Fréttablaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 2
Sögulok hjá sumarhúsi Hafist hefur verið handa við að rífa niður og fjarlægja fimmtíu ára sumarbústað við vatnsbakkann í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Ríkið keypti húsið 2014. Ekki á að fjarlægja tré af lóðinni líkt og grenilund umhverfis bústað sem ríkið keypti við Valhallarreitinn í fyrrahaust. Fréttablaðið/Garðar Veður Hvöss suðvestanátt norðvestan til í dag og stormur seinnipartinn með talsverðri rigningu um tíma á Breiðafirði og á Vest- fjörðum. sjá síðu 46 samfélag Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra hefur beðið öll þau börn sem vistuð voru á Kópavogs- hælinu og fjölskyldur þeirra afsök- unar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Tilefnið er svört skýrsla um aðbún- að barna og ofbeldi gegn þeim á Kópavogshælinu sem fram kom fyrr í vikunni. „Sömuleiðis bið ég afsök- unar allt fatlað fólk, börn og fullorðna, sem hefur verið vistað á stofnunum hér á landi og sætt þar ofbeldi eða illri meðferð. Sár reynsla verður aldrei bætt að fullu, en á grundvelli laga u m s a n n - girnisbæt- ur verður nú unnið að því að bæta þeim sem urðu fyrir ofbeldi eða illri með- ferð þann skaða sem af því hefur hlotist, að því marki sem það er unnt,“ segir í tilkynningu frá for- sætisráðherra. Bjarni segir nauðsynlegt að horf- ast í augu við það hversu slæmar aðstæður fatlaðra einstaklinga voru á hælinu og draga lærdóm af skýrslunni um stöðu fatlaðra barna og foreldra þeirra, og almennt um aðbúnað fatlaðs fólks á stofnunum. – snæ Forsætisráðherra biður fólk með fötlun afsökunar öryggismál Vegna vaxandi fjölda erlendra ferðamanna þarf að upp- færa ýmsar viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegra náttúruhamfara. Ekki er síst litið til Kötlu en gríðarleg fjölgun í umferð ferðamanna um Suðurland á stuttum tíma er staðreynd. Þetta er meðal niðurstaðna fundar undirbúningshóps viðbragðsaðila, þar á meðal Almannavarna, sem kom saman á fimmtudag. „Ef Katla gysi á þessu ári gæti þurft að koma þúsundum ferðamanna burt af hættusvæðum en ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna viðbragðsáætlanir sem gerðu ráð fyrir rýmingu tiltölulega fámenns hóps íbúa og að erlendir ferðamenn heimsóttu Suðurland aðeins á sumrin,“ segir í tilkynningu undirbúningshópsins. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir fundinn hafa snúist um upplýsingagjöf til ferðamanna; breyttar áherslur og hvernig mætti nýta reynslu síðustu ára. „Við erum að samræma hvað við viljum gera þegar Katla fer af stað,“ segir Víðir og jafnframt hvernig samstarfi við fjölmiðla verði best háttað. Þörfin er rík, segir Viðir, enda séu um 3.000 manns búsettir á rýmingar svæðum Kötlu en á góðum sumardegi fjór- til fimmfaldist sú tala vegna umferðar ferðamanna. Til eru samtímaheimildir um ein níu Kötlugos, frá 1580 að telja, sum stór eins og það síðasta sem kom upp úr jökli árið 1918. Jökulhlaupin eru gríðarstór, um 100-falt vatnsmeiri en úr Eyjafjallajökli 2010 og að minnsta kosti fjórum til fimm sinnum öflugri en vatnsflóðin á Skeiðarársandi 1996, eftir eldgosið í Gjálp. Eins að Gæti þurft að flytja þúsundir frá Kötlu Gjósi Katla á háannatíma ferðaþjónustunnar gæti þurft að flytja 15 þúsund manns burt á stuttum tíma. Viðbragðsáætlanir og leiðir til upplýsingagjafar eru í endurskoðun. Eldri áætlanir gerðu ráð fyrir flutningi fámenns hóps af svæðinu. Vinnumarkaður Vinnumálastofn- un opnaði í gær nýjan vef, posting. is, þar sem nálgast má helstu upp- lýsingar um réttindi og skyldur starfsmannaleiga sem senda erlent starfsfólk til starfa á Íslandi. „Hvernig menn eiga að haga sér þegar þeir eru með starfsemi á Íslandi og hvenær þeir eiga að borga kaup og hvað mikið að lág- marki og þess háttar,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar. Gissur segir að einn tilgangurinn með þessari síðu sé að sporna gegn vinnumansali. – jhh Ný síða gegn vinnumansali Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu­ mála stofnunar bjarni benediktsson forsætisráð­ herra hefur beðist afsökunar fyrir hönd ríkisstjórnar­ innar á aðbúnaðinum á Kópavogshæli. Fréttablaðið/GVa Kötlugos hefur ekki náð upp úr jökli í 99 ár – en heimildir vitna um eyðileggingar­ mátt eldfjallsins. Skjálftavirkni í fjallinu frá því í sumar er ástæða áætlanagerðar. Fréttablaðið/Vilhelm stundum hefur öskufall verið afar mikið næst eldfjallinu og um og yfir milljarður rúmmetra af gjósku ruðst upp um jökulinn. Í frétt Fréttablaðsins fyrir nokkr- um árum kom fram að þegar ferða- menn við Kötlurætur voru spurðir að því hvað þeir vissu um svæðið sem þeir voru að skoða var svar þeirra flestra á þeim nótum að þeir vissu einfaldlega ekki að undir jöklinum sem þeir stóðu við var eldstöð – hvað þá að þeir vissu um afl hennar eða eyðingarmátt. svavar@frettabladid.is Við erum að sam- ræma hvað við viljum gera þegar Katla fer af stað. Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi 1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 7 -0 D 2 8 1 C 3 7 -0 B E C 1 C 3 7 -0 A B 0 1 C 3 7 -0 9 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.