Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Fjóla María Ágústsdóttir á tví- burana Breka Hilmar og Huga Stein, 11 mánaða, með eiginmanni sínum, Hauki Þór Haukssyni. Eldri bróðir þeirra, Haukur Ágúst, er þriggja ára svo það er nóg að gera á heimilinu. Fjóla María er í fæðingarorlofi sem stendur og stefndi að því að byrja að vinna eftir jól en er ekki viss um að það gangi upp þar sem um- önnunin er enn svo krefjandi og hún vansvefta eftir því. „Ég held að fyrir konur sem eign- ast tvíbura sé þetta spurning um að líta á þetta sem verkefni í byrj- un og hugsa strax „ég lifi þetta af!“ Það er jú aðallega þetta svefnleysi sem tekur á og svo þessi stöðuga umönnun til viðbótar við syfjuna. Ég er með strákana á brjósti og framan af fóru allar nætur í að gefa þeim til skiptis. Þeir fá ekkert á nótt- unni núna en næturnar eru enn oft erfiðar. Ég man voðalega lítið frá fyrstu mánuðunum, maður var svo þreyttur.“ „Au pair„ yndisleg aðstoð Fjóla María er aðallega með þrjár ráðleggingar til tvíburaforeldra. „Fyrsta og aðalráðið sem ég get gef- ið tvíburaforeldrum er að fá sér að- stoð. Ekki vera feimin við að sækja sér aðstoð því maður þarf aðstoð. Vinafólk okkar, sem á tvíbura, hafði mælt með „au pair„ og við fengum okkur „au pair“ þegar þeir voru tveggja mánaða og ég fullyrði að það sé búið að bjarga okkur, bæði geð- heilsunni og hjónabandinu. Ég skil ekki hvernig ég gerði þetta án henn- ar. Ef foreldrar eru ekki báðir heima í orlofi, þá fá foreldra sína til að byrja með inn á heimilið, ömmuna eða af- ann. Maðurinn minn fór að vinna aftur þegar strákarnir voru 2 vikna og þá kom mamma mín inn á heim- ilið að hjálpa til. Svo kom „au pair- in“. Það er mjög erfitt að vera einn til að byrja með.“ Fjóla María segir „au pairina“ bæði aðstoða við heimilis- verkin og svo við að passa strákana svo hún komist við og við ein út af heimilinu. Þá mun hún sinna þeim eftir að Fjóla fer aftur að vinna og þar til þeir komast inn á leikskóla í kringum 18 mánaða aldurinn. „Hún hefur alveg bjargað okkur, er yndis- leg, frá Filippseyjum. Það verða allir miklu glaðari ef lífið er létt á þenn- an hátt. Ég verð glaðari mamma og börnin finna það og verða glaðari. Það má ekki gleyma gleðinni í öllu þessu amstri. Ég mun glöð aðstoða verðandi tvíburaforeldra við að finna út úr „au pair“ ráðningum“. Spara annað foreldrið „Hitt ráðið sem ég hef er að gera ekki vitleysuna sem við hjónin gerðum. Við sváfum með þá saman og í sama herbergi og þótt ég hafi séð um að sinna þeim þá truflaði það svefn pabba þeirra. Ráðleggingin er að sá sem er ekki að sinna börnunum á nóttunni sofi í öðru herbergi og sé þá hress og vel sofinn í stað þess að báðir foreldrar séu ruglaðir og vansvefta. Ráðið er þá sem sagt að spara pabbann sem er þá betur til- búinn í að sinna vinnu og börnunum eftir vinnu“. Bara láta vaða „Það er rosalega gleðivekjandi að hafa tvö lítil börn í einu. Manni leiðist aldrei. Með eitt barn var maður oft að dúlla sér, finna leiðir til að eyða tíma, sýna barninu fugl- ana og svona, en tíminn með tvö börn í einu líður öðruvísi og hratt. Þeir eru til dæmis enn á brjósti hjá mér og það er æðislegt að sitja hérna með þá í sófanum, með brjóstin úti og þeir að kútveltast um, brölta og fá sér sopa inn á milli. Dásamleg sjón alveg og gaman að eiga þessa stund með þeim. Það er mikilvægt að for- eldrar tvíbura hætti ekki að njóta með börnunum líka fyrir utan hið daglega amstur og geri sér ekki upp óklífanleg fjöll, því þau eru alltaf klíf- anleg. Málið er bara að drífa sig út eða í ferðalag og búa til minningar. Ég hef einsett mér að láta ekki neitt stoppa mig og gert ýmislegt með þeim og einnig með þann elsta með. Það leysist allt og allt er ger- legt. Þótt maður sé að klæða í og úr fötum allan daginn, skipta á og gefa að borða, þá er til rými til að fara út og gera skemmtilega hluti. Maður þarf svolítið bara að ákveða að njóta tímans og gera helst allt sem manni dettur skemmtilegt í hug.“ „Fyrsta og aðalráðið sem ég get gefið tví- buraforeldrum er að fá sér aðstoð. Ekki vera feimin við að sækja sér aðstoð því maður þarf aðstoð,“ segir Fjóla. Aðstoð er lykillinn Fjóla María Ágústsdóttir með tvíburana Breka Hilm- ar og Huga Stein. Mynd | Rut Sjáumst á Jólatorginu MIDBORGIN.IS FACEBOOK.IS/MIDBORGIN OPIÐ TIL KL. 22 Á JÓLATORGINU OG Í VERSLUNUM TIL JÓLA Fáðu hátíðarskapið beint í æð á Jólatorginu á Hljómalindarreitnum og gerðu jólainnkaupin í skemmtilegu umhverfi. Við minnum á nýtt Gjafakort Miðborgarinnar okkar, fáanlegt í öllum bókaverslunum miðborgarinnar. Bergstaðir Kolaport Ráðhúsið Stjörnuport Traðarkot Vesturgata Vitatorg NÆG BÍLASTÆÐI OG MUNIÐ BÍLASTÆÐAHÚSIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.