Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 18. nóvember 2016
Eftir fyrstu hrinu borgarastríðs
hins nýfrjálsa ríkis tók Mamdani
sæti í fimm manna rannsóknarnefnd
á vegum Afríkubandalagsins. Niður-
staða nefndarinnar var að stærstur
hluti ofbeldismanna hafi verið
„glæpamenn“ að maka krókinn í
upplausnarástandi. Mamdani skil-
aði hinsvegar séráliti og taldi of-
beldið framið af pólitískum gerend-
um. Ágreiningur nefndarmanna
undirstrikar átakamynstur í nútíma
borgarastríðum í Afríku, hvernig
gangsteravædd stríðin eru betur
skýrð sem kerfi en keppni.
Valdlausir fá vopn
Borgarastríðið í Suður-Súdan hef-
ur staðið yfir, með hléum, frá árinu
2013. Ef stríð skyldi kalla. Það hefur,
líkt og mörg innanríkisátök nútím-
ans, strítt gegn þeirri hefðbundnu
túlkun að stríð séu línulaga ferli sem
endar annað hvort með yfirburðum
eins aðila eða friðarsamningum.
Bein átök skæruliða og hermanna
eru lágstemmd og einangruð við
borgir. Þess vegna skýtur skökku
við að fórnarlömb átakanna — hinir
saklausu borgarar — skuli svo margir
koma úr dreifbýli.
Liðlega 80 prósent Suður-Súdana
skrimta með aðferðum sem hafa
lítið breyst frá upphafi landbúnað-
ar, eiga kannski pál og plóg en sjá
varla pappírs-peninga. Súdanskir
skæruliðar í „borgarastríðinu“ fara
ekki um þessar byggðir sem fiskar
í sjó, samanber fleyg tilmæli Maó,
til þess að ávinna sér stuðning. Þeir
eitra sjóinn. Fólk er ekki fólk nema
að það sé með réttan ættbálka-
stimpil. Dinka. Nuer. Murle. Landið
er þeirra. Á tungumáli Dinka þýð-
ir „Dinka“ bókstaflega „fólk“. Og
hvað skyldi „Nuer“ þýða á Nuer-
ísku? „Hreinræktað fólk.“ Orðræð-
an endurómar útsendingar Útvarp
Hútú í aðdraganda þjóðarmorðanna
í Rúanda árið 1994.
Líkt og sagnfræðingurinn Eric
Hobsbawm sagði, er freistingin til
að grípa til morða og pyntinga æ
meiri eftir því sem uppreisnarmað-
ur skynjar sig nær botni samfélags-
ins. Valdleysi spillir ekki síður en
vald. Vopnin gefa ungum, atvinnu-
lausum karlmönnum áður óþekkt
völd og tilgang í lífinu. The Guardian
greinir frá því hvernig Suður-Súdan
varð að ruslakistu vopnasala í Afr-
íku á meðan barátta landsins fyrir
sjálfstæði stóð yfir. Talið er að um
3,2 milljón handvopna séu í umferð.
Tveir þriðju hluti þeirra eru í hönd-
um óbreyttra borgara, þó að skilin
þar á milli séu oft óljós; einkennis-
klæðnaður skiptir litlu þegar launa-
greiðslur eru í formi sjálftöku. Her-
menn eru kannski dátar í dagsbirtu
en skæruliðar í skugga.
Í krafti glundroðans geta stríðs-
herrar átakanna einokað olíu- og
náttúruauðlindir landsins. Rann-
sóknarskýrsla frá hjálparstofuninni
The Sentry — fjármönguð af leikaran-
um George Clooney — sýndi nýver-
ið hvernig stjórnmálastétt landsins
misnotaði markvisst gamlar skil-
greiningar á etnískum uppruna til
að tvístra samfélaginu í eigin þágu.
„Tengslanet [Kirr forseta og yfirlýsts
andstæðings hans, Riek Machar] eru
ein um að hagnast á þessum átök-
um, þar fléttast meðal annars hagur
alþjóðlegra fyrirtækja,“ segja skýr-
sluhöfundar Stríðsglæpir ættu ekki
að borga sig. Fyrsta lausnin, segja
höfundar, er að frysta alþjóðlegar
eignir og bankainnistæður og sækja
alþjóðleg fyrirtæki til saka fyrir að
viðhalda þjáningu heillar þjóðar.
Erfitt líf en friðsælt
„Sársaukaþröskuldurinn hér er ansi
hár,“ segir David Aboot, hjúkrunar-
fræðingur í Agogo flóttamanna-
búðunum. „Fólk hefur greinilega
gengið í gegnum margt.“
Í byrjun október var svæðið sem
Agogo þekur ónuminn víðavangur
í Norður-Úganda. Nú búa þar um
fjögur þúsund manns. Búðirnar eru
fámennar miðað við flóttamanna-
byggðir á borð við BidiBidi, sem er
nokkru vestar, með um 150 þúsund
Súdani. Lífið á þessum stöðum er
mikið basl en á móti friðsælt. Þar
ræður samsetning íbúa miklu. Um
85 prósent eru börn 16 ára og yngri,
konur og gamalmenni. Ennfremur
hafa stríðandi ættbálkar flúið í hvor í
sína áttina Dinka til Úganda og Nuer
til Eþíópíu.
Hitastigið er 33 gráður. Miðbaugs-
sólinn skýn lóðrétt, einsog rússnesk
ljósakróna í niðurníddum hýbýl-
um. Skilyrði til myndatöku eru erf-
ið. Af rælni smelli ég af nokkrum
myndum - stúlka að dæla vatni úr
brunni, maður að grafa kamarholu,
sunnudagsmessa undir mangótré
- og hugsa um leið til sögufrægu
myndarinnar „Hrægammurinn
og litla stúlkan“. Myndin er tek-
in í Suður-Súdan árið 1993 og sýn-
ir vannærða stúlku sem hniprar sig
saman á berri moldinni. Nokkrum
skrefum aftar situr hrægammur og,
samkvæmt æpandi myndmálinu,
bíður átekta. Eftir að myndin birtist
í heimspressunni var ljósmyndarinn
þráspurður hvað hefði orðið af stúl-
kunni. Er hún á lífi? Gekkstu í burtu?
Hraktirðu ekki hrægamminn? Er
hinn raunverulegi hrægammur ekki
sá, sem við þessar aðstæður, hefur
hugann við ljósop og tökuhraða? Ári
síðar hlaut myndin Pulitzer verð-
launum. Og ljósmyndarinn, Kevin
Carter, framdi sjálfsmorð.
Fyrr og síðar hafa eldarnir logað
í Suður-Súdan. Þeir einu sem ekki
hafa litið undan eru íbúarnir sjálfir.
Viola Moses, nítján ára flótta-
maður frá bænum Yei, með
slitna flugfreyjutösku eftir tíu
daga ferðalag sem loks er á enda.
Borgarastríðið í Suður-
Súdan hefur staðið yfir,
með hléum, frá árinu
2013. Ef stríð skyldi
kalla. Það hefur, líkt og
mörg innanríkisátök
nútímans, strítt gegn þeirri
hefðbundnu túlkun að
stríð séu línulaga ferli sem
endar annað hvort með
yfirburðum eins aðila eða
friðarsamningum.
Sjö ára drengur að bera fimm lítra vatnsbrúsa.
Fyrir okkur hin virðist enda deilu-
efnið óskiljanlegt - vegna þess að
deiluefnið er óskiljanlegt.
Dökkar horfur í Austur-Afríku
„Langvarandi deilur hafa tvístrað
samfélagi sem var hvorki einsleitt
né sameinað fyrir. Það verður mjög
flókið að púsla þessu saman,“ segir
Guðrún Sif Friðriksdóttir sem starf-
aði í Suður-Súdan fyrir UN Women
frá 2010 - 2012. Eftir það fékk hún
doktorsstyrk til að rannsaka sam-
félagsstöðu fyrrverandi hermanna
sem tekið hafa þátt í borgarastríði.
Suður-Súdan átti að vera vettvangur
rannsóknarinnar en stríðið breytti
skyndilega þeim áformum. Hún
undirbjó því jarðveginn í Líberíu en
þurfti að hætta við þann áfangastað
vegna ebólufaraldursins. Loks flaug
hún til Búrúndí (smáríkis nokkru
sunnar við Suður-Súdan) og bjó þar
allt síðasta ár, eða þar til ástandið
þar í landi varð sömuleiðis eldfimt.
Liðlega þrjú hundruð þúsund hafa
flúið Búrúndí á þessu ári vegna
átaka.
Margir Búrúndar hafa endað í
Úganda, rétt eins og flóttamenn
frá Suður-Súdan, Kongó, Sómalíu,
Mið-Afríkulýðveldinu og mögulega,
ef fer sem horfir, Eþíópíu. „Austur-
-Afríka er í slæmu ástandi,“ segir
Guðrún. „Svæðið vantar leiðtoga,
nú þegar Tansanía og Eþíópía eiga
einfaldlega nóg með sitt.“ Milliríkja-
samskipti í álfunni hafi áður brúað
takmarkanir alþjóðlegra stofnana
til friðaruppbyggingar, með „afrísk-
um lausnum“ við „afrískum vanda-
málum“. Suður-Súdan er dæmi um
takmarkanir alþjóðlegra stofnana.
Áður en stríð braust út höfðu al-
þjóðastofnanir einblínt á friðarverk-
efni meðal almennings. Samt var
flestum ljóst að líklegustu friðar-
spillarnir væru stjórnmálamenn.
„Stjórnmálaíhlutun hjá fullvalda
ríki var einfaldlega ekki innan okk-
ar vébanda sem alþjóðaliðar,“ segir
Guðrún, nú búsett í Reykjavík, höf-
uðborg friðsælasta ríkis heims, sam-
kvæmt alþjóðlegum mælingum.
Velkomin til Úganda
Hér þykja fólksflutningar sjálfsagður
hluti af sögunni.
Á bakaleiðinni ökum við fram-
hjá konum að kveikja sinu. Eldarn-
ir svíða annars ósnortna lágsléttu
Norður-Úganda. „Flóttamenn
að koma sér fyrir,“ segir bílstjór-
inn, eins og það sé alsiða um þess-
ar mundir að færa flóttamönnum
landskika til sjálfsþurftarbúskapar.
Það fer ekki milli mála að flóttamenn
eru velkomnir í Úganda um ókomna
tíð. Hvítu dúkarnir, sem klæða trjá-
kofa og tjöld, víkja með tímanum
fyrir varanlegri byggingarefnum.
Nú þegar er búið að steypa grunn
að skólabyggingu í Agogo.
Geremew Yadessa, yfirmaður hjá
Lúterska heimssambandinu, telur
að flestir Súdanir muni kjósa að setj-
ast að í Úganda. „Það þyrfti að ríkja
friður í mörg ár svo að fólk treysti
sér aftur,“ segir hann. „Svokölluð
vopnahlé hafa hingað til bara verið
tækifæri fyrir stríðandi fylkingar til
að safna kröftum.“
Fingrafaraskráning við komu í
Úganda. Á veggnum á má sjá aðsókn
síðustu daga.
Flóttamenn frá Suður-Súdan ferjaðir
yfir ánna Níl í norðvestur Úganda.
Sinu-
eldar í
Agogo
flótta-
manna-
búðun-
um.
Veljum hríslenskt.
NÝTT!
FREYJU
KARAMEL
LU
BRAGÐ
T ILBOÐ
OPNUNARTÍMI
Virka daga 11-18
laugardaga 11-16
Ármúla 44 - Sími: 517 2040 - facebook.com/skomarkadurinn
GÖNGUSKÓR
TILBOÐ I Verð: 7.995.-Áður: 9.995.-