Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 02.12.2016, Page 56

Fréttatíminn - 02.12.2016, Page 56
Vel fór á með Rihönnu og Harry prins þegar þau hittust í heima- landi Röhönnu, Bar- bados, í vik- unni. Prinsinn ferðast nú um karabíska haf- ið og sótti meðal annars tónleika á eyjunni sem haldnir voru í tilefni af 50 ára sjálfstæði hennar en fram til ársins 1966 var Barbados bresk nýlenda. Harry var augljóslega afar upp með sér að hitta hina hæfileikaríku Röhönnu. Harry, sem ferð- ast fyrir hönd ömmu sinnar, hélt ræðu á sérstakri hátíð sem var tileinkuð sjálfstæðinu og bar þar fyrir kveðju frá drottn- ingunni og Philip prins. „Þjóð- ir okkar eiga sameiginlega sögu, sameiginleg gildi og á milli okkar er gagnkvæm væntumþykja sem heldur áfram að tengja okkur,“ sagði prinsinn meðal annars í orðsendingu frá ömmu sinni. Áhuginn á bresku konungs- fjölskyldunni hefur sjaldan verið meiri. Aukinn áhuga má rekja til þáttanna The Crown á Netflix sem rekja sögu Elísabetar drottningar frá því að hún þurfti skyndilega að taka við krúnunni eftir fráfall föður síns. Þættirnir þykja afar vel gerðir og aldrei hefur verið ráðist í eins dýra þáttagerð hjá Netflix. Þættirnir þykja ennfremur varpa ljósi á vanda Elísabetar í upphafi drottningarára sinna og talað hefur verið um að hún hafi aldrei verið sýnd í eins mennsku ljósi. Samband hennar við móður sína, eiginmanninn Philip og systurina Margréti er sýnt í nýju samhengi en þrátt fyrir að gefið hafi verið út að þættirnir hafi verið gerðir með upplýstu samþykki krúnunnar er víst kurr innan Buckinghamhallar vegna sumra atriðanna sem þykja full afhjúpandi. alla föstudaga Jólin í gamla daga Hvernig var jólaundirbúningur í gamla daga? Komist að því á sunnudaginn milli klukkan 13 og 17 í Árbæjarsafni. Rihanna heillar Harry Prinsinn ferðast fyrir hönd drottningar. Nýtur sín í Washington Anna Lára Orlowska, sem hreppti titilinn Ungfrú Ísland 2016, er nú stödd í Washington í Bandaríkjunum þar sem hún tekur þátt í Miss World, en lokakvöldið er þann 18. desember næstkom- andi. Hún deilir herbergi með Ungfrú Belgíu og virðast þær vera orðnar mestu mátar og borða saman súkkulaði uppi í rúmi. Anna Lára er dugleg að spjalla við fylgj- endur sína á snapchat og deila því sem á daga hennar drífur í Ameríku. Þrátt fyrir að stúlkurnar þurfi að taka þátt ýmis konar æf- ingum fyrir keppnina fá þær líka góðan tíma til að skoða sig um og hvílast, en á döfinni er ferðalag til New York þar sem þær fara meðal annars á sýningu á Broadway. Á Barbados Prinsinn, sem er sá 5. í röðinni í erfðaröðinni að krúnunni, var heillaður af tónlistarkonunni hæfileikaríku. kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol la k aff itá R f rá bý li í b ol la ka ff itá r f rá býli í boll a hátíðí bæ Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðar- erindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir... www.versdagsins.is Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.