Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 68
Alla laugardaga Fastur liður á jólum Jólatónleikar KK og Ellenar eru orðnir fastur liður í jólahaldi margra Íslendinga. Líkt og áður verða þau á faraldsfæti og syngja jólalög í bland við sín eigin lög. Hægt er að nálgast miða á tónleika þeirra um helgina á midi.is Arnaldur efstur í tveimur flokkum Erlendir ferðamenn spenntir fyrir bókum hans hér á landi. Fáðu þér ilmolíu- lampa í stofuna Ilmolíulampar eru það allra heitasta í dag og eru þeir sérstak- lega sniðugir til að fá góðan ilm inn á heimilið, með frekar heil- næmum hætti. Margir þeirra eru einnig rakatæki og með róandi ljósi, svo um er að ræða fallegt stofustáss með margþættan til- gang. Best er að nota ilmkjarna- olíur í lampana, en margar þeirra eru taldar hafa lækningamátt. Lavender-olía er til dæmis mjög vinsæl en hún er góð við bruna, þurrkblettum og ung- lingabólum. Þá er hún róandi og talin virka gegn kvíða, þunglyndi, hormónaójafnvægi, höfuðverkj- um og meltingatruflunum. Svo er piparmintuolía talin geta komið í veg fyrir flensu eða dregið úr flensueinkennum og háum blóð- þrýstingi. Það er ekki amalegt að fylla heimilið af unaðslegri angan og bæta heilsuna í leiðinni. Ilmolíulampa og ilmkjarnaolíur er til að mynda hægt að fá á síð- unni ilmoliulampar.is. Þá fást ilm- kjarnaolíur í mörgum heilsubúðum og apótekum. „Þetta kom okkur og auðvitað Arnaldi skemmtilega á óvart,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins. Nýr metsölulisti Eymundsson var kynntur í vikunni en þar vakti athygli að Arnaldur Indriðason situr í efsta sætinu í tveimur flokk- um. Annars vegar á aðallistanum og yfir íslenskar bækur en hins vegar á lista yfir landkynningar- bækur. Íslenskir aðdáendur Arn- aldar kaupa nú nýjustu bókina, Petsamo, í gríð og erg en erlendir ferðamenn virðast afar spenntir fyrir bókinni Reykjavíkurnætur, sem flokkuð er með handbókum ýmiss konar. „Ég held satt að segja að þetta hafi ekki sést áður á metsölulista svona skömmu fyrir jól, að sami höfundur sé í fyrsta sæti bæði aðallistans og svo í fyrsta sæti yfir landkynningarbækur. Það er ljóst að það eru ekki bara Íslendingar sem ætla að lesa Arnald yfir jólin, erlendir ferðamenn virðast hafa áttað sig á þessu og kaupa núna Reykjavíkurnætur á ensku í bílförmum,“ segir Egill Örn. Arnaldur Indriðason má vel við una fyrir þessi jólin því hann á bæði íslenska sem erlenda aðdáendur hér á landi. Mynd | Getty Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Verðmat fasteigna verdmat.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.