Fréttablaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 12
Bandaríkin Donald Trump Banda- ríkjaforseti er byrjaður að rekast á veggi. Annars vegar er það banda- ríska dómskerfið, sem hefur stöðvað áform hans um ferðabann á mús- lima, en hins vegar eru það kínversk stjórnvöld sem ætla ekki að láta hann komast upp með neitt múður. Trump er talinn ætla að skjóta úrskurði áfrýjunardómstóls til Hæstaréttar Bandaríkjanna, í von um að fá þar staðfestingu á því að það standist bandarísk lög að banna íbúum sjö múslimaríkja að ferðast til Bandaríkjanna. „Sjáumst í dómssalnum. Öryggi þjóðarinnar er í húfi,“ skrifaði hann með hástöfum á Twitter-síðu sína fáeinum mínútum eftir að áfrýjunar- dómstóll staðfesti lögbann á ferða- bannið. Búist er við því að málið fái flýti- meðferð í Hæstarétti þannig að niðurstaða geti hugsanlega legið fyrir strax í næstu viku. Hæstiréttur Bandaríkjanna er enn skipaður átta dómurum. Svo hefur verið frá því Antonin Scalia lést í febrúar á síðasta ári. Trump hefur fengið Neil Gorsuch til að taka sæti hans í dómstólnum, en vikur eða jafnvel mánuðir geta liðið þangað til hann getur hafið störf þar. Dómararnir átta skiptast í tvo fjögurra manna hópa, þar sem annar hallast til hægri en hinn til vinstri. Því má búast við að dómstóllinn klofni í þessu máli, sem þýðir að úrskurður áfrýjunardómstólsins stæði óhaggaður. Áfrýjunardómstóllinn, skipaður þremur dómurum, sagði stjórn- völd ekki hafa fært neinar sönnur á að ferðabannið dragi úr hættunni á hryðjuverkum í Bandaríkjunum. Hæstiréttur myndi hins vegar þurfa að taka afstöðu til þess hvort forsetinn hafi ótvíræð völd til að takmarka aðgang ákveðinna hópa að Bandaríkjunum, eða hvort dóms- valdið geti sett honum þar skorður. Ferðabannið felur meðal annars í sér að fólki frá sjö múslimalöndum er bannað að koma til Bandaríkj- anna tímabundið. Í gær var síðan skýrt frá því að Trump hefði á fimmtudagskvöld rætt í síma við Xi Jinping, forseta Kína, en þeir höfðu þá ekki ræðst við síðan í nóvember, stuttu eftir að Trump sigraði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Trump hafði þangað til í gær neit- að að láta undan kröfum Kínverja um að Bandaríkin styðji stefnu Kína gagnvart Taívan, sem er sú að Kína sé eitt og óskipt land: Taívan eigi engan rétt á sjálfstæði. Nú hefur Trump snúið við blaðinu og beygt sig undir stefnu Kínverja. Hann fellst á að Kína sé eitt og óskipt ríki, sem þýðir að hann muni varla gera Taívan hærra undir höfði en fyrri forsetar Bandaríkjanna. gudsteinn@frettabladid.is Donald Trump er byrjaður að rekast á veggi Donald Trump brást reiður við þegar áfrýjunardóm- stóll staðfesti ógildingu ferðabanns. Málið fer lík- lega fyrir Hæstarétt og fær þar flýtimeðferð. Þá hefur Trump beygt sig undir stefnu Kína gagnvart Taívan. Donald Trump fær ekki alltaf öllu sínu framgengt. NorDicphoTos/AFp Sjáumst í dóms- salnum. Öryggi þjóðarinnar er í húfi. Donald Trump, Bandaríkjaforseti Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Það hefur bæði heilsufarslega og hagræna kosti að fara flestallra ferða sinna gangandi í borginni. Viljinn til að temja sér að ganga um borgina mótast meðal annars af því hvort það er þægilegt, fallegt og öruggt. Hvernig sköpum við heillandi borg fyrir gangandi vegfarendur? Borg gangandi vegfarenda H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Allir eru velkomnir. Heitt á könnunni. Gestir fundarinar eru ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipu- lagssviðs, Gísli Marteinn Baldursson borgarfræðingur, Ragnheiður Einarsdóttir, sérfræðingur á skipulagssviði Strætó og Dr. Harpa Stefánsdóttir arkitekt, PhD skipulagsfræði. Efnið verður skoðað frá nokkrum spennandi sjónarhornum, m.a. út frá almennings- samgöngum, fegurðarupplifun í gangandi umhverfi og skipulagi fyrir gangandi. Fundurinn verður á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum. Þriðjudaginn 14. febrúar kl. 20 á Kjarvalsstöðum Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir fundaröðinni BORGIN – HEIMKYNNI OKKAR um þróun og mótun borgarinnar. Save the Children á Íslandi 1 1 . f e B r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r d a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 7 -2 F B 8 1 C 3 7 -2 E 7 C 1 C 3 7 -2 D 4 0 1 C 3 7 -2 C 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.