Fréttatíminn - 18.11.2016, Blaðsíða 52
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Ég hef orðið fyrir mjög miklu aðkasti af því að ég er buffkona. Það má segja að ég sé jaðarsett vegna buffnotkunar minnar,“
segir Þórhildur Ólafsdóttir fjöl
miðlakona og einn helsti talsmað
ur buffs á Íslandi. Það má eigin
lega ganga svo langt að kalla hana
drottningu buffsins. Þórhildur hef
ur varið buffið með kjafti og klóm
alla vikuna eftir að mynd birtist af
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta
Íslands, með buff á höfði í opinber
um erindagjörðum og allt ætlaði
um koll að keyra á samfélagsmiðl
um í kjölfarið.
Finnst hún sæt með buff
„Það er alveg magnað hvað buffið
vekur upp ofsafengin viðbrögð og
fólk er búið að ákveða að þetta sé
svakalega hallærislegt. En þetta
sama fólk, tískuspekúlantar og
trendsettererar, gengur sjálft í
allskonar flíkum sem maður skilur
ekki hvaðan koma. Maður þarf ekki
annað en að fara niður í bæ og sjá
múnderinguna á helstu hipsterun
um. Svo er buffið gagnrýnt. Það er
alveg óskiljanlegt miðað við hvaða
tísku„ítem“ eru í gangi í samfélag
inu í dag,“ segir Þórhildur og henni
er augljóslega mikið niðri fyrir.
„Mér finnst ég alltaf mjög sæt
með buff. Þetta er flík sem fer mér
mjög vel. Ég myndi aldrei ganga í
mittisleðurjakka því það fer mér
ekki, en buffið fer mér,“ bætir hún
við.
„Mér skilst að buffið sé tíunda
áratugar uppfinning en ég byrjaði
í eyrnabandinu sem krakki. Ég var
alltaf með eyrnaband, gekk með
það allan daginn og svaf með það
í nokkur ár. Þegar buffið kom svo
Fékk buff í
brúðkaupsafmælisgjöf
Þórhildur er einn helsti talsmaður buffs á Íslandi og hefur orðið fyrir
miklu aðkasti vegna buffnotkunar sinnar. Hún segir vel hægt að vera
smart með buff og skilur ekki hatur fólks á þessu hentuga höfuðfati.
Sæt með buff Þórhildi finnst buffið fara sér vel og von-
ast til að einhver listaspíra hanni tískubuff með flottum
printum.
fram á sjónarsviðið, þá var það mér
mjög kunnulegt, enda hægt að nota
það á sama hátt og eyrnabandið.
Buffið er hins vegar mun notenda
vænni flík,“ segir Þórhildur um
hvernig það kom til að hún tileink
aði sér buff. Það tók einfaldlega við
af af eyrnabandinu, sem hentaði
henni einstaklega vel vegna
þess hver hárprúð hún er.
„Það er miklu betra að
vera með buff sem fer yfir
ennið og eyrun heldur en
húfu sem klessir niður
hárið.“
Hægt að hafa buff-
ið smart
Hún rifjar upp að
buffið hafi verið mjög
áberandi í Survivor
þáttunum, þar sem það
var meðal annars notað
sem pils, brjóstahaldari,
svitaband og fleira. „Buff
ið varð eiginlega frægt í
Survivor en síðan hefur
útivistarfólkið tekið
þessu fegins hendi, enda
praktísk og margnota
flík. Ég nota buffið við
öll útivistartækifæri
og líka þegar ég kafa. Þá
nota ég það til að halda
hárinu frá andlitinu. Svo bý ég úti
á Seltjarnarnesi þar sem er alltaf
vindur og það er ótrúlega þægi
legt að grípa í buffið ef maður þarf
að skjótast út í búð eða rölta út á
róló með krakkann.“ Þórhildur
hikar því ekki við að nota buffið
innabæjar og skammast sín ekkert
fyrir það. „Við skulum ekki gleyma
því að það er hægt að setja buffið
þannig á að það sé frekar smart,
og í rauninni bara eins og eyrna
band. Það þarf ekki að vera með
það ósamanbrotið og lafandi niður
á bak eins og leikskólakrakkar eru
með það.
Buff í brúðkaupsafmælisgjöf
Þá bendir Þórhildur á að það séu
til allskonar gerðir af buffum. Fólk
þurfi ekki endilega að vera með
næfurþunnt bómullarbuff með
auglýsingalógói, enda sé hægt að fá
skemmtileg buff úr vandaðri bóm
ull og merino ullarbuff, sem er í
miklu uppáhaldi hjá henni.
„Þegar ég og maðurinn minn átt
um tveggja ára brúðkaupsafmæli
þá gaf hann mér merino ullarbuff,
sem er eitt það rómantískasta sem
fyrir mig hefur verið gert,“ segir
Þórhildur, en þó maðurinn hennar
sé ekki buffmaður sjálfur þá finnst
honum hún mjög sæt með buff.
Þá fékk Þórhildur buff frá vinum
sínum í þrítugsafmælisgjöf sem
búið var að prenta nafnið hennar
á í miðjuna og þeirra allra í kring,
ásamt íslenska skjaldarmerkinu.
Buff er því ekki því svo sannarlega
ekki bara einhver léreftshólkur í
hennar huga.
Þórhildur bindur vonir við að
athyglin sem buffið hans Guðna
hefur fengið verði til vitundarvakn
ingar um þægindi og praktík höf
uðfatsins.
„Næsta skref gæti mögulega ver
ið að einhver listaspíra og tísku
gerðarmaður hanni tískubuff með
mögnuðum printum. Svo á ein
hver töff týpa eftir að mæta með
buffið á Kaffibarinn. Og þá verðum
við, bufffólkið, vonandi látin í friði
í kjölfarið. Um leið og Salka Sól
mætir með hönnunarbuff á hausn
um í partí, þá verður þetta leyfi
legt. Ég bara hlakka til því þá er ég
komin með klæðnað fyrir næstu
árshátíð.“
GÓÐAR ÚLPUR
FYRIR VETURINN
ÚLPA * STÆRÐIR 14-28VERÐ 14.990 KR
ÚRVAL Í STÆRÐUM 14-28 EÐA 42-56
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Í NETVERSLUN CURVY.IS EÐA
KOMDU Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA
FRÁ KL. 11-18
OPIÐ LAUGARDAGA
FRÁ KL. 11-16
Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
Z b r a u t i r
& g l u g g a t j ö l d
Faxa fen i 14 - s . 525 8200 -
Op i ð v i r ka daga k l . 10 -18 og l auga rdaga k l . 11 -15
ALLT FYRIR GLUGGANN
Á EINUM STAÐ
Flatahraun 5A, Hfj. | Jökla Laugavegi 90 Rvk.
info@blacksand.is | www.blacksand.is | 896 8771
Íslensk hönnun
OPIN VINNUSTOFA
Afsláttur
föstudag og laugardag
milli 12-17
Flatahraun 5A, Hfj
Nýjar og eldri vörur
með afslætti.
Fatnaður, púðaver ofl.
280cm
98cm
20% afsláttur
af öllum vörum
til 17. júní
Túnika
kr. 3000
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
ittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
20% afsláttur
af öllum vör m
til 17. júní
Túnika
kr. 3000
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
ittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16
Frábær verð, smart vörur,
góð þjónusta
Loksins
komnar aftur
*leggings háar í
mittinu
kr. 5500.
Tökum upp nýjar vörur daglega
most.c_tiska
ost.tiskufataverslun
KONUVIKA!!!
ÞESSA VIKU BJÓÐUM VIÐ
30% AFSÁTT AF ÖLLUM VÖRUM !
SÍÐAN ÆTLUM VIÐ AÐ
DRAGA ÚT 3 GJAFABRÉF
AÐ UPPHÆÐ 10.000KR!!
ENDILEGA KOMA,
TAKA ÞÁTT OG
HAFA GAMAN
10
þúsund
kr.
10
þúsund
kr.
10
þúsund
kr.
…tíska 8 | amk… FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2016