Fréttablaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 30
NATURCROPS
KÍNÓABORGARAR
3 TEGUNDIR
599 KR/PK
NÝTT
Í
NETT
Ó
heilbrigðiskerfið. Við sjáum nú merki
þess á Íslandi að fólk, sem er komið
yfir miðjan aldur, drekkur meira. Ég
hef sérstakar áhyggjur af konum sem
drekka í meira mæli í dag eftir miðjan
aldur og taka meira af geðlyfjum.
Þetta er nýtt vandamál.“
Hvernig finnst þér að fyrirkomu
lagið eigi að vera?
„Á margan hátt höfum við hagað
okkur skynsamlega gagnvart áfengi
og fíkniefnum. Það væri eiginlega
frekja að halda því fram að við ættum
að gera betur. Við erum sveitamenn
sem komum í bæinn um aldamótin
átján-nítjánhundruð. Nærri helm-
ingur karla sem kom í bæinn eða fór
utan til Danmerkur fór í hundana
vegna áfengisneyslu.
Við höfum komið upp meðferð
sem dugar stórum hluta fólks. Við
stöndum betur að vígi en flestar aðrar
þjóðir hvað það varðar. Ef við tökum
sérstaklega fyrir fjölda karlmanna á
aldrinum 25-55 ára þá eru þeir mun
færri sem þurfa á meðferð að halda í
dag en áður.
En konunum fjölgar og svo er
erfiður vandi yngra fólks sem varð
einkum áberandi eftir 1995. Þetta er
kynslóðin sem er fædd eftir 1970 og
fór að reykja kannabis mjög reglulega.
Svo kom aftur mikið vandamál upp
hjá kynslóðinni sem er fædd á milli
80-90. Það er óviðunandi ástand á
meðal ungs fólks,“ segir Þórarinn og
telur samfélagsábyrgðina ríka þegar
kemur að forvörnum.
Dómgreindin fer
Hann segir umræðu um fíknisjúk-
dóma og fíknilækningar oft á
villigötum. Hér á Norðurlöndum
aðhyllist margir þær skýringar að
rætur fíknar séu félagslegar. „Fíkn
er heilasjúkdómur sem hægt er að
meðhöndla og ætti að meðhöndla
með mannúðlegri umönnun, skipu-
legri meðferð,“ segir Þórarinn. „Svo
margir misskilja þennan sjúkdóm.
Telja hann afleiðingu áfalla, geð-
sjúkdóma eða líta á hann sem sið-
ferðisbrest,“ segir Þórarinn.
„Það sem þarf er að greina og
meðhöndla sjúkdóminn, tryggja
að sjúklingar hafi aðgang að nauð-
synlegri þjónustu. Við erum komin
langt hér á landi, við skiljum að
þetta er sjúkdómur í skilningi nátt-
úruvísindanna. Maður byrjar að
nota fíkniefni og þau breyta starf-
semi heilans. Það verða grund-
vallarbreytingar á heilastarfsemi
sem þarf að snúa við. Þetta finnst
fólki erfitt að skilja. Að maður geti
haft áhrif á heilann og maður geti
orðið skrýtinn í hegðun og misst
eigin dómgreind. Hjá áfengissjúkum
manni er dómgreindin fyrir því að
dómgreindin er farin líka farin,“
segir Þórarinn.
„Menn halda að geðsjúkdómar
séu mjög tengdir. Það er ekkert endi-
lega. En fólk með fíknisjúkdóm hefur
breytt heila sínum þannig að það
koma óhjákvæmilega fram einkenni
um kvíða og þunglyndi. Sem eru ekki
endilega langvinnir geðsjúkdómar
heldur geðræn einkenni um fíkn. Svo
getur fólk að sjálfsögðu verið bæði
með fíkni- og geðsjúkdóm.“
Stærsta unglingadeild landsins
Hér eru líka vistuð börn og það hefur
verið umdeilt, er það ekki?
„Menn hafa haft ýmsar skoðanir
á því. En það verður að líta svo á að
þegar við byrjuðum hérna þá vildi
enginn hafa þessi börn. Unglinga-
heimili ríkisins vildi ekki líta svo á
að börn væru með fíknivanda. BUGL
hefur heldur aldrei viljað taka á móti
börnum sem eru með áfengis- og
vímuefnavanda. Við höfum hins vegar
tekið á móti öllum og þjónustum
líka foreldra barna í fíknivanda. Við
höfum tekið börn inn á þennan spít-
ala en þá verður vandinn að vera orð-
inn mjög mikill. Svo hafa menn verið
að deila á þetta en í sjálfu sér er enginn
annar sem vill meðhöndla þessi börn.
Það starf sem hefur verið unnið
hér hefur oft á tíðum verið það eina
sem samfélagið hefur haft upp á að
bjóða á þessu sviði og hefur í alla
staði verið til fyrirmyndar. Við erum
með stærstu unglingadeild landsins.
Hún var stofnuð árið 2000 og síðan
þá höfum við þjónustað allt upp í
fjögur prósent af árgöngunum hér
fyrir tvítugt.
Geðdeildir landsins þjóna miklu
færri,“ bendir hann á. Þórarinn
hlaut barnamenningarverðlaun Vel-
ferðarsjóðs barna á síðasta ári fyrir
meðferð á fíknisjúkdómum meðal
unglinga og vinnu að forvörnum.
Fimm milljóna verðlaunafé ákvað
hann að myndi renna til rannsóknar
á vegum SÁÁ á þeim árangri sem
forvarnar- og meðferðarstarf meðal
unglinga hefur borið hér á landi.
„Það vill svo til að ég er stoltastur
af unglingadeildinni. Hún hefur
enda verið starfrækt af miklum
myndarbrag. Ég er til dæmis stoltur
af því að 40% þeirra ungmenna sem
hingað koma koma aldrei aftur. 60%
koma kannski tvisvar, þrisvar og svo
aldrei aftur. Svo eru örfá sem verða
uppeldissynir okkar og dætur. En
við komumst einhvern veginn í
gegnum þetta og það er gleðiefni
sem drífur okkur áfram.“
Rítalín í æð hættulegast
Langskaðlegustu fíkniefnin og þau
sem breyta heilanum skjótast eru
örvandi efni að sögn Þórarins. „Með
örvandi efnum er ég fyrst og fremst
að tala um amfetamín og rítalín tekið
í gegnum æð. Þetta eru hættuleg
vímuefni, sérstaklega rítalín, og hafa
víðtæk alvarleg áhrif á heilastarf-
semina. Breyta henni hvað mest
á stystum tíma hvað varðar dóm-
greind, hömlur og stjórnun á tilfinn-
ingum og hegðun.“
En að því félagslega. Hvernig sam
félag erum við og hefur samfélags
gerðin ekki áhrif á það hvort ungt fólk
leiðist út í fíkniefni eða drykkju?
„Ungt fólk reynir fyrir sér með
nýja hluti. Þess vegna er það ekki
endilega sjúkleikamerki þó að fólk
sé að reyna fyrir sér með nýja hluti
og um leið að prófa fíkniefni. Það
er eðli mannsins, það er ekki vegna
þess að við eigum bágt eða búum
illa að fólki. Þetta er eðli okkar og
grundvöllur framfara. Svona er
vorið. Við erum með þennan stóra
heila ofan á eðlishvöt og erum með
væntingar. Þetta er hið mannlega.
Svo kemur bara í ljós að sum okkar
sem reyna þetta, ánetjast fljótt.
Samfélög aðlagast og breyt-
ast. Mörg vestræn samfélög hafa
aðlagast áfengi og geta umgengist
það. Sum samfélög eiga erfitt með að
aðlagast skjótum og miklum breyt-
ingum, eins og á aðgengi að áfengi
og vímuefnum,“ segir Þórarinn og
segir íslenskt samfélag alls ekki til-
búið til að auka aðgengi að áfengi og
vímuefnum.
Við þurfum að taka mark á þekk-
ingu fólks á þessum hlutum. Mér
finnst leitt að við gerum það ekki
í meira mæli. Við þurfum líka að
gæta okkar á því að búa ekki til sam-
félög fíkla í borginni. Þar sem fíklar
geta verið í neyslu og framfleytt sér
sem maður myndi ekki geta gert til
dæmis á Langanesi. Allir sem hafa
reynslu í málaflokknum vita vel að
það á ekki að safna fíklum saman í
hópa. Það er hins vegar gert í Reykja-
vík og við höfum ekki viljað læra
af öðrum hvað það varðar. Þetta
er gert undir styrkri stjórn Reykja-
víkurborgar,“ segir Þórarinn og á við
gistiskýli og gáma í miðborginni.
Þarf að tryggja öryggi allra
Rótin, félag kvenna, var stofnað
til umræðu um fíkn, áföll, ofbeldi
og geðheilbrigði. Meðlimum er
umhugað um að komið sé á betri
sérstökum meðferðarúrræðum fyrir
konur og árið 2013 þegar félagið var
stofnað varð mikil umræða um að
áhrifum áfalla á þróun fíknar væri
hafnað í meðferð SÁÁ. Rótarkonur
sögðu dapurlegt hvað forsvarsmenn
SÁÁ tækju umfjöllun um meðferðar-
stefnu illa.
Urðu átök um þetta af hans hálfu?
Hvaða skoðun hefur hann á sér
úrræðum fyrir konur? Er staðið nægi
lega vel að þessum málum?
„Ég átti ekki í neinum slag um
þetta. Það voru aðrir í því. Þetta var
hins vegar mikil fjölmiðla umræða
sem er eðlilegt um jafn mikilvægt
efni. Hingað hafa komið um 8
þúsund konur í meðferð. Flestar af
þeim hafa náð góðum árangri, hlut-
fallið er hátt en um 78-88 prósent
hafa fengið góðan bata. Þegar konur
fara að tala illa um meðferðina hér
þá er það ekki mitt mál. Margt í
þeirra máli innihélt fullyrðingar
sem stóðust ekki. Hvergi er kynja-
skipt heilbrigðisþjónusta, það var nú
samt snemma sem við gerðum okkur
grein fyrir sérstökum þörfum kvenna
í áfengismeðferð. Við kynntumst
þeim þörfum fyrir tilstilli femínískra
hugmynda frá Bandaríkjunum. Árið
1994 settum við upp sérstaka með-
ferð fyrir konur og höfum allar götur
síðan þróað hana. Svo eru allir sam-
mála um það að það þurfi að tryggja
öryggi kvenna og karla í meðferð því
að oft virða einstaklingar með fíkni-
sjúkdóma ekki mörk. Það á við bæði
um karla og konur,“ segir Þórarinn.
Hugræn atferlismeðferð öflug
Hann hefur mikla trú á gildi hug-
rænnar atferlismeðferðar í meðferð
við fíkn.
„Hegðun og rökhugsun er gríðar-
lega flókin hjá fólki með fíknisjúk-
dóma. Því miður höfum við engin lyf
sem eru nægilega góð fyrir geðmeð-
ferð og engir raunhæfir meðferðar-
möguleikar í fíkn. Framfarirnar eru í
hugrænni atferlismeðferð sem hefur
áhrif á heilastarfsemina og útlit heil-
ans. Hugræn atferlismeðferð er í raun
og veru ekkert annað en skipuleg
aðferð til að skipta um lífsstíl. Við
fluttum hana inn árið 1977 beint frá
New York þar sem sálfræðingar settu
þessar hugmyndir fram. Að maður
geti haft áhrif á geðheilsu sína með
því að breyta hegðun, viðhorfum
og hugsunarhætti,“ segir Þórarinn
og bendir á að þannig sé batinn af
fíknisjúkdómum fólginn í einstakl-
ingnum sjálfum og ábyrgð hans.
Þakklátur
Hann lifir sjálfur eftir þessum hug-
myndum um sjálfsábyrgð og þegar
hann er hættur, búinn að stimpla sig út
í síðasta sinn, ætlar hann ekki að reyna
að hafa áhrif á störf annarra á Vogi.
„Það er langt síðan ég lærði það að
ég hef ekki áhrif á líf annars fólks. Ég
stýri bara sjálfum mér. Auðvitað verð
ég tilfinningalega tengdur mínu starfi
eins og öllu öðru sem mér þykir vænt
um.
Ég segi ekki börnunum mínum
hvernig þau eiga að lifa lífi sínu og ég
mun heldur ekki segja fólki hér hvern-
ig það á að haga sínu starfi.“
Af hverju er hann stoltastur þegar
hann lítur til baka?
„Ég verð að segja að ég hef ekki
mikið velt því fyrir mér en ég er
ánægðastur með það að ég kom
hingað í meðferð og hætti að nota
áfengi. Það er það sem stendur upp
úr. Ég er hins vegar frekar þakklátur
en stoltur,“ segir Þórarinn.
Þórarinn segist þekktur fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum. FRéttablaðið/GVa
Það er langt síðan
ég lærði Það að ég hef
ekki áhrif á líf annars
fólks. ég stýri bara
sjálfum mér. auðvitað
verð ég tilfinningalega
tengdur mínu starfi eins
og öllu öðru sem mér
Þykir vænt um.
1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r30 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð
1
1
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
0
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
3
7
-2
5
D
8
1
C
3
7
-2
4
9
C
1
C
3
7
-2
3
6
0
1
C
3
7
-2
2
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
1
2
s
_
1
0
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K