Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Hvern dreymir ekki um fullkomna veröld þar sem einstaklingar fá að njóta sín í sátt og samlyndi? Þessi iðja, að hugsa sér hliðarveröld þar sem allt er eins og það á að vera, er yf- irleitt kennd við útópíu, einhvers konar draumaland eða staðleysu þar sem allt er rétt. Stundum notum við orðið líka í niðrandi eða kaldhæðinni merk- ingu, einhver er þannig ásakaður um að vera fullur af „útópískum hugmyndum“ og byggi þannig loft- kastala í huga sér sem í mannlegu samfélagi eru dæmdir til að falla. Útópía er hugtak sem Sir Tómas More (1478-1535) smíðaði í sam- nefndri bók en það merkir bæði „besti staður“ og staðleysa. Bókin kom út á latínu árið 1516 og átti eft- ir að hafa mikil áhrif á hugmynda- sögu Vesturlanda. „Bækur þurfa ekki endilega að vera þykkar og stórar til að hafa mikil áhrif,“ segir Viðar Pálsson, lektor í sagnfræði við Háskóla Ís- lands, sem ritar inngang að útgáf- unni en það er Eiríkur Gauti Krist- jánsson sem þýddi verkið úr latínu. „Áhrif Útópíu hafa vitanlega verið langvarandi þegar kemur að þeirri tegund bókmennta sem hún hefur skapað, en útópískar bókmenntir, kvikmyndir og hugverk eru auðvit- að út um allt. Auk þess hefur fæðst af þessu dystópísk sýn á heiminn, það er að segja hvernig menn gera sér í hugarlund heim eins og hann á alls ekki að vera.“ Margslungið rit Viðar segir Útópíu Tómasar More vera margt í senn. „Þetta er auð- vitað skáldverk og bæði ádeilu- og háðsrit um samtíma höfundarins. Í fimm aldir hafa menn dundað Draumalandið er 500 ára Sumar bækur eru lífseigari en aðrar. Það á við um bókina Útópíu eftir enska lögfræðinginn og kaþólska dýrlinginn Sir Tómas More sem fyrst kom út fyrir sléttum 500 árum. Allar götur síðan hefur þessi netta bók mótað hugmyndir um staðleysur og fyrirmyndarsamfélög sem okkur mennina dreymir um að koma á fót. sér við að túlka þetta verk og túlk- að það allt frá því að það sé sér- vitringsleg gamansemi íhaldsams manns og yfir í að bókin sé ein- hvers konar upplegg að komm- únískri byltingu með afnámi eigna- réttar og svo framvegis. Þarna er því hægt að finna margt. Hins vegar segir More aldrei í bókinni að sín Útópía, sem hann lýsir af nokkurri nákvæmni, sé full- komið samfélag eða eitthvað sem henti löndum Evrópu. Hann fær- ir þetta land sitt út á tilbúna eyju í Atlantshafi og það er þessi aðferð, eða hugarleikfimi, sem opnar fyrir ólíka túlkunarmöguleika á bókinni og hefur ýtt undir það hve áhrifa- mikil hún hefur verið. Útópía er utan við alla evrópska sögu, arf- leifð og hefðir og þannig getur More talað frjálslega um það sam- félag en ætlast síðan til að lesendur dragi sína lærdóma af því og máti við sinn veruleika.“ Dramatískt líf Tómasar Tómas More lifði svo sannarlega stormasama tíma í Englandi Hin- riks áttunda. Siðaskiptin sköpuðu titring í Evrópu allri. Hjúskaparmál enska konungsins voru líka snúin og lögðu grunn að því að England sagði skilið við Rómarkirkjuna. Þegar Útópía kom út var More þingmaður á enska þinginu og starfandi lögfræðingur í London. Síðar meir reis hann til æðstu met- orða við hirð Hinriks. Hann fékk alltaf valdameiri embætti og varð fyrir rest æðsti ráðgjafi konungs í veraldlegum og trúarlegum efnum. Að lokum fór að syrta í álinn enda var More ósáttur bæði við hjúskaparbrölt og valdagræði kon- ungsins í trúarlegum efnum og það hvernig konungur sagði skil- ið við páfann í Róm. Á endanum var hann dæmdur fyrir drottins- svik og pyntaður með ægilegum að- ferðum og fyrir rest gerður höfðinu styttri. Lýsingin af þeim atburðum er meira en lítið dramatísk en á höggstokknum sagðist More deyja sem „hollur þjónn hans hátign- ar en Guðs fremsti.“ Þetta þýddi að More taldi konung hafa farið langt fram úr sér í deilum við páfa- valdið í Róm. Með þessari óhlýðni við konung uppskar More síðar að vera gerður að dýrlingi en þó ekki fyrr en árið 1935. Árið 2000 lýsti Jóhannes Páll páfi því yfir að Tómas Moore væri „himneskur verndari stjórnmálamanna.“ Landið góða Þið sjáið því að engum gefst færi á að sóa tíma sínum til einskis og engin afsökun gefst fyrir iðjuleysi. Í Útópíu eru engar ölkrár eða vínstofur eða vændishús, ekkert tækifæri til spill- ingar, ekkert skálkaskjól eða leyni- fundastaður. Hvaðeina fer fram fyr- ir allra augum þannig að allir sinna sínu starfi eða njóta frístunda sinna á siðsamlegan hátt. Þessar venjur leiða óhjákvæmilega til þess að nóg er til af öllum lífsins gæðum. Og fyrst þau rata jafnt til allra, kemur ekki á óvart að enginn lendi á vonarvöl. Í Útópíu er Útópus hershöfðingi sagður hafa stofnað þetta samfélag á fjarlægri eyju utan hins þekkta heims. Bókin var vitanlega skrif- uð á tímum mikilla uppgötvana og landafunda og það litaði frásögn- ina. Aðal sögumaður bókarinnar, Rafael Hyþlódíus, er þannig skips- maður á skipi landkönnuðarins Amerigo Vespucci og kemst þannig á þessa uppskálduðu eyju Útópíu. „Heimurinn var breytast og ekki bara á landakortinu heldur líka í hugum fólks,“ segir Viðar Páls- Viðar Pálsson ritar inngang að Útópíu eftir Sir Tómas More. Þessi áhrifamikla bók kemur nú út í lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags í þýðingu Eiríks Gauta Krist- jánssonar. Mynd | Rut Það var í Tower of London sem Hinrik áttundi stakk Tómasi More þegar sá síðarnefndi vildi ekki styðja kon- unginn í deilum við páfann í Róm. Höfuðið var síðan höggvið af honum, soðið og stjaksett á Lundúnabrú. Búkur Tómasar er grafinn í ómerktri gröf í kapellu í kastalanum, en sagan segir að Margrét, dóttir Tómasar, hefði bjargað höfðinu frá því að vera fleygt í Thames og að það hvíli í hennar gröf. Tim Bryan @timbryanofficial Daniel Wellington WD D A N I E LW E L L I N G T O N . C O M I N S TA G R A M . C O M / D A N I E LW E L L I N G T O N FA C E B O O K . C O M / D A N I E LW E L L I N G T O N O F F I C I A L T W I T T E R . C O M / I T I S D W P I N T E R E S T. C O M / I T I S D W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.