Fréttatíminn - 02.12.2016, Page 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. desember 2016
Ég er búin að vera hérna í tæp tvö ár en áður var ég í sama starfi á N1 í Skógar-seli. Neðra Breiðholt er það víst kallað,“ segir Ari
rólyndislega og brosir í kampinn.
„Samtals hef ég unnið í bens-
ínafgreiðslu í fjögur ár. Áður var
ég öryrki. Ég lenti í tveimur mjög
alvarlegum slysum, lifði af, og var
frá vinnu í fimm ár. Svo byrjaði ég
að vinna hér.“
„Þegar ég lenti í þessum slysum
var ég að vinna hjá Landflutningum
hjá Samskipum. Fyrst fékk ég svona
járnprjón, sem er stungið inn í teppi
eða dúkarúllur, í höfuðið. Þeim er
stungið inn í vörubíla og teknir út
með lyftara. Ég höfuðkúpubrotnaði
og fór aðeins yfir um, hinu megin,
skilurðu?“
„Í seinna skiptið keyrði sjö tonna
lyftari framhjá mér með hurðina
úti. Framhjá gámi. Hann klemmdi
mig á milli hurðarinnar og gáms-
ins, stoppaði, og sleit á mér bak-
vöðvana. Ég var allur lurkum lam-
inn, kolsvartur um allan skrokkinn,
en lifði þetta af og er búinn að ná
mér. Ekki alveg samt. Er alltaf með
verki en sæmilegur samt. Þess
vegna er ég svo ánægður að geta þó
unnið.“
„Hefðbundinn dagur er þannig
að ég kem aðeins fyrir tímann, fæ
mér kaffi, ber út dótið og byrja
að afgreiða fólkið. Býð góðan
daginn og spyr: Viltu aðstoð?
Rúðuvökva eða eitthvað
annað? Svo gengur allur
dagurinn svona.“
„Þetta er allt svo hverf-
ult í tilverunni, allt svo
hverfult. Foreldrar mín-
ir dóu fyrir skömmu og
þetta er allt svo hverfult.
Ég nýt bara lífsins á með-
an ég get. Er góður við
aðra, sýni þeim tillitssemi
og virðingu. Öllum.“
Í bensínafgreiðslu á Bíldshöfða tekur syngjandi glaður starfsmaður á
móti viðskiptavinum og dælir bensíni á bíla með brosi á vör. Sá heitir
Ari Bragason og hefur lifað af tvö lífshættuleg vinnuslys. Hann segir að
mikilvægast sé að njóta lífsins á meðan maður getur. Allt sé hverfult.
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Nýtur lífsins á
meðan hann getur
Ari Bragason tekur syngjandi
á móti viðskiptavinum N1 á
Bíldshöfða. Myndir | Rut
Ari segir mikilvægt að
vera góður við aðra. Sýna
tillitsemi og virðingu.
Býður góðan daginn
og spyr: Viltu aðstoð?
Lifði af tvö vinnuslys og er
ánægður að geta þó unnið.
Náttfatalagalisti
Soda Pop
... Baby One More
Time
Brave New Girl
In the Zone
Thinkin' About
You
... Baby One More
Time
Anticipating
Britney
Make Me
...(ft. G-Eazy)
Glory
The Hook Up
In the Zone
(I Can't Get No)
Satisfaction
Oops ... I Did it
Again
Dear Diary
Oops ... I Did it
Again
E-Mail my Heart
... Baby One More
Time
Slumber Party
(ft. Tinashe)
Glory
Náttfatapartí til
heiðurs söngkonunni
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Prinsessa poppsins, Britney
Spears, á afmæli í dag og
er 35 ára gömul. Britney
fæddist 2. desember árið
1981. Söngkonan skaust á
stjörnuhimininn tólf ára
gömul þegar hún lék í The
Mickey Mouse Club og gaf
hún út plötuna Baby One More
Time árið 1999. Óhætt er að
segja að skipst hafi á skin og skúrir
í lífi söngkonunnar sem bæði hef-
ur verið farsæl tónlistarkona en
stundum átt erfitt í einkalífinu.
Britney gaf nýverið út plötuna
Dýrð (e. Glory) sem er níunda plat-
an sem kemur út á ferli hennar og
fyrir skömmu kom út myndband
með einu laga plötunnar, Nátt-
fatapartíi (e. Slumber Party), sem
hún vann í samstarfi við RnB
söngkonuna Tinashe. Þegar
hafa um þrjátíu milljón-
ir manna horft á mynd-
bandið á Youtube.
Til að samgleðjast söng-
konunni góðkunnu og halda upp á
daginn — en Britney er sjálf lítið af-
mælisbarn og heldur sjaldan veislu
á afmæli sínu — er tilvalið að halda
eitt gott náttfatapartí henni til
heiðurs. Í myndbandi lagsins Slu-
mber Party er unnið með pastelliti
og því snjallt að hafa pastel-þema
í partíinu í kvöld. Ekki er síður
vitlaust að hlusta bara á Britney
lög og hefur Fréttatíminn því tekið
saman lagalista, tíu ný sem gömul
lög með Britney, til að láta rúlla
í gegnum kvöldið. Til hamingju
með afmælið Britney. Hipp, hipp,
húrra!
Britney Spears á afmæli í dag
Britney ásamt Tinashe, úr nýjasta myndbandi þeirra, Náttfatapartí.
Poppprinsessan á afmæli í dag.
Ferðin hefst við rústir Angkor.
Bækistöðvarnar verða í bænum Siem
Reap. Þar finnast skrautlegir nætur-
markaðir, gamall miðbær í frönskum
nýlendustíl og fjölbreytt flóra veitinga-
staða. Eftir fimm daga í Kambódíu verður
flogið til Hanoí og stefnan sett á
hinn ægifagra Halongflóa þar sem
þriggja daga sigling tekur við. Að henni
lokinni er flogið til Mið-Víetnam að hinum
draumkennda bæ Hoí An. Lokaáfangi
ferðarinnar er Saígon sem státar af
einstakri blöndu af hraðri uppbyggingu
og rómantík nýlendutímans.
KJARNI GAMLA FRANSKA INDÓKÍNA
OPINBERAÐUR Á EINSTAKAN OG HNITMIÐAÐAN HÁTT
angkor og víetnam
18 manns
hámark
3.–17 FEBRÚAR, 15 DAGAR
585.000 KR.*
farvel.is farveltravel farvel_travel farvel@farvel.is415 0770
*Verð per mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel.
FARARSTJÓRN:
PÉTUR HRAFN ÁRNASON
frettatiminn.is