Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 02.12.2016, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 02.12.2016, Qupperneq 44
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Donna Cruz hefur slegið í gegn á snapchat síðustu mánuði með gaman-samri framkomu, en hún vakti fyrst athygli á snapchat-reikningi Ungfrú Ísland keppninnar sem hún tók þátt í fyrr á þessu ári. Hún er nú orðin hluti af samfélagsmiðlahópnum Áttunni, þar sem hún tekur þátt í allskonar fíflagangi, sem á vel við hana, því hún elskar að fíflast. Donna er 22 ára, fædd á Filipps- eyjum, en fluttist til Íslands ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var fjögurra ára. Hún man lítið sem ekk- ert eftir sér fyrir þann tíma og lítur á sig sem Íslending. Amma kynntist Íslendingi „Ég er reyndar mjög dugleg að fara til Filippseyja og síðustu fimm, sex árin hef ég farið einu sinni á ári og dvalið í mánuð, þannig ég þekki Filippseyjar mjög vel,“ segir Donna sem á ennþá ættingja úti þó öll hennar nánasta fjölskylda búi á Íslandi. En sagan af því hvernig það kom til að fjölskyldan fluttist til Íslands, er mjög krúttleg, að hennar sögn. „Besta vinkona ömmu minnar kom til Íslands og giftist íslensk- um manni. Hann átti besta vin, afa Egil, sem vinkonan kynnti fyrir ömmu. Þau skrifuðust á í tvö ár en þá ákvað afi Egill að fljúga ömmu til Íslands og þau giftu sig. Þetta var miklu meira vinátta en rómantík á milli þeirra samt. Hann var mjög einmana, var alkóhólisti og átti í erf- iðleikum í fyrra hjónabandi sínu, en amma, sem var mjög trúuð, hjálpaði honum mikið. Hann hjálpaði svo ömmu að koma allri fjölskyldu sinni til Íslands. Þannig að öll börnin hennar ömmu og barnabörn eiga heima hérna,“ útskýrir Donna og á þar að sjálfsögðu við frænkur sínar og frændur. Rífast á tveimur tungumálum Hún segist mjög þakklát fyrir að hafa fengið að koma til Íslands. „Ég held að ég ætti ekki lífið sem ég á í dag ef ég hefði alist upp á Filipps- eyjum. Ég get varla ímyndað mér hvernig það hefði verið. Miðað við það sem amma hefur sagt mér þá held ég að það hafi verið jákvætt fyr- ir okkur öll að koma til Íslands.“ Donna viðurkennir að hún reyni stundum að sjá fyrir sér hvernig lífið hefði orðið ef málin hefðu ekki þró- ast eins og þau gerðu. Hún vill þó ekki staldra of mikið við það. „Þetta er eitthvað sem ég spái stundum í klukkan þrjú á nóttunni þegar ég get ekki sofnað.“ Hún hefur leitt hugann að því að fara í nám til Filippseyja en segist eiga erfitt með að slíta sig frá Íslandi í lengri tíma. „Það er bara eitthvað við Ísland. Það er allt svo þægilegt hérna.“ Það væri þó lítið mál fyrir Donnu að stunda nám í Filippseyj- um, enda talar hún tvær mállýskur af filippseysku, ásamt íslensku og ensku. „Það eru svo mörg tungumál í gangi í hausnum á mér að stund- um rugla ég þeim saman. Heima hjá mér er öllum þessum fjórum tungumálum blandað saman. Þrátt fyrir að íslenskan mín sé mjög góð þá heyrist stundum að ég tala önn- ur tungumál. Ég tala íslensku við mömmu en hún talar filippseysku við mig. Þetta getur verið mjög fyndið þegar við erum að rífast. Þá segi ég við hana hvað mér finnst á íslensku og oft skilur hún mig ekki, þannig ég þarf að þýða það sem ég segi yfir á filppseysku og byrja aftur að rífast,“ segir Donna og hlær. Þetta verður reyndar oft til þess að hún nennir ekki að rífast við mömmu sína, enda missir það aðeins marks þegar hún þarf að stoppa og þýða þegar henni er mik- ið niðri fyrir. Uppnefnd grjón Líkt og margir Íslendingar af er- lendum uppruna þá hefur Donna upplifað fordóma í sinn garð. Hún segir fordómana ekki alltaf snúast um hvað fólk segi við hana, heldur hvernig það segi hlutina. „Eins og þegar fólk spyr hvort ég tali íslensku og notar neikvæðan tón, líkt og það sé að tala niður til mín. Þetta gerist Donna Cruz hefur vakið athygli á snapchat upp á síðkastið en þar í gegn hefur hún fengið hatursfull og rasísk skilaboð. Henni finnst fáfræði ekki vera afsökun og er þreytt á for­ dómum. Hún tók þátt í Ungfrú Ísland til að sanna að Íslendingar af erlendum uppruna gætu alveg unnið titil, sem tókst. Þegar hún rífst við mömmu sína þarf hún oft að þýða orð sín yfir á filippseysku svo þær geti haldið áfram að rífast. alls ekki á hverjum degi, en þegar þetta gerist þá er það mjög leiðin- legt.“ Eftir að Donna opnaði snapchat-ið sitt fyrir almenningi og fylgjendun- um fjölgaði hefur skilaboðunum sem hún fær einnig fjölgað. Flestir eru jákvæðir og hrósa henni fyrir að vera skemmtileg og lífsglöð en einstaka sinnum fær hún dónaleg skilaboð, uppfull af fordómum, sem send eru til þess að særa. Hún tók einmitt ákvörðun um að birta ein slík skilaboð opinberlega og tjáði sig um málið í fréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi. Í skilaboðunum var hún meðal annars uppnefnd sem grjón, sögð hræðilega ljót, ekkert fyndin og að best væri fyrir hana að eyða snapchat-reikningum sínum. Fáfræði ekki afsökun „Mig langaði svo að vekja athygli á þessu til að fólkið sem hugsar svona sjái viðbrögð annarra og átti sig á því að þetta er ekki allt í lagi,“ seg- ir Donna um þá ákvörðun sína að geyma skilaboðin og segja frá í stað þess að eyða þeim. Hún telur reyndar að sumir segi eitthvað óviðeigandi án þess að ætla sér að særa, á meðan öðrum virðist ganga það eitt til að vera með leiðindi. „Þegar þetta er orðin bein árás þá fer ég í mikla vörn og svara fyrir mig. Ég er orðin svo þreytt á þessu og skil ekki af hverju fólk hagar sér svona. Eftir að ég fór að tjá mig um þessi mál þá hef ég fengið skilaboð frá fólki sem segir svona framkomu hljóta af stafa af fáfræði, en mér finnst það ekki vera afsökun. Það er ekki hægt að afsaka sig með fáfræði á Íslandi í dag. Aðrir segja að ég eigi ekki að taka mark á þessu, en mér finnst frekar að fólk eigi að hætta að vera dónalegt, heldur en að ég þurfi að reyna að leiða dóna- skapinn hjá mér.“ Sýndi sig og sannaði Líkt og áður sagði tók Donna þátt í keppninni Ungfrú Ísland í sumar og landaði titlinum vinsælasta stúlkan, sem þykir mikill heiður. En þegar hún er spurð að því af hverju hún hafi ákveðið að taka þátt í keppninni fer hún að hlæja. „Ég er sko engin fegurðardrottning. Ég er algjör klaufi og auli. En besta vinkona mín vildi taka þátt, og við erum báðar mjög hvatvísar, þannig ég ákvað að taka þátt með henni. Ég var samt mjög efins með þá ákvörðun. Ég hélt að ég myndi ekki upplifa mig sem hluta af hópnum út af ímyndinni sem ég hafði af keppendum, en allar stelpurnar voru svo bara sjúk- lega ólíkar. Ég átti því alveg heima þarna,“ segir Donna sem sér svo sannarlega ekki eftir því að hafa slegið til. „Ég sagði vinum mínum og fjöl- skyldu frá þessu og mamma spurði mig af hverju ég ætlaði að taka þátt, því það væri enginn útlendingur að fara að vinna Ungfrú Ísland. Það var samt ekki illa meint hjá henni. En ég er svo þrjósk að þetta sannfærði mig endanlega um að taka þátt. „Sjáiði mig vinna þessa keppni þó ég sé af erlendum uppruna,“ hugsaði ég með mér. Ég vann reyndar ekki Ungfrú Ísland en ég tók kórónu með mér heim. Ég var rosalega ánægð með það. Svo voru þrjár stelpur af fimm sem unnu titla af erlendum uppruna. Mér finnst mjög gaman að geta bent fólki á það,“ segir Donna og það hlakkar í henni. Eðlilega. Hún sýndi sig og sannaði og setti ofan í við efasemdafólk. Þá vakti hún athygli langt út fyrir hópinn. Varð óvart opinber „Ég vildi vinna titil. Það fara allir í keppni til að vinna. Þessi titill, vin- sælasta stúlkan, var eitthvað sem ég gat lagt mig fram um að reyna að vinna. Það er erfiðara með Ungfrú Ísland titilinn sjálfan, því þar eru það dómarar sem dæma og maður veit ekki að hverju þeir eru að leita eftir. Það gerðist eiginlega alveg óvart að ég varð svona opinber manneskja. Ég fékk bara svo góðar viðtökur þegar ég var með Ung- frú Ísland snappið og eftir það fór boltinn að rúlla. Mér finnst mjög gaman að fíflast og ég geri mikið af því.“ Í kjölfarið komst Donna í samband við stofnanda samfélags- miðlahópsins Áttunnar og málin þróuðust þannig að hún varð hluti af hópnum. „Við erum bara að skemmta okkur og öðrum, og reyna að koma ungu fólki á framfæri. Það er svo mikil neikvæðni í heiminum að maður þarf að gera hlegið mjög reglulega,“ segir Donna og hlær. Það er augljóslega alltaf stutt í hláturinn hjá þessari stúlku sem tekur sig ekki of hátíðlega. Aðspurð um framtíðina segist hún hafa mikinn áhuga á því að ferðast meira, en hún skipuleggi sig reyndar sjaldan langt fram í tím- ann. „Ég pæli aldrei í hlutum fyrr en þeir gerast og reyni bara að gera það sem mér finnst skemmtilegt. Ég lærði það fyrir ekki fyrir svo löngu að maður á ekki sóa tíma í eitthvað sem manni finnst leiðinlegt. Og mér finnst allt sem ég er að gera núna mjög skemmtilegt.“ Vill ekki sóa tímanum í leiðindi Hefur gaman af lífinu Donna veit fátt skemmtilegra en að fíflast og gerir mikið af því á snapchat. Mynd | Rut …viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016 Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.