Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 02.12.2016, Page 24

Fréttatíminn - 02.12.2016, Page 24
Árni Snævarr ritstjorn@frettatiminn.is Víst er að parið Arta Ghavami og Amir Ghomi féllu illa að staðalímyndinni um ljóshærða og bláeyga Norðurlandabúa þegar þau hlýddu stoltust allra á frumflutning lof- söngs Norðurlanda í tónleikasal danska ríkisútvarpsins í byrjun nóvember. Flutningurinn var í höndum kórs danskra, íslenskra, færeyskra og grænlenskra söngv- ara við undirleik hljómsveitar að viðstöddum danska krónprinsinum og forsætisráðherrum Norðurlanda. Eins og nöfn Arta og Amirs bera með sér eru þau ekki af norrænu bergi brotin þó þau hafi alist upp í Kaupmannahöfn frá blautu barns- beini, og séu að tungu, menningu og ríkisfangi Danir. Arta er klassískt menntaður píanóleikari og Amir er meðal annars rappari. Þau eru pólitískir flóttamenn frá Íran í Danmörku þar sem þau hafa dvalist mestalla sína ævi. Margir ráku upp stór augu þegar hugmyndin um norrænan söng var kynnt, og sumir létu í ljós efa- semdir um að hægt væri að skil- greina hið samnorræna hvað þá að túlka það í tónum og orðum. Eins og dæmin sanna eru Norð- urlandabúar uppteknari af því að tíunda það sem skilur þá að en það sem sameinar þá, þótt því sé öfugt farið þegar útlendingar eru annars vegar. Þannig er notast við skjátexta þegar rætt er við Dani í norskum sjónvarpsfréttum, þótt færa megi rök fyrir því að þá beri líka að texta marga norska mál- lýskuna. Norræni liturinn er blár Arta Ghavami, er fljót að benda á að menn séu á villigötum ef þeir einskorða kjarna norræns eðlis við uppruna og tungumálið, og óþarfi að leita langt yfir skammt þegar finnska er annars vegar, græn- lenska og tungumál Sama. En ef hið norræna er ekki bundið við tungumálið, hvað er það þá? Til að undirbúa verk- efnið boðuðu Arta og Amir, með stuðningi Norðurlandaráðs og Icelandair, hóp Norðurlandabúa saman til fundar í Reykjavík fyrir tæpum þremur árum. Í þeim hópi voru tónlistarmenn, útgefendur, blaðamenn, skriffinnar úr menn- ingargeiranum, og meira að segja fulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Fundarsalinn lánaði Hönnunar- safnið og þar með var minnt á að norræn hönnun er víðfræg um allan heim. „Stjórnmálamenn tala stöðugt um sérstakt þjóðareðli í Dan- mörku og hinum Norðurlöndun- um, en gleyma því að erum hluti af einstökum norrænum félags- skap sem byggir á trausti, jafnrétti og öryggi. Óðurinn er til heiðurs þessu,“ segir Arta Ghavami. Niðurstöður hópsins voru þær að margir ólíkir þættir væru Norðurlandabúum sameiginleg- ir og mætti nefna stolt og sæmd, sameiginlega sögu og gildi, þar á meðal hið svokallaða „norræna módel“, mannréttindi og tján- ingarfrelsi, en líka sköpunargleði. „Við nálgumst hlutina á mismun- andi hátt, en við byggjum á sama grunni. Og grunnurinn er sá að byggja á umræðu. Við köfum djúpt og brjótum til mergjar,“ segir Arta og bætir við að norræni liturinn sé blár! Textinn að norræna söngnum er verk dansk-norska höfundar- ins Kim Leine, höfundar Spá- mannanna í Botnleysufirði, sem vann Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs árið 2013 og gerist að verulega leyti í Grænlandi. Þegar norrænn lofsöngur var frumfluttur við veitingu verðlauna Norðurlandaráðs á dögun- um hefur vafalaust fáa grunað að hugmyndina mætti hvorki rekja til Oslóar né Stokkhólms, eða annarra höfuðborga Norðurlanda, heldur alla leiðina austur til Teheran. Norræni lofsöngurinn og tilvistarkreppa í Teheran Lofsöngur Norðurlanda eftir Kim Leine í þýðingu Þórarins Eldjárn A Þú ástkæra, víðfeðma, ljósa land með löðrandi brim og jökultinda Þú ert mitt hjarta og mitt trausta tryggðaband sú tenging sem við jörð mig nær að binda. B Þú ástkæra, niðdimma norðurslóð frá nunatak að jarðlestum í borgum frá örfoka melum í engi góð ég elska þig í gleði og í sorgum A Í þér á ég hof mitt og helgistað og hér á ég sól sem rís og hnígur í blíðu og í stríðu víst á ég þig að þinn andi býr í mér og víða flýgur B Er norðurljós blika í gullnum glans og glitra á himinboga svörtum þá æði ég með í þann álfadans en endurfæðist svo á morgni björtum. A Þú ískalda land mitt við líðum þér að láta kalda vetrarstorma næða því sumarnóttin bjarta svo beint á eftir fer og byrjar okkar sálaryl að glæða B Ég elska þig land mitt og þokka þinn á þessum grunni öll við saman stöndum því heilinn, sálin og hugurinn og hjartað eru bundin Norðurlöndum. Arta Ghavami er pólitískur flóttamaður frá Íran sem lifir og starfar í Danmörku. Mynd | Nanna Kirstine Jakobsen SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is HREINDÝRABORGARI 175 G Brioch brauð, rauðlaukssulta, piparrótarmayo, Búri, romain salat, vö‡ufranskar, tru‡umayo 2.890 kr. JÓLABOX • Tvíreykt hangikjöt, epli, skallotlaukur, laufabrauð • Flatkaka, bleikja, klettasalat, rjómaostur, dill • Saltfiskur, sætmús, lotusrót, tómat-chutney • Andabringa, piparrótar-blómkálspurre, portvínssósa 3.590 kr. JÓLA JÓLA GASTROPUB 24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.