Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 02.12.2016, Side 36

Fréttatíminn - 02.12.2016, Side 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016 Áfengi er ekki bara áfengi. Sumt áfengi er merkilegra en annað, svo merkilegt að það kemst á fína lista hjá Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Nú hefur bjórhefðin í Belgíu færst upp um deild. Í Belgíu, sem er einn þriðji af flatarmáli Íslands, eru bruggað- ar fleiri en 1500 tegundir af bjór. Hefðin nær langt aftur í aldir og enn má finna tegundir sem ekki er hægt að treysta neinum fyrir nema guðsmönnum í munkaklaustrum. Landið er pílagrímastaður bjórá- hugamanna. UNESCO, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, heldur utan um sameiginlegan menn- ingararf mannkyns og þar á meðal svokallaðan óáþreifanlegan menningararf. Á þann lista hefur belgíski bjórinn verið settur en þar er að finna alls kyns hefðir, mat og drykk, leiki, hátíðir og menn- ingarfyrirbæri sem þykja kalla á virðingu og vernd í alþjóðavædd- um heimi dagsins í dag þar sem áhrif frá enskumælandi löndum flæða um allt. Á listanum má sjá hvað mann- kynið tjáir sig með fjölbreyttum hætti gegnum alls konar tákn og athafnir. Þjóðríki keppast við að koma sínum atriðum á listann en þess má geta að pítsuhefð Napóli komst ekki á listann núna þrátt fyrir vilja ítalskra stjórnvalda. Nú skála menn í Belgíu, líklega í bjór sem hefur skolast til um aldir og borist milli kynslóða. Ásamt belgíska bjórnum má nefna að kúbanskur rúmba-dans, fornar kínverskar tímatalsaðferðir og kóreskar skelfiskveiðar, sem eru stundaðar af konum, voru meðal þess sem einnig náði inn á listann að þessu sinni. | gt Belgískur bjór rústaði ítalska pítsu Belgískur bjór og kúbönsk rúmba skipta mannkynið máli, segja þeir hjá Sameinuðu þjóðunum. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Ég set mig alltaf í stellingar áður en ég fer í beina útsendingu. Ég er aldrei stressuð, ég er bara alveg örugg. Fólki finnst gaman að ná inn í þáttinn. Það er bara eins og lottóvinningur að komast í gegn, síminn logar alveg. Það eru alls ekkert allir sem ná inn á þess- um klukkutíma. Eftir að þátturinn klárast þá hringja margir í mig sem eru leiðir yfir því að ná ekki inn og vilja þá fá spádóm í gegnum símann þegar ég er komin heim,“ segir Sirrý spákona sem er með vikulegan spádómsþátt á Útvarpi Sögu þar sem fólk allstaðar af landinu hringir inn og biður um spádóm í leit af réttu svörunum. Sirrý hefur starfað í útvarpi í kringum 40 ár og er því enginn nýgræðingur þegar kemur að þáttastjórnun. Spámennskan hef- ur alltaf fylgt henni og nú starfar hún ekki við neitt annað. „Ég er í sjálfboðavinnu þarna uppi í út- varpi. Ég kem þarna og leyfi fólki að hringja inn í þennan klukku- tíma. Síðan er ég að vinna hérna heima hjá mér, þá tek ég einka- tíma þar sem ég get farið dýpra í viðfangsefnið. Þetta fólk sem er að hringja inn í þáttinn er mikið fólk utan af landi og fólk sem ekki kemst ekki út úr húsi.“ Sirrý segir áhyggjur vera algengustu orsök þess að fólk taki upp tólið og hr- ingi inn. „Það er algengast að fólk leiti til mín út af áhyggjum. Það er ýmislegt sem liggur á fólki. Það getur verið peningaleysi og stund- um eru það veikindi sem liggja þungt á fólki og þá er fólk að leitast eftir svörum.“ „Alltaf þegar fólk hringir í mig þá spyr ég alltaf hvort ég megi vera eins hreinskilin og hægt er í beinni. Ég eys ekki úr mér persónulegum upplýsingum og ef það er viðkvæmt mál þá náttúru- lega sleppi ég því. Ég reyni bara að fara fínt í hlutina. Fólk vill ekki að röddin þess þekkist, þú segir ekk- ert allt í gengum útvarpið,“ segir Sirrý um þá fínu línu sem þarf að hafa í huga þegar fólk hringir inn í þáttinn. Aðspurð um eftirminni- legan þátt þá gat spákonan ekki sagt frá uppáhalds þætti sínum vegna þagnarskyldu. Fólk er ánægt með þjónustuna að mati Sirrýjar og hefur hún mjög gam- an af vinnunni sinni. „Ég væri ekki að gera þetta nema mér þætti þetta gaman. Ég hef svo gam- an af fólki og ég er svo forvitin um mannlega hegðun. Ég verð svo glöð þegar fólk er ánægt eftir þáttinn, þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt.“ Hvernig lestu fólk í gegnum símann? „Þetta er góð spurning. Eigum við ekki bara að segja að þetta sé innsæi,“ segir Sirrý og hlær. Eins og lottóvinningur að ná í gegn til Sirrýjar spákonu Spákona spáir í spilin vikulega fyrir landsmenn á Útvarpi Sögu með hreinskilnina að vopni. Ég verð svo glöð þegar fólk er ánægt eftir þátt- inn, þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt,“ segir Sirrý spákona. Mynd | Rut

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.