sem millilag (til dæmis í staðinn fyrir
flís).
Sérfróðar um ullarföt Jóna Björk Guðjónsdóttir, Olga Ingrid Heiðarsdóttir og Salbjörg
Ýr Guðjónsdóttir standa vaktina á hverjum degi í Ullarkistunni og sjá til þess að fólk finni
nákvæmlega það sem því hentar. Myndir | Hari
Ullarfatnaður er ómissandi
fyrir íslenskan vetur
Í Ullarkistunni er mikið úrval af ullarfatnaði fyrir börn og fullorðna, bæði til útivistar og daglegra nota.
Unnið í samstarfi við Ullarkistuna
Við erum með gífurlega mikið úrval af ullarfatn-aði. Hérna er eitthvað í boði fyrir alla,“ segir Olga
Ingrid Heiðarsdóttir hjá verslun-
inni Ullarkistunni við Laugaveg.
Nú þegar veturinn er genginn
í garð og framundan eru kald-
ir dagar er vissara að vera vel
búinn. Þá er sniðugt að kíkja við
í Ullarkistunni þar sem er bæði
mikið úrval af ullarfatnaði fyrir
börn og fyrir fullorðna, hvort sem
er til daglegra nota eða til úti-
vistar.
„Við erum með margar gerðir
ullarfatnaðar; Þunn og þægileg
ullarföt sem henta innan und-
ir og þykkari flíkur sem henta
sem millilag (til dæmis í staðinn
fyrir flís). Við fengum nýjar línur
í haust bæði fyrir fullorðna og
börn sem eru rosalega flottar. Við
höfum eiginlega átt í vandræðum
með að koma öllum þessum vör-
um fyrir í versluninni,“ segir Olga.
Olga er sjálf mikil útivistar-
manneskja og hefur til að mynda
starfað sem jöklaleiðsögumaður.
„Ég hef notað þessi föt frá því við
byrjuðum fyrir ellefu árum og ég
get staðfest að þetta er það sem
virkar. Ég hef prófað það að klæð-
ast fötum úr gerviefni og bómull
og það er eins og svart og hvítt í
samanburði við ullina. Það munar
um það að vera í ullinni innst,
sérstaklega hér á Íslandi þar sem
maður veit aldrei hvað gerist í
sambandi við veður. Svo eru föt-
in svo þægileg og mjúk, enda úr
merino-ull sem er mjúk og veldur
ekki kláða.“
Foreldar Olgu stofnuðu versl-
unina fyrir 11 árum, en hún hét
upphaflega Janusbúðin og byrj-
aði sem lítið söluhorn í þvotta-
húsi sem fjölskyldan rak saman
á Barónsstíg. „Mamma er norsk
og mundi eftir Janus fötunum frá
því hún var krakki og langaði að
prófa að setja þau á markað hér.“
Skemmst er frá því að segja
að ullarfötunum var svo vel tekið
að fljótlega varð hornið að heilli
verslun, þvottahúsið lagðist af
og fjölskyldan sinnir í dag alfar-
ið sölu á ullarfatnaði og rekur
verslunina Ullarkistan sem er
bæði á Laugavegi 25 í Reykjavík
og á Glerártorgi á Akureyri. Þar
að auki rekur fjölskyldan verslun
í Noregi sem Olga opnaði þegar
hún var þar við nám.
„Okkar bestu meðmæli eru
þegar fólk kemur til baka og segir
að það verði að fá eitt sett í við-
bót. Það segir mikið um vöruna að
þegar fólk hefur prófað þá kem-
ur það aftur. Margir vilja ekkert
annað og það gildir bæði um börn
og fullorðna,“ segir Olga Ingrid
Heiðarsdóttir hjá Ullarkistunni.
Nánari upplýsingar má fá á
Facebooksíðu Ullarkistunnar.
frettatiminn.is
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Kolbrún Björnsdóttir byrjaði síð-
asta vetur að stunda gönguskíði og
fjallgöngur og hyggst hún halda því
áfram í vetur. Veturinn þar á und-
an hjólaði hún líka en hjólið er nú í
smá fríi vegna aðstæðna. Í haust fór
hún svo á náttúruhlaupanámskeið
þannig hlaupin verða líka á vetrar-
prógramminu. Hún hefur því nóg
fyrir stafni þó myrkrið og kuldinn
taki völdin.
Gott að fara í heitu pottana
„Mér finnst myrkrið skemmtilegt.
Það er eitthvað svo notalegt við
það. Að vera til dæmis með vin-
konum mínum að brölta upp fjall
með flöktandi ljós og komast upp
á topp er dásamleg tilfinning. Mér
finnst snjórinn líka orðinn miklu
skemmtilegri eftir að ég byrjaði að
stunda útivist yfir vetrartímann og
hlakka mjög til að komast á göngu-
skíðin. Prófið líka að fara út í kuld-
ann og hreyfa ykkur og fara svo í
heitu pottana í sundi á eftir. Það
toppar það fátt,“ segir Kolbrún að-
spurð hvað sé skemmtilegast við að
stunda útivist á veturna.
Stofnaði óvart fjallgönguhóp
Henni finnst best að hreyfa sig úti
og veit fátt betra en að anda að sér
fersku lofti. Og ef hana langar að
prófa eitthvað nýtt þá lætur hún
yfirleitt slag standa. „Mig langaði
að prófa fjallgöngur og einhvern
veginn gerðist það á einni kvöld-
stund að ég bjó óvart til fjallgöngu-
hóp ásamt vinkonum mínum og
skráði mig í Landvætti sem þýddi
að ég þurfti jafnframt að byrja að
æfa gönguskíði, sund og hlaup.“
Kolbrún viðurkennir þó að það
sé aðeins erfiðara að stunda úti-
vist á veturna en á sumrin. „Það
er samt ekkert sem ætti að stoppa
fólk. Myrkrið setur auðvitað strik
í reikninginn en þá er bara að nota
gott höfuðljós og þegar það er hálka
þá er bara að smella á sig broddum.
Það er til heilmikið úrval bæði af
ljósum og broddum og því um að
gera að skoða vel úrvalið.“
En er aldrei erfitt að hafa sig út
í kuldann? „Veðrið er alltaf verra
þegar við horfum út um gluggann.
Og kuldann er yfirleitt frekar auð-
velt að klæða af sér, fyrir utan það
að okkur hitnar svo vel á hreyf-
ingu. Helsti gallinn við kuldann er
að það getur verið óþægilegt að fá
mjög kalt loft í lungun en ég passa
mig þá bara á því að mæðast ekki of
mikið köldustu dagana.“
Lenti í ævintýri á Esjunni
Aðspurð hvort hún hafi lent í ein-
hverjum ævintýrum eða hrakför-
um í útivistinni að vetri til seg-
ir hún fyrstu ferðina sína upp að
Steini á Esjunni hafa verið heljar
mikið ævintýri. „Við fórum nokkr-
ar stelpur saman og lentum í alls
kyns veðrum og það var nokkuð
mikill snjór sem við þurftum að
kljúfa. Broddarnir af öðrum skón-
um týndust í snjónum sem gerði
það aðeins meira krefjandi að klára
ferðina upp og fara niður aftur
og ég rembdist við að halda í við
stelpurnar. Á tímabili fannst mér
ég vera stödd í Hollywood stór-
mynd og tvísýnt væri um líf mitt.
Sem var auðvitað alls ekki raunin.
En ég var líka þeim mun ánægðari
með mig að hafa klárað þetta. En
ég gat varla borðað eða baðað mig
þegar ég kom heim, ég var svo gjör-
samlega búin á því,“ segir Kolbrún
sem stefnir á að vera dugleg í úti-
vistinni í vetur og ætlar að reyna
að fara eins oft út að leika og færi
gefst. „Ég lenti í slysi í vor sem
gerði það að verkum að ég gat gert
mjög lítið í sumar og ætla því að
nota veturinn í að koma mér aftur
almennilega af stað.“
Dásamlegt að brölta upp á fjall
Kolbrún veit fátt betra en að anda að sér fersku og lofti og stundar
útivist af kappi yfir vetrartímann.
Myrkrið skemmtilegt Kolbrún fer á gönguskíði, í fjallgöngur og hleypur á veturna. Hún segir
auðvelt að klæða af sér kuldann og því óþarfi fyrir fólk að láta hann aftra sér.
GLÆSILEGAR
BORGIR Í A-EVRÓPU
Í BEINU FLUGI
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa,
fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4
daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt
að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum
uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.
BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún
er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar
sem margar eru á minjaskrá Unesco,
forna menningu og spa/heilsulindir.
Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem
gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GDANSK Í PÓLLANDI
Hansaborgin Gdansk er elsta og
fallegasta borg Póllands, saga
hennar nær aftur til ársins 997.
Glæsilegur arkitektúr, forn menning
og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina
að vinsælustu ferðamannaborg
Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
VERÐ FRÁ 87.900.-
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
VILNÍUS Í LITHÁEN
Vilníus er eins og margar aðrar borgir í
Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir
því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins
1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco.
Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í
gamla bænum og gamli byggingastíllinn
blasir hvarvetna við.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.