Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 17.12.2016, Side 68

Fréttatíminn - 17.12.2016, Side 68
Alla laugardaga Fastur liður á jólum Jólatónleikar KK og Ellenar eru orðnir fastur liður í jólahaldi margra Íslendinga. Líkt og áður verða þau á faraldsfæti og syngja jólalög í bland við sín eigin lög. Hægt er að nálgast miða á tónleika þeirra um helgina á midi.is Arnaldur efstur í tveimur flokkum Erlendir ferðamenn spenntir fyrir bókum hans hér á landi. Fáðu þér ilmolíu- lampa í stofuna Ilmolíulampar eru það allra heitasta í dag og eru þeir sérstak- lega sniðugir til að fá góðan ilm inn á heimilið, með frekar heil- næmum hætti. Margir þeirra eru einnig rakatæki og með róandi ljósi, svo um er að ræða fallegt stofustáss með margþættan til- gang. Best er að nota ilmkjarna- olíur í lampana, en margar þeirra eru taldar hafa lækningamátt. Lavender-olía er til dæmis mjög vinsæl en hún er góð við bruna, þurrkblettum og ung- lingabólum. Þá er hún róandi og talin virka gegn kvíða, þunglyndi, hormónaójafnvægi, höfuðverkj- um og meltingatruflunum. Svo er piparmintuolía talin geta komið í veg fyrir flensu eða dregið úr flensueinkennum og háum blóð- þrýstingi. Það er ekki amalegt að fylla heimilið af unaðslegri angan og bæta heilsuna í leiðinni. Ilmolíulampa og ilmkjarnaolíur er til að mynda hægt að fá á síð- unni ilmoliulampar.is. Þá fást ilm- kjarnaolíur í mörgum heilsubúðum og apótekum. „Þetta kom okkur og auðvitað Arnaldi skemmtilega á óvart,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins. Nýr metsölulisti Eymundsson var kynntur í vikunni en þar vakti athygli að Arnaldur Indriðason situr í efsta sætinu í tveimur flokk- um. Annars vegar á aðallistanum og yfir íslenskar bækur en hins vegar á lista yfir landkynningar- bækur. Íslenskir aðdáendur Arn- aldar kaupa nú nýjustu bókina, Petsamo, í gríð og erg en erlendir ferðamenn virðast afar spenntir fyrir bókinni Reykjavíkurnætur, sem flokkuð er með handbókum ýmiss konar. „Ég held satt að segja að þetta hafi ekki sést áður á metsölulista svona skömmu fyrir jól, að sami höfundur sé í fyrsta sæti bæði aðallistans og svo í fyrsta sæti yfir landkynningarbækur. Það er ljóst að það eru ekki bara Íslendingar sem ætla að lesa Arnald yfir jólin, erlendir ferðamenn virðast hafa áttað sig á þessu og kaupa núna Reykjavíkurnætur á ensku í bílförmum,“ segir Egill Örn. Arnaldur Indriðason má vel við una fyrir þessi jólin því hann á bæði íslenska sem erlenda aðdáendur hér á landi. Mynd | Getty Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Verðmat fasteigna verdmat.com

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.