Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.12.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 02.12.2016, Blaðsíða 48
Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins. mannaeyjum, ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Gíslasyni. Þau hafa nú sent frá sér matreiðslubók- ina Gott þar sem hægt er að finna girnilegar og heilnæmar uppskrift- ir af réttum staðarins. En áður höfðu þau hjónin sent frá sér tvær bækur með Heilsuréttum fjöl- skyldunnar sem hafa notið mikill vinsælda. Á að líða vel eftir matinn „Það eru engin leyndarmál hjá okkur. Ég held að við höfum skrifað uppskriftina að brauðinu og súpunni á svona hundrað servéttur síðan við opnuðum. Nú getum við hætt því og boðið bókina í staðinn. Við erum svo að hugsa um að láta þýða hana yfir á ensku fyrir vorið.“ Þrátt fyrir að nýja bókin sé ekki heilsuréttabók sem slík, þá leggja þau hjónin áherslu á maturinn sé bæði bragðgóður og næringarrík- ur, unninn úr fersku hráefni. En þau gera til dæmis allar sínar sós- ur frá grunni og vita nákvæmlega hvað er í matnum sem þau bera fram. Það finnast engin rotvarn- arefni í eldhúsinu hjá þeim. Þá er lögð mikil áhersla á ferskan fisk, enda sjórinn allt um kring. „Fólk hefur almennt ekki tök á því að eyða miklum tíma í eldhús- inu en vill samt borða heilnæman mat. Maður vill að manni líði vel eftir matinn, ekki bara borða til að vera saddur. Og maturinn þarf bæði að vera bragðgóður og nær- ingarríkur. Margir halda oft að maturinn sé óspennandi af því þetta er hollustustaður, en svo eru allir mjög ánægðir með matinn.“ Áskorun að gera góða rétti Eftir að Berglind og Sigurður höfðu gefið út tvær bækur með heilsuréttum fjölskyldunnar þá langaði þau að opna veitingastað byggðan á sömu hugmyndafræði og úr varð veitingastaðurinn GOTT á æskuslóðunum í Vest- mannaeyjum. „Þetta var sameining okkar hjóna. Ég var komin út í þessa hollusturétti og hann er mjög fær kokkur, hann vildi því hafa bragð- ið meira spennandi en það sem var í gangi í þessum heilsubransa. Honum fannst allt mjög dauft og óspennandi. Það var því áskorun að finna bragðgóða rétti,“ segir Berglind um hvernig hugmyndin þróaðist. Öll fjölskyldan hjálpast að Gott er sannkallaður fjölskyldu- staður, en þau hjónin eiga fjögur börn sem öll hjálpa til með sínum hætti. „Svo endar pabbi stundum í uppvaskinu og tengdpabbi að mála fyrir utan á meðan ömmurn- ar passa börnin. Þannig þetta er fjölskyldufyrirtæki alla leið.“ Enda var það hugmyndin með að opna staðinn í Eyjum. „Við vorum að flytja aftur heim til að sameina fjölskylduna og vera meira saman. Þegar við bjuggum á höfuðborgar- svæðinu þá fannst okkur við eyða dýrmætum tíma í bílum á milli staða. Við eigum bæði foreldra í Eyjum og nú erum við búin að tengjast þeim betur og börnin geta labbað á milli, fengið sér pönnsur og komið niður í vinnu og hjálpað til. Þetta er alveg æðislegt.“ Geta hætt að skrifa uppskriftir á servéttur Berglind og Sigurður, eigendur veitingastaðarins GOTT, hafa sent frá sér samnefnda matreiðslubók sem inniheldur uppskriftir að réttum staðarins. Berglind segir þau ekkert feimin við að ljóstra upp uppskriftunum, enda engin leyndarmál í gangi hjá þeim. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Við erum rosa ánægð með bókina, hún sýnir stemninguna á staðnum í Eyjum. Það er búið að vera alveg brjálað að gera og margir hafa viljað kaupa af okkur bækur. Nú er gaman að geta boðið upp á GOTT bók sem snýst um staðinn,“ segir Berglind Sigmarsdóttir sem rekur veitingastaðinn GOTT í Vest- Innihald 800 g þorskhnakki 150 g hreint smjör, við stofuhita 40 g þurrkaðir villisveppir (gjarn- an blandaðar tegundir) 1 sítróna, safinn 4-5 dl brauðrasp 4 bökunarkartöflur 100 g hreint smjör 100 ml rjómi 1 msk sjávarsalt Kartöflumauk: 1 Skrælið kartöflur og skerið í grófa bita 2 Sjóðið í um 25 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar vel mjúkar og hellið vatni af. 3 Maukið kartöflurnar með því að stappa þær vel. Blandið smjörinu saman við og síðan rjómanum og saltinu. Villisveppaskel 1 Þeytið smjörið upp í hrærivél í 10 mínútur eða þar til það er orðið loftkennt. 2 Setjið þurrkuðu villisveppina í matvinnsluvél og búið til duft úr þeim. 3 Setjið villisveppaduftið saman við smjörið ásamt sítrónusafa. 4 Bætið brauðraspinu út í og setj- ið um 100 g af maukinu ofan á smjörpappír og annan smjör- pappír yfir og fletjið út þunnt lag. Kælið. 5 Þegar smjörplatan er orðin hörð, takið þá út og skerið í hæfilega stærð sem passar ofan á fiskinn. Þorskhnakki með villi sveppa­ skel og sæt­ kartöflu mauki Þorshnakkinn eldaður 1 Hitið ofninn í 170 gráður. 2 Setjið smá ólífuolíu yfir fiskinn og kryddið með salti og pipar. 3 Setjið sveppaskelina ofan á fiskinn. 4 Bakið fiskinn í ofni í 12-15 mín- útur, fer eftir þykktinni á fiskn- um. 5 Berið fram með kartöflumauk- inu. Samhent hjón Berglind og Sigurður leggja áherslu á bragðgóða og næringarríka rétti. Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS Virkar lausnir frá OptiBac „One Week Flat“ Minnkar þembu og vindgang …heilsa 8 | amk… FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.