Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 58
58 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Samdi viðreynslulag til stráks á Facebook Þegar við erum ástfangin eða í ástarsorg eigum við til að taka heldur drastískar ákvarðanir sem oft eru lítið úthugsaðar. Katrín Helga deilir með Fréttatímanum því klikkaðasta sem hún hefur gert í ástarmálum. „Einu sinni fékk ég vinabeiðni frá sætum strák sem ég þekkti lítið. Ég ákvað að túlka það sem merki um áhuga af hans hálfu og vildi gefa til kynna að hún væri gagn- kvæm en vissi ekki hvernig væri best að snúa sér í samfélagsmiðla daðri. Átti ég að læka gamla mynd af honum? Eða fylgjast með hvaða viðburði hann ætlaði á og hitta hann þar af „tilviljun“? Nei, mér fannst betri hugmynd að semja lag og taka upp vídeó sem ég sendi honum í persónulegum skilaboðum. Textinn var eitthvað á þessa leið: ▶ Seen. Ekkert svar. Rekst af og til á hann og það er alltaf mjög vand- ræðalegt. Einu sinni var ég að hitta strák sem var indæll og sakleysislegur. Svo komst ég að því að hann var kynlífsfíkill og svaf hjá að meðaltali fjór- um stelpum á viku auk þess sem hann átti það til að deila andfeminískum meme-um á facebookinu sínu. Svo ég sendi hon- um lag. Brot úr textan- um: „Við hittumst með þriggja daga millibili. Hvað svafstu hjá mörgum í millitíðinni? Þér er sama þó þú fokkir fullt af stelp- um í. Nei verra… þú færð eitthvað útúr því.“ Einu sinni átti ég síðan rómantíska kvöldstund með manni á Seyðisfirði þar sem við kysstumst bak við foss, fórum í háskalega fjallgöngu og sofnuðum í faðmlagi í lúpínubeði. Kvöldið eftir, þegar ég ætlaði að finna hann aftur, var mér sagt að hann væri inni í tjaldi með kærustunni sinni. Ég var ekki lengi að senda hon- um hefndarvísu. Brot úr texta: Enginn svíkur þessa skvísu án þess að hljóta hefndarvísu. Á endanum hætti hann með kærustunni sinni og í framhaldi hófum við stutt stormasamt ástarsamband. Það var efniviður í heila plötu, Svefn, sem er fyrsta plata hljómsveitar minnar, Kriki. Hægt er að kaupa eintak söfnunarsíðu karolinafund.“ | bg Ég hefði getað farið á bar vonast til að sjá þig þar Leikið leikinn of hrædd of hreykin til að gefa á mér högg- stað falið mig á bakvið tölvuskjá lækað pókað, komment- að djókað facebook á En nei… Þetta eeeeer viiiiiið- reeynslu lag viiiiiiðreeeynslu lag o.s.fvr. Skilaði lokaritgerðinni í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands 10 árum eftir að hann hætti í skólanum. „Það var einhver sem sagði mér að ég hefði ekki meira en tíu ár til að klára ritgerðina svo ég ákvað að klára þetta bara,“ segir Þorleif- ur Kamban sem skilaði í vikunni B.A ritgerð, tíu árum eftir að hann hætti námi sínu við Listaháskóla Íslands. Betra seint en aldrei Ekki fara allir sömu leið í lífinu og ákvað Þorleifur að fara aðra leið en flestir samnemendur úr Lista- háskólanum. Fyrir tíu árum var Þorleifur á síðasta ári við grafíska hönnun og kláraði öll verkefni brautarinnar nema lokaritgerðina. „Ég var með verkkvíða. Ég byrj- aði í ferlinu en svo fann ég mig ekki í því. Stress og kvíði fylgdu mér allan tímann og ég ákvað að hætta.“ Allt tekur enda um síðir Þorleifur tók loks slaginn, nú á fertugsaldri, og ákvað að hella sér í að klára ritgerðina þrátt fyr- ir fulla vinnu á auglýsingastofu. „Það situr alltaf í manni að maður eigi þetta eftir. Það gekk ágætlega undir lokin en þetta var miklu strembnara en ég bjóst við. Það gerist aldrei neitt nema að það sé brjáluð pressa. Mér fannst þetta samt mjög gaman og lærði mikið af ferlinu.“ Að sögn Þorleifs var auðveldara að kljást við ritgerðina 10 árum síðar því með árunum kemur þroski og meiri skilning- ur á efninu. „Ég hef unnið sem grafískur hönnuður alveg síðan ég hætti í skólanum. Á þeim tíma hef ég öðlast mikinn skilning á grafíska umhverfinu sem gerði mér auðveldara að takast á við viðfangsefni ritgerðarinnar og ég er líka búinn að þroskast helling síðan ég var 23 ára. Ég er mjög ánægður að þetta sé loks búið,“ segir Þorleifur og hlær. | hdó Þorleifur að skila ritgerðinni sinni inn, stoltur og kátur. Áratug að klára lokaritgerðina „My parents are nice people“ Þar sem Bjarni er ekki í forgangshópi er ekkert búsetuúrræði að hafa. Hann býr því heima hjá foreldrum sínum þótt Sigfús, faðir hans, segi að best væri fyrir hann að flytja að heiman, líkt og aðrir jafnaldrar. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Bjarni Haraldur Sig-fússon er 28 ára og er einn þeirra sem enn býr í foreldrahúsum. Tækifæri Bjarna til að fljúga úr hreiðrinu eru tak- markaðri en annarra jafnaldra hans en Bjarni er einhverfur. Hann vinnur á daginn hjá Póst- inum en finnst skemmtilegast að gera myndbönd á Youtube á rás sinni „Blaze the movie fan“. Bjarni býr ásamt foreldr- um sínum, tveimur systkinum og hundinum Mola í Vesturbæ Reykjavíkur. Bjarni talar oftast ensku þótt hann sé alinn upp á Íslandi, honum finnst það einfaldlega þægilegra. Aðspurður um hvernig honum finnist að búa hjá foreldrum sínum og hvort hann vilji flytja að heiman seg- ir hann; „My parents are nice people. Even though I live with them I am totally independent. Það væri frábært að flytja að heiman en ég er hamingju- samur hér,“ segir Bjarni og hugsar sig um. „ Ef ég gæti áfram átt jafngott líf og flutt að heiman væri það allt í lagi.“ Bjarni myndi vilja flytja nálægt Kringlunni í litla íbúð en hann fer í hjólandi í Kringlubíó alla föstudaga. Helst myndi Bjarni vilja vinna þar en Kringlubíó er uppáhalds bíóið hans. Ástæð- una segir hann vera: „Because the mall is beautiful.“ Bjarni er elstur þriggja systk- ina en yngri systkini hans eru 24 og 14 ára. Faðir Bjarna, Sigfús Bjarnason, segir fínt að hafa fjóra fullorðna á heimilinu en segir: „Ástæðan fyrir því að Bjarni býr enn hjá okkur er að hann fær ekkert búsetuúr- ræði. Það væri best fyrir hann sjálfan að flytja að heiman eins og aðrir jafnaldrar hans. Hann hefur sótt um og verið á biðlista fyrir búsetuúrræði í mörg ár. Þar sem hann er ekki í forgangshópi fær hann þó ekkert úrræði. Eini kostur- inn er fyrir Bjarna að kaupa sér íbúð sjálfur og til þess fær hann engan utanaðkomandi stuðning. Ef við mamma hans myndum henda honum út færi hann í forgangshóp. Mér finnst það undarlegt að vegna þess að heimilsaðstæður eru of góð- ar fær hann engan stuðning. Þannig virkar því miður kerfið okkar hér á Íslandi,“ segir Sig- fús. Íbúðaverð fer stöðugt hækk- andi en Bjarni og foreldrar hans hafa leitað að íbúð fyrir hann í nokkurn tíma. Sigfús segir erfitt að finna íbúð sem hentar, „allar íbúðir sem við höfum fundið hafa farið á yf- irboði. Við höfum boðið í íbúð en það voru þó nokkrir sem buðu hærra verð fyrir hana. Markaðurinn er erfiður en við ætlum að finna íbúð fyrir Bjarna.“ Á Íslandi býr ungt fólk lengur í foreldrahúsum en þekkst hefur áður. Nýverið sýndi Hagstofa Íslands fram á að fjöldi fólks milli 20-29 ára sem býr í foreldrahúsum hefur aukist verulega frá hruni og hefur Fréttatíminn fjallað ítarlega um málið. Með hækkandi leigu- og fasteignaverði verður sífellt erfiðara fyrir ungt fólk að finna sér húsnæði. Fullorðnir í foreldrahúsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.