Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar Dánarmein Dauðsföllum þar sem dánarmein er óþekkt eða ótilgreint hefur fjölgað á síðustu þremur árum. Framan af öldinni voru þau um sex til sjö á ári hverju. Síðustu þrjú ár hafa á bilinu 14 til 21 dauðsföll verið skráð í þessum flokki, samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknis. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Árið 2013 voru 21 dauðsföll óskýrð í skráningu, ríflega helmingi fleiri en á árunum á undan. Árið eftir voru óskýrð dauðsföll fjórtán og í fyrra voru þau sextán. Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir meinafræði- deildar Landspítalans, segist í sam- tali við Fréttatímann ekki geta gef- ið neina afdráttarlausa skýringu á þessari fjölgun. Í fljótu bragði er engin augljós skýring á þessu,” segir Jón Gunn- laugur. Dauðsföll séu skráð í um- ræddum flokki þegar það er ekki haldbær skýring á andláti, hvort sem það sé við krufningu eða þegar það er gefið út dánarvottorð. „Þetta getur farið eftir því hvað lögregluyfirvöld og læknir ákveða í sambandi við krufningu. Lögreglan getur sleppt því að biðja um réttar- krufningu. Ef það er ekki grunur um neitt voveiflegt og læknir ákveð- ur að skrifa dánarvottorð. Þá er það mögulega skráð svona,“ segir Jón Gunnlaugur. Önnur möguleg skýr- ing, að hans sögn, sé að lögregla vilji halda málum opnum með því að skrá orsakir dauðsfalla sem óþekktar. Önnur óvenjuleg skekkja í skrán- ingu á dauðsföllum frá aldamótum var á árunum í kringum hrun. Frá aldamótum höfðu yfirleitt um fjögur til fimm dauðsföll verið skráð þannig. „Í fljótu bragði er ekkert sem er augljós skýring á þessu.“ Orsakir dauða óþekktar eða ótilgreindar Árið 2007 voru 22 dauðsföll skráð í þeim flokki, árið eftir 21 og árið 2009 voru þau 15. Síðan hefur fjöldi dauðs- falla sem eru svo skráð snarminnk- að og voru þau lengst af einungis eitt eða tvö á ári. Fjöldi slíkra dauðsfalla jókst þó aftur í fyrra þegar þau voru tíu. 20 15 10 5 2014201220102008200620042002 Sýður upp úr í skátahreyfingunni Félagsmál Mikil óánægja er með- al skáta eftir að Hermann Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Banda- lags íslenskra skáta, var látinn taka pokann sinn. Málið er sagt tengjast ljótu eineltismáli sem kom upp í skátahreyfingunni. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Guðmundur Pálsson, félagsmaður í Skátahreyfingunni, segir uppsögn Hermanns eiga rætur að rekja til þess að bróðir Braga Björnssonar skátahöfðingja var rekinn úr Skáta- hreyfingunni eftir rannsókn á ein- eltismáli sem framkvæmdastjórinn bar hitann og þungan af. Brott- reksturinn var síðar dreginn til baka, samkvæmt heimildum Frétta- tímans. Í dag krefjast skátar þess á sínum spjallþræði að skátahöfðingi segi af sér. Meðal þeirra sem krefjast af- sagnar eru félagsforingjar skátafé- laga. „Það er verið að reka fram- kvæmdastjórann vegna skeleggr- ar framgöngu í eineltismáli sem tengist bróður skátahöfðingja,“ segir Guðmundur Pálsson, félags- maður í skátahreyfingunni, sem tjáði sig um málið á spjall- þræði skáta. Í samtali við Fréttatímann segir hann að framkvæmdastjórinn hafi borið ábyrgð á því að fagmenn voru fengnir til að skoða eineltismálið fyrir hreyfinguna og það sé verið að láta hann gjalda þess. „Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þessi maður ætti alls ekki að vinna með börnum og unglingum. Það er stöðug og vaxandi óánægja með skátahöfðingjann og störf hans og það verður að taka á þessu máli. Það er ekki rétti tíminn til að reka lykistarfsmann hreyfingarinnar úr starfi fyrir upplognar og rangar sakir núna þegar hreyfingin er að taka á móti 6700 erlendum skát- um næsta sumar vegna Heimsmóts skáta.“ „Ég get ekki tjáð mig um þessi starfslok, að svo komnu máli,“ segir Her- mann Sigurðsson en yf- irlýsingu stjórnar seg- ir að samkomulag sé um starfslokin og staða fram- kvæmdastjóra verði nú aug- lýst. Bragi Björnsson skátahöfðingi segist hinsvegar þekkja til þessar- ar óánægju. Það sé hinsvegar frá- leitt að þessi mál tengist á nokkurn hátt. „Það mál er í réttum farvegi innan hreyfingarinnar og sú stjórn sem semur um starfslokin við fram- kvæmdastjórinn er sama stjórnin og tók á þessu meinta einelti, hann var bara að framfylgja fyrirmælum stjórnarinnar. Ég sé ekki hvernig er hægt að leggja saman tvo og tvo og fá út tíu. Það kom hinsvegar upp trúnaðarbrestur á milli meirihluta stjórnar og framkvæmdastjórans og menn sáu ekki aðra leið færa en að láta hann fara.“ Í hverju var sá trúnaðarbrestur fólginn? „Við viljum ekki tjá okkur um mál- efni einstakra starfsmanna,“ segir Bragi Björnsson. Uppsögn Hermanns Sigurðssonar er sögð tengjast því að bróðir skátahöfðingjans var sakaður um einelti. Ég bara skil ekki hvernig menn geta lagt saman 2 og 2 og fengið út 10, segir Bragi Björnsson. Stefnt að stofnun bataskóla Geðheilbrigði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, og Stefán Ei- ríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs, leggja til að Reykjavíkurborg komi á laggirnar svokölluðum bataskóla. Markmiðið með slíkum skóla er að veita þeim sem glíma við geðraskanir úrræði til að stunda nám til að læra að takast á við vandamál sín. Helgi og Stefán leggja til að Reykja- víkurborg leggi til fjárframlag að upphæð 15 milljónir króna á ári til að stofna og reka slíkan skóla til loka árs 2019. Í greinargerð Helga og Stefáns er fullyrt að um 70 pró- sent nemenda slíks skóla í Notting- ham í Bretlandi hafi haldið áfram námi eða ráðið sig í vinnu að loknu námi. Borgarfulltrúar hafa tekið vel í þessa tillögu og herma heimildir Fréttatímans að stefnt sé að sam- þykkja tillöguna. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Geðhjálp. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, segir í samtali við Fréttatímann að bataskóli geti mögulega sparað bæði borg og ríki nokkuð fé vegna velferðarþjónustu. „Eitt af lykilhugtökum í batamið- aðri nálgun er valdefling. Þannig að fólk taki ábyrgð á eigin bataferli sjálft og taki ákvörðun um hvað geti hjálpað því að ná persónuleg- um markmiðum sínum. Þau geta verið ýmiskonar; að fá sér hluta- starf, að koma yfir sig húsnæði, lifa með röddunum, byggja upp jákvæð samskipti eða eitthvað svo- leiðis,“ segir Anna Gunnhildur. | hjf Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að skólinn geti leitt til sparnaðar fyrir  ríkið. Segja aðstöðu nemenda óviðunandi Menntamál Skólaráð Melaskóla krefst þess að Reykjavíkurborg leysi húsnæðisvanda skólans inn- an tveggja ára í harðorðri ályktun sem ráðið sendi meðal annars á Dag B. Eggertsson borgarstjóra og borgarfulltrúa í Reykjavík. Skólaráðið fullyrðir að sú aðstaða sem nemendum, kennurum og öðru starfsfólki sé boðið upp á sé algjörlega óviðunandi. Ráðið telur að vandinn verði ekki leystur án viðbyggingar. María Rán Guðjóns- dóttir, sem situr í skólaráði, segir í samtali við Fréttatímann að skólinn sé algjörlega sprunginn. „Þetta er stærsti grunnskólinn á landinu, með um 630 börn, og það er alltaf verið að taka sérgreinastof- ur og annað undir bekkjarstofur af því að það er verið að fjölga bekkj- um. Það eru fimm bekkir, rúmlega hundrað börn, sem byrja á skólan- um á hverju hausti. Skólinn var ekki byggður fyrir það. Til að gefa dæmi þá er búið að breyta tölvustofum í bekkjarstofu,“ segir María Rán. | hjf Remi og Condis – konfektið í kexinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.