Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 46
46 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is „Umbra er miðalda bílskúrsband sem vill helst færa gamla tónlist úr myrki fortíðar og inn í ljósið,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdótt- ir söngkona. Lilja myndar ásamt tónlistarkonum Alexöndru Kjeld, Arngerði Maríu Árnadóttur og Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur þessa forvitnilegu litlu hljóm- sveit. Arngerður leikur á kelt- neska hörpu og orgel, Alexandra á kontrabassa og Guðbjörg á barokk- fiðlu. Allar syngja þær síðan þegar svo ber undir en Lilja tekur aðal- lega að sér sönginn auk þess sem hún leikur á slagverk. Þær stöllur í Umbru byrjuðu að spila tónlist saman fyrir tveim- ur árum. „Við Guðbjörg vorum saman í meistaranámi í Lista- háskóla Íslands sem að heitir Sköpun, miðlun og frumkvöðla- starf. Þar náðum við vel saman og uppgötvuðum að við deildum áhuga á því að vinna með gamla tónlist og færa hana til nútímans. Við fengum svo hinar tvær til liðs við okkur sem voru á nákvæmlega á sömu slóðum, þannig að þetta smellpassaði. Ætli við leggjum ekki stund á það sem kallast á ensku „medieval revival“ og mætti kalla endurlífgun á tónlistararfi miðalda. Þessu skeytum við síðan saman við nýrri tónlist sem getur gengið upp í okkar hljóðheimi.“ Lilja Dögg segir að það grúska og finna gamla tónlist sé góð skemmtun sem meðlimir Umbru deili. „Það er annað sem samein- ar okkur, við höfum gaman af því að finna eitthvað nýtt en erum jafnframt óhræddar að gera tón- listina að okkar eigin. Við útsetj- um þannig mikið sjálfar og síðan er spuninn líka mikilvægur. Við syngjum í röddum og þá er sung- ið frá hljóðfærunum. Þetta gerir flutninginn líflegri. Lykilatriðið er að við erum algjörlega óhræddar við að prófa eitthvað nýtt. “ Ljós og skuggi Umbra þýðir skuggi og Lilja Dögg segir að sú staðreynd hafi kannski litað eilítið fyrstu verkefni sveit- arinnar. „Okkur finnst gaman að vinna út frá ákveðnu „konsepti“ og þannig höfum við sett saman tónleika sem hafa fjallað til dæmis um dauðann og uppgjör mannsins við lífið og fortíðina.“ Nú snúa Umbru konur sér að jólunum sem auðvitað eru hátíð á ljósaskilum. Þær fá góða gesti til liðs við sig á tónleikunum sem haldnir verða í Laugarneskirkju. Þórdís Gerður Jónsdóttir selló- leikari og Kristófer Rodriguez Svönuson slagverksleikari koma til liðs við sveitina. Á tónleikum verða flutt bæði bæði sjaldheyrð og velþekkt jólalög frá miðöldum og lög eftir tónskáldin Báru Gríms- dóttur og Hreiðar Inga hljóma ásamt gömlum íslenskum jólalög- um. „Jafnframt eru þarna lög sem teygja sig aftur í heiðni en hafa síð- an verið kristnuð. Það eru oft lög sem tengjast árstímanum, vetrin- um og stöðu himintunglanna um þetta leyti árs.“ En æfir miðalda-bílskúrsbandið Umbra í bílskúr? „Reyndar ekki í augnablikinu,“ segir Lilja Dögg og hlær. „Við æfum inn í stofu eins og er, en það stendur allt til bóta. Ég er að gera upp bílskúrinn minn og þá flytjum við æfingarnar þang- að inn. Þá verðum við alvöru bíl- skúrsband með öðruvísi tónlist.“ Jólatónleikar Umbru og félaga eru í Laugarneskirkju á sunnudag, kl. 20. Hljómsveitin Umbra veit hvað hún vill: Eigin blöndu af gamalli og nýrri tónlist. Hér eru þær meðlimir Umbru ásamt gestum sínum á jólatónleikunum. Á myndinni eru Þórdís Gerður Jónsdóttir, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Lilja Dögg Gunnars­ dóttir, Kristófer Rodriguez Svönuson, Arngerður María Árnadóttir og Alexandra Kjeld. Mynd | Hari. Út um allan bæ fagna tónlistarmenn jólunum. Tónlistin er alls konar en hljómsveitin Umbra byggir sína tilvist á tónlistararfi miðalda. Fjórar tónlistakonur vilja setja aldagamlan arf í nýtt samhengi og móta hann í sínum hljóðheimi. Bílskúrsband sem leikur tónlist frá tímum kerruvagna ▲ Arngerður María Árnadóttir. ▼ Lilja Dögg Gunnarsdóttir. ◀ Guðbjörg Hlín Guðmunds­ dóttir. ▼ Alexandra Kjeld. byko.is Allt í jólapakkann! AUKINN AFGREIÐSLUTÍMI FRAM AÐ JÓLUM SJÁ NÁNAR Á BYKO.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.