Fréttatíminn - 02.12.2016, Page 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016
-50%
kr.
8 ARMA LJÓSAKRÓNA
Úr stáli
7.498
Áður: kr. 14.995
Ljósakrónur á 20–50% afslætti.
KRÓNUDAGAR
við Fellsmúla | 108 Reykjavík | rvm.is
OPIÐ ALLA DAGA
Mán. til fös. kl. 9–18
Laugard. kl. 10–16
Sunnud. kl. 12–16
-30%
-30%
kr.
5 ARMA LJÓSAKRÓNA
Krómuð
13.997
Áður: kr. 19.995
kr.
5 ARMA LJÓSAKRÓNA
Úr stáli
8.998
Áður: kr. 17.995
kr.
LJÓSAKRÓNA
Krómuð/svört
6.997
Áður: kr. 9.995
kr.
5 ARMA LJÓSAKRÓNA
Krómuð
8.397
Áður: kr. 11.995
-30%
-50%
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Meginástæðan fyr-ir því að fólk sækir sér hjálp, er að það hefur gleymt eða látið vera að rækta
samband sitt, og sett allt annað á
oddinn. Það er krefjandi að takast á
við og fólk þarf að horfa vel í spegil
og spyrja sig hvað það getur sjálft
gert til að bæta tengslin. Fólk þarf
sjálft að vinna vinnuna en ég rétti
þeim verkfæri til þess. Ég segi þeim
ekki fyrir verkum heldur vinna pör-
in sjálf verkefni sem ég legg fyrir
þau.“
Þórhallur býður upp á þriggja
daga námskeið í Hörpu í janúar fyr-
ir pör sem vilja bæta samband sitt.
„Þetta er vinna sem hentar öll-
um, hvort sem fólk vill styrkja
sambandið, er að byrja búa eða
leita leiða í gegnum erfiðleika. Við
fjöllum um algenga hluti sem ber
á góma í samböndum, börn, pen-
inga, kynlíf, vinnu og svo tökum við
líka á algengum vandamálum eins
og framhjáhaldi og áfengisneyslu.
Stundum kemur upp framhjáhald
og særindi og margir sem hafa lent
í því, hafa fundið leið til baka með
því að setja sambandið í forgang.
Rauði þráðurinn er hvað hægt sé að
gera til að efla sambandið.“
Þórhallur er orðinn nokkuð sjóað-
ur í að vinna með pörum á þennan
hátt en hann hefur haldið svoköll-
uð hjónanámskeið í rúm tuttugu ár.
Víða um landið og einnig á Norður-
löndum. „Þó námskeiðin hafi breyst
og tíðarandinn líka, þá eru við-
fangsefnin í raun alltaf þau sömu.
Það sem kannski hefur breyst mest
á þessum árum er þröskuldurinn
hjá fólki fyrir því að leita sér hjálpar.
Í dag þykir það sjálfsagt. Við búum í
rosalegu fjölskyldusamfélagi og það
er oft erfitt að lenda í vandræðum í
sínu sambandi. Nú getur fólk komið
fyrr, áður en allt er komið í óefni,
og tekist á við það. Þetta eru þrjú
kvöld og eftir þau þá sendi ég fólk
heim með sjö vikna heimavinnu.
Til að koma sér upp nýjum hefðum
eða venjum og losna við aðrar. Eftir
sjö vikur mega pörin koma aftur til
mín í viðtal en minnihlutinn ger-
ir það. Einhvernveginn hefur þetta
virkað fyrir marga, að gera þetta
svona.“
–Hvað getur fólk gert til að bjarga
þreyttu hjónabandi?
„Samband er alltaf vinna og það
er engin skyndilausn. Ég lofa engu
um árangurinn. Þetta er ekki eins
og að taka einhverja pillu en augu
fólks opnast fyrir því að það er
hægt að gera hlutina öðruvísi og
eiga betra líf. Þegar fólk er komið í
vítahring, þarf oft aðstoð frá þriðja
aðila. Einhverjum sem stendur utan
við deilurnar. En það mikilvægasta
er að hafa vilja til að breyta, að báð-
ir aðilar hafi vilja til að sækja nám-
skeiðið og vilja til að skoða hlutina
í nýju ljósi. Það er mýta að konurn-
ar dragi karlana sína á námskeiðið.
Þegar þau eru komin á staðinn þá
hafa karlar jafnmikla þörf fyrir að
tala og konurnar.“
–En hvað geta lesendur gert, sem
þora ekki að koma á námskeið en
vilja bæta sambandið sem þeir eru í?
„Mikilvægast er að fólk muni eft-
ir hvort öðru og gefi sér tíma fyr-
ir hvort annað. Stundum þarf fólk
hreinlega að bóka tíma til þess.
Ákveða bara að næsta fimmtu-
dagskvöld ætlum við að eiga stund
fyrir hvort annað og vera búið
að gera ráðstafanir til dæmis um
barnapössun eða eitthvað slíkt. Það
getur verið ágætt að setja upp næsta
mánuðinn, nokkrum sinnum í viku,
einhvern tíma til að gera eitthvað til
að efla sambandið. Margir segja að
þeir hafi ekki tíma eða komist ekki
frá barnanna vegna. Þetta snýst
ekki um að fara til New York eða
kaupa dýrar gjafir fyrir hvort ann-
að heldur um að ákveða að gefa sig
hvort að öðru. Við einblínum á litlu
hlutina og hversdaginn.
Allt gengur þetta út á að gera
hlutina í núinu. Ég reyni að biðja
fólk um að skera niður allt þetta
ytra, allar kröfurnar og áreitið, og
spyrja heldur hvað það geti gert
ánægjulegt saman. Hvað þau geti
gert til að finna aftur ástina sem
kviknaði þegar þau kynntust. Ég
aðstoða pörin við að gera áætl-
un um hvað þau geta gert til að
fá meiri krydd í tilveruna. Fólkið
kemur sjálft með hugmyndir sem
því finnst skemmtilegar. Aðalat-
riðið er að horfa inn á við og skoða
sjálfan sig; „Hvað get ég gert bet-
ur? Hvernig get ég hugsað betur um
maka minn?“ Þetta með virðinguna
skiptir mjög miklu máli. Stundum
bið ég fólk um að haldast í hendur
á meðan það talar saman. Ef það
hefur verið að rífast og ekki snert
hvort annað í langan tíma, kynlíf-
ið orðið alveg ískalt, og allt kom-
ið í frost, þá getur það að haldast
í hendur verið stórmál. Það getur
líka verið mjög sterk upplifun fyr-
ir fólk að fá að heyra í fyrsta sinn
í mörg ár: „Ég elska þig og ég ber
mikla virðingu fyrir þér.“ Máttur
þess að heyra þessi orð eftir langan
tíma getur verið mjög mikill.“
Leiðir til að bjarga
ísköldu hjónabandi
Máttur þess að heyra maka þinn segja að hann elski þig, og beri virðingu
fyrir þér, getur verið ótrúlega mikill. Sérstaklega í löngu sambandi,
þar sem þessi orð hafa ekki verið sögð í mörg ár. Þetta segir Þórhallur
Heimisson prestur sem kennir fólki að hlúa að sambandi sínu við makann.
„Stundum bið ég fólk um að haldast í hendur á meðan það talar saman. Ef það hefur verið að rífast og ekki snert hvort
annað í langan tíma, kynlífið orðið alveg ískalt, og allt komið í frost, þá getur það að haldast í hendur verið stórmál,“ segir
Þórhallur Heimisson prestur. Mynd | Hari
„Samband er alltaf vinna
og það er engin skyndi-
lausn. Ég lofa engu um
árangurinn. Þetta er ekki
eins og að taka ein-
hverja pillu en augu fólks
opnast fyrir því að það
er hægt að gera hlutina
öðruvísi og eiga betra
líf.“
& þér er boðið
laugardaginn 3. des
Laugardaginn 3.des
ætlum við að slá til og vera
með afmælisboð í verslun
okkar á krókhálsi 6
Dagskrá á milli 13-17
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM,
dróna flug, happdræti
og léttar veitingar.
Hlökkum til að sjá ykkur.
S: 566-6666 dronefly@dronefly.is
Við erum